Monday, October 29, 2007

Jæja hvað finnst ykkur?

Þetta er Papillon tíkin sem við erum að spá í að fá okkur. Hún er eins og þið sjáið gull falleg og rosalega mikill orku bolti. Hún fer í aðgerð á fimmtudaginn og ef við ákveðum að taka hana þá fæ ég hana ekki næstu helgi heldur þarnæstu helgi s.s 10 nóvember.
Endilega látið mig vita hvað ykkur finst.

Kveðja Fjóla

Saturday, October 27, 2007

Hvað skal gera

Núna er ég í mikilli sálar kreppu yfir hugsunum mínum þessa dagana.
Ég er búin að fá second thought um hvort ég eigi að halda mig við að fa Griffon hvolp seint næsta sumar 2008 eða hvort ég eigi að fá mér Papillon hvolp sem hefur líka alltaf verið ofarlega á lista hjá mér.










Kostir Papillon:

1. Ekki eins dýrir
2. Mola kemur vel saman við þá tegund
3. Ekki eins erfitt að komast yfir réttan hund (get skoðað og valið á nokkrum stöðum)
4. Rosalega duglegir hundar (hlýðni, hundafimi o.s.fv.)
5. Fallegir audda
6. Kanski ekki eins húsbónda hollir og Griffoninn (veit að Griffoninn á það til að tengast ofur böndum við einn í fjölskyldunni)
7. Þurfa ekki mikla feldhirðu











Kostir Griffon

1. Mig hefur alltaf langað í þessa tegund
2. Vinnuglaðir hundar
3. Myndi fá hund hjá tveim konum sem mér líkar rosalega vel við og treysti fullkomlega
4. Rosalega fallegir audda
5. Fara ekki úr hárum

Svo ég segi bara alveg satt og rétt frá þá er ég svo hrædd um að ég sé bara að velja Griffon bara fyrir mig. Ég er þá ekki búin að hugsa útí Mola og Davíð alveg 100%. Mig langar svo mikið í Griffon að það er farið að loka fyrið allt annað. Ég veit að Mola kemur vel saman við þá Papillona sem hann hefur hitt og tel ég það vera vegna þess að þessar tegundir eru svo líkar á svo margan hátt. Ég tel að það hái soldið Griffoninum hvað hann er klesstur og eru þá sumir hundar sem skilja þá ekki útaf því.
Það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér en þetta er það sem ég er að hugsa núna. Það þýðir ekki að ég ætli aldrei að fá mér Griffon. Málið er bara það að þeir eru dýrir eins og staðan er hér á Íslandi akkúrat núna og ekki er komin mikil reynsla á þá hérna heima.
Ég veit að Moli yrði góður með Papillon en ég er ekki viss með Griffoninn út af reynslu minni með hann og þeim Griffonum sem hann hefur hitt. Ég vil alsekki lenda í því að vera með tvo hunda sem kemur ekki 100% saman. Svo er það líka málið hvort það fæðist yfir höfð Griffon tík sem ég get fengið þar sem Griffoninn er ekki þekktur fyrir að vera með stór got og ég veit að ræktandinn ætlar að halda tík ef hún kemur. Þannig að ég er búin að bíða allan þennan tíma og svo verður ekkert úr því það yrði ansi fúlt. Mér þykkir samt leiðilegast af öllu að vera að hætta við, útaf ræktendunum.
Svo ég spyr hvað er best að gera? Ég hefði gaman af því að heyra hvað ykkur finnst

Kveðja Fjóla og Moli

Thursday, October 25, 2007

Papillon, Papillon, Papillon


Jæja þá er ég aftur dottin á Papilloninn minn. Þetta eru bara svo frábærir hundar og ég er altaf að sjá það meir og meir. Ég veit að Rissy er sammála mér.

Jæja þetta er það sem ég er að hugsa um núna þessa dagana.

Kv Fjóla

Wednesday, October 17, 2007

Myndir frá Flórída í september!

Við Davíð sæti ;) skelltum okkur í mini golf á alveg rosalega heitum degi þannig að við fórum soldið hratt í gegnum brautina en það var samt rosalega gaman eins og má sjá á okkur

Við fórum nokkrusinnum út að borða með afa og ömmu og þarna erum við að snæða á Long Horne sem er als ekki svo hakkandi galinn staður... réttara sagt bara mjög góður

This one is special for you Marisa ;9 LOVE YOU ;)

Við ákváðum að prófa að skella okkur í Sea World í þettað skiptið og var það bara alveg hreint ágætt.

Sáum risa hestana svakalega eru þeir flottir finst ykkur ekki. Ég á mynd af mér frá því ég var lítil þar sem ég held utanum fótleggin á life sice styttu af svona hesti og næ held ég ekki upp fyrir sokkana á fætinum svakalegt.

Við sáum Belive sýninguna í Sea World með Shamu svakalega flott

Davíð fór í þennan hérna... ekki gáfulegt :S. Davíð er fyrir framan gæjan með hendina upp í loftið

Ég að skoða fiskana gegjað stuð
Njótið vel en ekki gleyma að sjá myndbandið af Mola fyrir neðan han er náttúrulega bara sætur :D
Guð blessi ykkur öll sömul eða eins og Tim litli segir það í Christmas Carol God bless us every one ;)
Kveðja Fjóla

Litli Varúlfurinn


Þetta er held ég það fallegasta sem ég hef séð Mola gera.

Njótiði vel litla varúlfsins míns

Friday, October 12, 2007

Skemmtileg árshátíð síðustu helgi og Knútur kanína!

Á laugardaginn síðasta hittumst við gamla g+oða MH gengið og áttum góðan dag saman. Elskurnar þær Karó, Annika og Hildur Æsa voru búnar að skipuleggja daginn og byrjaði hann á mjög svo skemmtilegum ratleik. Liðonum var skipt svo: Ég, Tommi og Rakel á móti Davíð, Guðbjörgu og Völu. Að sjálfsögðu var keppnisskapið til staðar og ætluðu bæði lið að rústa hinu.
Við byrjuðum á því að heimsækja Benivendum þar sem við vorum öll vígð inn í MH. Við vorum fyrst á staðin audda og fengum því fyrst vísbendingu. Næst lágu leiðir okkar í garðin sem er rétt hjá MH (man ekki hvað hann heitir :( ). Við vorum því miður ekki fyrst þangað og var það heldur fúlt þar sem Davíð, Gugga og Vala elskuðu að núa okkur um nasir. Við þurtum að taka þátt í smá jóga æfingum sem Karó sáum og svo máttum við fara af stað. Þarátt fyrir að vera meira en 4 mín á eftir hinu liðinu mættum við samt fyrst á 3. hæð Kringlunar rtil að syngja fyrir Hildi Æsu Gleði, gleði, gleði þrisvar sinnum.
Næst var brunað upp í Hlíðar skóla þar sem tók við hver er maðurinn og bjór og Baylis drykkja. Ég varð að taka þátt í vitleysunni þar sem ekki var hækt að láta Rakel eina drekka allt þetta sull. Við náðum að giska á alla á met tíma eða Tryggva, George Cloony og Mig ;) og drifum okkur þá afstað þar sem beið okkur SIGUR :D HA HA HA HA.
Við fengum freiðivín í verðlaun og gátum við ekki verið sáttari. Reyndar átti hitt liðið engan séns þar sem ég var með Bronsmerkið okkar Mola um hálsin og Tommi er víst Captain America... trúið þið mér ekki? Jæja sjáið þið það þá bara sjálf!
Eftir leikin fengum við okkur svo nesti og heitt kakó í boði Hildar fyrir utan Laugardals laug og skeltum okkur svo í heitu pottana og í körfubolta strákar á móti stelpum en þá var Kalli kallin hennar Karó kominn í hópinn. Við fórum svo og rendum okkur nokkrumsinnum í rennibrautinni og svo var bara að gera sig til fyrir kvöldið en við fórum út að bora á Vegamót rosalega gaman. Þar kom svo restið af genginu og borðaði með okkur góður endir á góðum degi ;).

Ég lenti svo í því um daginn þegar ég var úti að labba með Mola að finna kanínu unga. Það er hús rétt hjá mér þar sem er fullt af kanínum fyrir utan og var litla skinnið búinn að tína þeim hann var komin yfir brúna og vissi ekkert hvert hann átti að fara. Ég tók hann með mér heim þar sem það voru strákar sem vildu kaupa hann af mér og ekki vildi ég að það gerðist og það var líka svo blautt og hann var svo hræddur. Ég hugsaði að kanski gæti ég komið honum einhvert eins og t.d. í húsdýragaðinn en því miður er hann fullur af kanínum. Ég ákvað því að sleppa honum aftur til hinna kanínanna og vona bar það besta því ekki gat ég fyrir mitt litla líf farið með hann á dýralæknastofu og látið lóga honum hann var bara of sætur til þess. Það var mjög freistandi að eiga litla greyið enda elskaði Moli hann gjörsamlega út af lífinu en við byrjuðum á því að kalla hann Knút Kanínu. Ég skelli inn myndum af skottinu og þið megið dæma sjálf hvort hann sé ekki sætur :D.

Njótið helgarinnar og ef ykkur leiðist megið þið kíkja á mig í vinnuna á Hringbraut bæó :D

Fjóla ;D

Wednesday, October 10, 2007

In honour of Spiter PIG

Þar sem þetta er snildar lag úr The Simpsons movie datt mér í hug að leifa ykkur að njóta með mér nokkra klippna af hinu góða youtube. Njótið vel



Hérna er lagið á nokkrum túngumálum soldið cool



Og svo the real thing :D

Vonandi höfðuð þið eins gaman af þessu og ég ;)

Kveðja Fjóla

Tuesday, October 09, 2007

Konu brjóstahaldara lagið

Þetta er semsagt lagið Ladies Bra's með Jonny Trunk & Wisby sem komst m.a. inn á top listann hjá Bretum, og kann að vera styðsta lagið sem það hefur gert.

Thursday, October 04, 2007

Creepy creepy creepy creepy :S

Þessi er ansi óhugnarleg en góð


Þetta er það sem stendur á speglinum: Schizophrenia can be treated seek help

Wednesday, October 03, 2007

Lífið þessa dagana

Gamlar minningar rjúka upp þegar maður sér gamlar myndir af Mola mínum bara sætt hvolpa skott. Fær mig til að geta ekki beðið eftir að fá annað skott til mín en ég bið og vona að allt gangi upp með Robba og Tyru :/.

Ég er eins og er að vinna á Hringbrautinni þar sem ekki tekst að ráða neinar manneskjur í vinnu í þessu Bakaríi alveg ferlegt ástand.

Marisa er að fara til N.Y. á morgun og ég á eftir að sakna hennar en ég veit að hún á eftir að skemmta sér allt of mikið til að sakna okkar hérna á klakanum ;).

Ég er altaf að skipuleggja framtíðina okkar í huganum alveg stanslaust og get ekki beðið eftir að það fari einhvað skemmtilegt að gerast í lífi mínu. Næstu skemmtileg heit eru Jólinn :D sem er ekki fyrr en eftir þrjá mánuði :(.

Moli er ynndislegur og lang skemmtilegastur. Við fórum saman í Hundafimi eftir margra margra mánaða pásu og ég bjóst nú ekki við því að hann myndi standa sig vel en nneeeiii min þaut í gegnum allt saman og gjörsamlega elskaði að vera með mömmu sinni að leika sér í tækjum og fá nammi ;9.

Ég ætla að reyna eins og ég get að fara út um páskana með Davíð til flórída og taka bílprófið og kaupa bíl Mustang JE BABY ;). Svo myndi ég svo vera í hundasnyrtiskólanum í 2 mánuði eftir það eða út maí. Planið er svo að koma heim og vinna og fara svoaftur út um miðjan júlí og vera í svona 3-4 vikur. Planið er að keyra til Virginíu fylkis á nýja Mustangnum JE BABY ;) og fara að heimsækja Clint og Jennifer, Colby og Annie og Jayson og konuna hans en þetta eru allt Ameríkanar sem komu og voru hér á Íslandi í sambandi við The Iceland prodjegt. Ég get ekki beðið :D
Tengdó, Guðlaug og Benjamín koma í mat á föstudaginn og ætla ég (þar sem ég er svo heilsusamleg) að bjóða engöngu upp á grænmetis rétti. Svo á bara að hafa það kósý og spila eða horfa á imban.

Á laugardaginn er svo fyrsta árshátíð MH gengisins og ég hlakka gegjað til. Við erum öll í hálfgerðri óvissu um hvað á að gera þar sem nokkrar stöllur ákváðu að taka að sér að skipuleggja allt þetta árið. Það eina sem við vitum er að við eigum að klæða okkur eftir veðri, vera með pening, sundföt, snyrtivörur og ... ja það er nú eginlega allt sem ég veit. Ég hlakka SVO til :D.
Um helgina er svo hundasýning HRFÍ og ég og Moli verðum valla langt undan en ég verð mjög líklega á sýningar bás á sunnudeginum og ég ætla að taka daginns snemma á sunnudeginum og mæta með Berglindi frænku að sjá Griffonana og heilsa upp á Ástu Maríu og Robba og líka Sillu og Tyru audda ;).

Annars hef ég verið að pæla hvernig geta þrjár ungar og gull fallegar konur verið sáttar með að deila á milli sín einum 83 ára kalli? Eru þærr kanski bara einfaldari en við hinar eða kanski bara miklu klárari en við hinar? hvað finnst ykkur? Ef þið eruð ekki búnin að fatta um hvaða gellur ég er að tala þá eru það þær Holly, Birdget og Kendra kærustur Hugh Hefner.

Jæja ég hef þetta ekki lengra í þetta skiptið en megi Guð blessa ykkur og varðveita og láta ykkur fá samvisku bita að vera ekki að commenta hjá mér ;) Nei bara DJÓKA (eins og Marisa myndi segja)


Kv Fjóla