Þar sem við Davíð og Moli eigum von á litlu kríli í lok júlí byrjun ágúst er alveg kominn tími á að rífa upp blpggið mitt aftur sem hefur ALDREI farið í svona langt verkfall ;S.
En eins og flestir vita núna þá eigum við Davíð von á barni og erum við svona merkilega róleg yfir því eins og er. Allt gengur vel ég er komin yfir þessa hræðilegu fyrstu ógleðismánuði og þessa frábæru allt er í lagi mánuði en er að komast á er alltaf þreitt nenni ekki neinu mánuðina núna :S. Ég er komin svonma milli18 og 19 vikur á leið en er soldið vonsvikin hvað mér finnst bumban stækka hækt :S. Mér finnst þetta meira vera bara svona skvabb :S. En vonandi fæ ég einhverntíman bumbu sem lítur út fyrir að vera óléttubumba :).
Við Davíð fórum til Marisu og Jóns til N.Y. fyrir tæpum tveim vikum síðan og versluðum FULLT af barna dóti fyrir litla krílið og vonandi náum við að setja upp barnarúmið um helgina það væri ÆÐISLEGT :D.
Ég er ekki farinn að gerta sagt fyrir víst að ég finni fyrir hreifingu í maganum en það eru ákveðnir stingir sem ég finn sem ég gruna að sé barnið en þæri ekki að vera viss þannig að ég bíð bara róleg þar til það sé engin spurning lengur ;D. Við Davíð erum búin að fara til ljósmóruðinnar okkar hennar Kristrúnar tvisvar núna og síðast fengum við að heyra hjartsláttinn hjá barninu og bárum hann saman við minn og við erum að tala um að minstakosti helmingi hraðari hjarslátt hjá barninu sem mér fanst merkilegt að heyra.
Hlynsi bróssi er nátturulega búin að eignast sitt barn hann litla kall og verður hann skírður núna í næsta mánuði og hlakka ég mikið til þess að fá að vita hvað kallinn á að heita :D.
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá okkur Davíð. Það er brjálað að gera hjá Davíð í vinnunni og í skólanum en hann er núna orðinn stundakennari hjá HÍ ofaná allt annað ;D. Ég er í bakaríinu enþá en það gengur bara vel.
Ég er að vonast til þess að komast í læri hjá hundasnyrtistofu svona einu sinni í viku og hef haft samband við eina sem ég vona að taki mér fagnandi :D.
Annars er ég líka í tveimur áföngum í skólanum mínum núna og nóg að gera þar nema þeir eru hvorugir mjög skemmtilegir þannig að það er ekki eins gaman að vinna í þeim eins og öðrum áföngum sem éghef tekið :S. En á næstu önn ætla ég að taka næringarfræði hunda og vona ég að hann verði skemmtilegur :D.
Við Davíð ætlum að fara saman í hádeginu í dag á matsölustað og hlakka ég mikið til þess en fyrst ætla ég að reyna að læra eitthvað svo ég geti sagt að ég hafi gert eitthvað í dag ;D.
En nóg í bili meira seina en ég vonast líka til að geta sett inn sónarmyndirnar og svo eihverjar bumbumyndir þegar mér finnst bumban vera þess virði að taka mynd af ;D.
Knúsar og hafið það gott
Fjóla og bumbubúinn
2 comments:
Jejj loksins blogg :)
Frábært að allt gangi svona vel hlakka til að sjá þig :)
Knús Kristín
Yay! So happy you started up again! Can't wait to see photos of that bumba (as soon as you get one!).
-Rissy
Post a Comment