Sunday, April 29, 2012

BUMBUMYND ;D

Þá er maður komin 27 vikur í dag og bumban stækkar óðfluga, ekki laust við að mér finnist ég vera orðin ansi stór :S. 

Skemmtilega helgi með skemmtilegum kalli ;D

Helgin er búin að vera sú besta með minni háttar skapsveiflum þrátt fyrir stækkandi óléttu bumbu ;D. Á laugardaginn þrifum við allt hátt og lágt hérna heima og er all núna hreint og fínt. Við stóðum okkur líka vel í að hreyfa okkur, sérstaklega Davíð. Dagurinn í dag byrjaði vel með leikfimi og svo kirkju. Eftir það fórum við heim og skemmtum hvort öðru með spili og brandörum en myndirnar segja restina.

 Ég að velta fyrir mér næsta múvi ;D

 Davíð minn í góðum gír ;D

 Ég reitti af mér brandarana en þarna er hinn sígildi, "Ég heyri ekkert ég er með PEÐ í eyrunum" ;D.

I have now words ;D

Knúsar héðan ;D

Sunday, April 22, 2012

26 vikur í dag :D


Jæja í dag er ég komin 26 vikur á leið og kúlan stækkar virðist vera ;D. 

Thursday, April 19, 2012

Myndir frá deginum í dag :D.

Ég átti frábærann dag í dag með vinum og fjölskyldu og það var tekið fult af myndum. Njótið :D.

Moli minn fallegi þessar mynd og þessi fyrir neðan eru reyndar teknar fyrir nokkruym dögum eru bara svo flattar af öldungnum mínum sem er orðinn 7 ára gamall :D.

Aris að skemmta sér í göngfunni okkar í dag
FUN FUN FUN:D
Moli upptekinn að gera árás á Nóa og Ylfa að reyna ða fá hann að leika við sig ;D
Moli að bögga Nóa... ekkert nýtt þar ;D
Rólegur að fylgjast með Nóa ;D
Hunda hrúa ;D
Þeir sem þekkja Mola vel þá vita þeir hvað þetta þýðir
ÁRÁS ;D
Stelpurnar að njóta sín í botn :D
Fallegar skvísur

Nói flottasti
Þau fundu fisk
Þetta er mjög tíbísk sjón, Moli að öskra eitthvað í eyrað á Nóa og Nói lætur eins og ekkert sé ;D
Fallegasi :D
Ylfa að tala við Mola sinn
LEIKA!!!
F'ina flotta Aris
Emma sín
Ylfa
Við fengum svo pabba, mömmu, Hlyn, Dísu og Adrían í heimsókn í hamborgara og pulsur
Ég gerði hamborgarana sjálf enda miklu betra þannig ;D
Davíð var svo duglegur að setja upp hengirúmið úti í garði :D
Við tókum eitt spil en þarna er pabbi að leika flugfreyju og það var ÓGEÐSLEGA FYNDIÐ ;D

Takk fyrir daginn.

Knúsar Fjóla og Lillinn

Tuesday, April 17, 2012

Bumbuskoðin á morgun ;D

Jæja þá er ég komin 25 vikur og 2 daga á leið þannig það þýðir að á morgun förum við til ljósmóðurinnar okkar. Ég er spennt að sjá hvað hún hefur að segja og hvað verður gert fyrir utan eitt auðvita... fara á vigtina :S þetta er svona óumflýjanlegt og þú VEIST að þú ert búin að þyngjast þannig að it will always be bad :9.
Annars fengum við pabba og mömmu í mat í gær í Pot roust sem var bara glettilega gott, eldað í langsuðupottinum okkar og borði fram með gulrótum, sætum- og venjulegum karteflum bakað í ofni og salati.
Það gengur annars allt vel með litla kallinn í bumbunni, ég er núna síðastliðnar vikur farin að finna fyrir honum allann daginn núna ekki bara á kvöldinn þegar ég leggst niður til að fara að sofa. Ég er samt enþá soldið þreytt eftir að ég kem heim og finn að ég þyrfti að leggja mig oftar en ég geri þannig að ég ætla að ræða það við Ljósmóðurina og sjá hvað hún segir.
En það eru allar líkur á því að hún Verónika vinkona í VIrginíu ætli að vera svo yndisleg að taka með rólu fyrir kallinn þegar hún kíkir til Íslands í sumar en það kemur betur í ljós seinna ;D.
En nóg með það ég ætla að koma mér í það að klára að lesa fyrir vokuna og reyna að byrja á fyrsta verkefni vikunar í skólanum ;D.

Knúsar Fjóla og töffarinn ;D

Friday, April 13, 2012

Nokkrar myndir frá páskunum :D

Við áttum alveg yndislega Páska hátíð við hóninn en ég setti inn nokkrar myndir sem ég hafði tekið yfir páskana.
Þarna er páksa lambið en við buðum pabba, mömmu, Hlyn, Dísu og Adrían til okkar en p og m útveguðu lambið. Við settum það í poka með 500 g af smjóri ásamt hvítlauk og kryddjurtum, lokuðum pokanum vel setum lærið í pott og fyltum hann af volgu vatni. Lærið var svo sett inn í ofn í 18 klukkutíma við 67°C.
Allir að borða forréttinn
Þarna er svo aðalrétturinn umm hvað lærið var trubblað :D.
Við kenndum svo famelíunni spil sem heitir sett og það sló í gegn :D

Á Páskadag fengum við svo tengdó og Guðlaugu til okkar í hádegis mat en ég bakaði bollur, skínku horn og lúxusflétur með marsipani og súkkulaði :D

Jæja ég held ég skelli mér út með Mola minn núna þar sem ég er alveg að miggla að vera hérna heima :S.

Knúsar Fjóla og litli kall

Thursday, April 12, 2012

Vorum að fjárfesta í...

Þessari glæsi kerru :D. Hann Benjamín frændi ætlar að vera svo yndislegur að taka með kerruna fyrir litla frænda sinn en við getum nefnilega fest barnabílstólinn á kerruna sem er SNILD :D. Kerran er líka með göngumæli svo við getum vitað hvað við höfum labbað lagt sem er gegjað fyrir okkur Mola. Kerran er líka með innbyggða hátalara sem hækt er að tengja mp3 spilara við sem er enþá meiri snild :D.
Viðldi bara deila þessu með ykkur en ef þið viljið kinna ykkur kerruna enn frekar þá er myndband á þessum link http://www.toysrus.com/product/index.jsp?productId=10860246&prodFindSrc=rv.

Knæusar Fjóla og litli kallinn ;D

Wednesday, April 11, 2012

Myndir af vagninum :D

Jæja þá loksins er ég búin að taka myndir af vagninum :D.

Moli var píndur í að vera með á myndunum ;D
Svona er griðpurinn og er alver eins og nýr :D
Var látin þykjast lúlla í burðarrúminu sem er innaní vagninum ;D.
OG var með einhvern kjánalegan svip allan tíman enda var hann altaf að reysa sig upp og við urðum að vera fljót að taka mynd ;D.

Knúsar Fjóla og Drengurinn

Tuesday, April 10, 2012

24. vikur og 2 dagar

Jæja það er klárlega kominn tími á bumbu mynd endar vex hún óðfluga. Þessi mynd er tekin núna rétt áðan en í dag er ég komin 24 vikur og 2 daga :D.

Moli okkar 7 ára

Elsku bestasti Molinn okkar er 7 ára í dag. Það er merkilegt að huksa til baka til þess tíma þar sem Moli var ekki partur af lífi okkar en það er eitthvað svo rosalega óhugsandi.
Litli prinsinn okkar er hress eins og hross og lætur það ekkert sjást að hann er komin á um miðjan aldur. Hann fékk labbitúr hjá pabba sínum núna í hádeginu og fær alveg öruglega annann í kvöld með okkur báðum auk þess að fá fult af góðum mat í tilefni dagsins.
Við erum svo þakklát henni Kollu að hafa treyst okkur fyrir að eiga hann Mola okkar og getum ekki ímyndað okkur líf án hans :S.
Takk fyrir að vera til elsku Moli og fyrir að vera bestasti hundur sem völ er á. Við vonum að þú verðir með okkur í að minsta kosti 7 ár í viðbót.
Afmælis knúsar
mamma og pabbi :D

Monday, April 09, 2012

Búin að vera léleg :S...

... að blogga. En ég ætla að reyn að bæta úr því.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur um páskana í boðum og að fá fólk til okkar í mat. Við erum búin að broða ALLT OF MIKIÐ af páskaeggjum eins og kanski venjan er ;D. Mig hlakkar ekkert til að fara í vinnuna og að vyrja nýja viku í skólanum :S.
Við förum í 25 vikna skoðun í næstu viku (hélt að það væri í þessari viku, er greininlega einni viku á undan áætlun ;D). Annars finnst mér það hálf ótrúlegt að það séu mánuður frá því að við fengum að vita að við eigum von á strák :D.
Mig er farið að langa alveg hrillilega mikið fara að ákveða nafn á piltinn en það ætlar að reynast erfitt ;D.
annars hef ég það gott ef ég fer yfir meðgöngu kvartanirnar ;D. Ég borða bara allt of ikið finnst mér, er oft mjög þreytt og kæruleisið þegar að kemur að náminu og því sem þarf að gera er ROSALEGT :S.
Mér finnst eins og apríl sé að verða búinn eða að minsta kosti hálfnaður en er að átta mig á því núna að það er bara 9. :S.
Annars fer að líða að því að Benjamín komi frá USA og við förum að pannta kerruna okkar sem ég get ekki beðið að fara að gera :D. Annars er ég að fatta það núna að þið eruð ekki einu sinni búin að fá mynd af vanginum okkar... þarf að redda því sem fyrst ;D.
Annars erum við á góðri leið með að vera komin með allt það nauðsynlegasta áður en strákurinn mætir s.s. föt, slatta, frá 0-6 mánaða, snuddur (fult af þeim), rúmið, bað bala, taublayjur, vagn, barnabílstól, brjóstapumpu, burðarpoka, búin að redda að fá lánaða vöggu og eitthvað fleira sem ég man ekki. Það sem vantar er sæng og köddi, sængurver, ömmustól, matarstól (þarf ekki einn tveir og 10 augljóslega), brjóstagjafa púða og eitthvað fleyra sem ég man ekki eins og er.
En nóg með það ég heæd ég fari að koma mér í háttinn svo ég hafi einhverja orku í vinnunni á morgun :S.

Góða nótt og Guð veri með ykkur öllum.

Fjóla og Stráksinn