... HEIM!!!!!
Fyrir þá sem ekki vita nú þegar þá erum við að flytja heim til Íslands í lok júlí. Við tókum þessa ákvörðun þar sem það er ekkert að gerast hérna úti í atvinnu málum fyrir Davíð en hann fékk vinnu heima á Íslandi á lögfræðistofu sem er bara alveg hreint frábært :D.
Það er búið að velta fram og til baka flutningum síðan þessi ákvörðun var tekinn og Moli er búinn að fara í ófáar dýralækna heimsóknirnar og á eina eftir en þa ðsem er efiðast við að flytja svona er að Moli þurfi að fara í einangrun :S. Annars hefur allt gengið vel. Við fórum til Virginiu til að fara í gegnum geymsluna og ná í dót sem við þurfum núna strax og til að setja dót í geymsluna sem við þurfum ekki strax. Við erum búin að taka ákvörðun um að Davíð fer í október og þá verður dótið flutt heim í gámi þar sem það var aðeins of strembið að reyna að gera það núna áður en við förum í júlí.
Annars er ég rosalega glöð að segja ykkur að ég er komin með vinnu líka :D. En ég fer aftur í Björnsbakarí sem ég er alveg í skýjunum með enda alveg rosalega þægilegur vinnutími (7:30-13) alla virka daga en þessi vinnutími hentar fullkomlega með náminu sem ég stefni á að fara í og er á sama tíma að koma með peninga inn á heimilið :D.
Fyrstu mánuðina eftir að við komum heim verðum við í Vesturbænum hjá tengdó fyrir þá sem eru forvitin um það :D.
En nóg um það, mér fanst vera kominn tími á að segja ykkur að við værum að koma heim og að við séum mjög spennt :D.
Knúsar og Guð veri með ykkur :D
Fjóla og co
2 comments:
Jibbí! :)
Kv. Bára
Vúhú! :D Ég er mætt og hlakka svooo til að fá þig heim :D :D :D
Post a Comment