... í að við komust að því hvort við erum að eignast lítinn strák eða litla stelpu :D. Ég hlakka alveg hrillilega til að komast að þessu en þá fara hjólin að rúlla að eins meir og við getum farið að huksa fyrir alvöru um hvað barnið á að heita ;D.
Annars erþ að nýjasta í fréttum að litli frændi er komin með nafn og heitir hann Adrían Breki Hlynsson og er hann sá eini á landinu með þessa nafna samsetningu sem er alltaf cool ;D. Hann var s.s skírður á laugardaginn en hann ákvað að gráta alla skírnina sem var soldið erfitt fyrir okkur hin ;D. Við fengum svo æðislegar kökur og heita rétti og var þetta alveg hreint frábær dagur í alla staði.
.....................
Annars er ég með alveg rosalega skemmtilega sögu fyrir ykkur sem mér allavegana finnst alveg rosalega merkileg.
Í gær vorum við hjá pabba og mömmu í mat og Hlynsi, Dísa og Adrían Breki komu líka. Til að gera langa sögu stutta þá eftir matinn þurfti að skipta á Adrían og mamma gerði það á teppi á gólfinu þannig að Moli gat fylgst með eins og hann hefur fengið að gera oft áður.
Þegar bleyjuskiðtin voru aftsaðin og búið að loka óhreinu bleyjunni vel og vandlega ákvað ég að leifa Mola að skoða hana og sjá hvað hann myndi gera. Fyrst þefaði hann af henni lengi og svo eftir að ég hafði sagt við hann gjörðu svo vel tók hann hana í kjaftinn og fraus! Hann stóð s.s alveg frosinn með bleyjuna í munninum og horfði á mog með augum sem sögðu og hvað á ég að gera núna? Hann hreifði sig ekki og slepti ekki bleyjunni fyrr en ég tók við henni frá honum en þetta var mjög undarleg hegðun af Mola þannig að við ákváðum að prófa þetta aftur og hann gerði nákvæmlega það sama aftur.
Svo leið smá stund og ég ákvað að prófa einu sinni enn að gefa honum bleyjuna og sjá hvað hann myndi gera. Aftur fraus hann horfði á mig en slepti aldrei bleyjunni. Það ber að taka það fram að þegar hann tók við blejunni var það á mjög mjókan máta eins og hann væri að passa sig að meiða hana ekki.
Davíð ákvað þá að sjá hvort hann gæti fengið Mola til að elta sig fram í rusl með bleyjuna og þá gerðist soldið merkilegt. Moli hagræddi bleyjunni betur í kaftinum með því að leggja hana létt á jörðina og ná betra taki og labbaði svo ofurhækt fram í eldhús til Davíðs þar sem hann gat látið Davíð fá bleyjuna ofur varlega. Eftir það koma hann tiplandi sæll og ánægður til okkar :D.
Það sem ég held að hafi gerst þarna er það að þar sem það var svo mikil lykt af Adrían í bleyjunni þá hélt Moli að þetta væri eitthvað sem þyrfti að passa vel upp á en hann ber mikla virðingu fyrir Adrían og passar rosalega vel upp á að vera ekki með læti í kringum hann. ÞEssvegna var hann svona ofur varkár með bleyjuna enda var þetta í Mola augum hluti af barninu sem þarf að passa svo vel ;D.
................
Mig langaði bara ða deyla þessu með ykkur en ég segi bara over and out þar til næst ;D.
Kveðja Fjóla og bumbubúinn ;D.
1 comment:
Þetta var awesome með Mola ;D
Hlynur, Dísa og Adrían
Post a Comment