Friday, March 09, 2012

Loksins, loksins...

... er kominn föstudagur :D. Ég hlakka mikið til morgundagsins vegna þess að þá verður litli frændi skírður og það þýðir... KÖKUR!!!!!! :D.
annars er ég búin að vera að reyna að læra í dag og það hefur gengið svona ágætlega. Ég er að búa til glósur til að lesa fyrir próf sem verður eftir tvær vikur tæplega :S, en ég er bara svo spennt að klára þessa áfanga að ég nenni eigfinlega ekki að verða stressuð :D.
Davíð er í vinnunni en ætlar að koma um eitt leitið heim sem er frábært.
Þar sem ég á besta mann í heimi þá gaf hann mér áskrift af Gestgjafanum og ég er í SKÝJUNUM með það :D. Við buðum pabba og mömmu í mat í gær í tortillas eftir uppskrift úr bókinni og OMG hvað það var trubblað gott.
Annars er það í fréttum að bumbubúinn er farinn að gera vart við sig og fundum við fyrst fyrir hreyfingu 3. mars og þær verða bara meiri og meiri. Ég lág tildæmis uppi í rúmi áðan og sá magan hreifast semvar soldið fríkí ;D. En ég get pottþétt sagt að þetta er á margan hátt eins og að vera með fiðrildi í maganum þessi tilfinning.
Við keyftum bílsæti á amazon en þið getið séð það hér http://www.amazon.com/Baby-Trend-Flex-Loc-Infant-Everest/dp/B0054TNMLQ/ref=sr_1_1?s=baby-products&ie=UTF8&qid=1331297630&sr=1-1 og er ég alveg hrillilega fegin að vera búin að því og að tengdapabbi komi með það heim núna í næstu viku :D. Við erum svo búin að ná að plata Benjamín að taka með heim kerru í maí þegar hann kemur en við erum að kaupa kerru þar sem barnastóllinn passar í og við getum notað hana þessvegna þegar barnið er mjög lítið :D.
En nóg um það þá ætla ég að halda áfram að læra og vonandi fáið þið bumbu mynd á morgun ;D.

Kær kveðja Fjóla og bumbubúinn

1 comment:

Anonymous said...

Hvaða nafn fékk svo litli frændi :)
Kristín