Jæja þá er komið að því, við erum að leggja afstað frá Flórída á morgun :S. Við förum héðan kl 6 að kvöldi til og keyrum eins lengi og við getum áður en við drepumst úr þreytu en þá stoppum við og finnum eitthvða hótil til að gista á. Morguninn þar á eftir keyrum við það sem eftir er að geymslunni okkar í Viginíu en við erum með slatta af dóti sem þarf að fara þangað.
Eftir það er svo bara að fara út á völl og fara heim... VÁ hvað það er skrítið.
Mig er farið að kvíða svoldið fyrir því að setja Mola minn í einangrun en bið bara Guð að passa upp á hann og að fólkið sem sér um hann fari vel með elsku prinsinn minn.
Annars fórum við hjónin að sjá Harry Potter en það var sko ekki vandræðalaust en þegar myndin byrjaði var skjárinn allur í hakki og við urðum að fara og fá endurgreiðslu. Við fundum annað bíó og fórum seina um kvöldið á hana og VÁ hvað hún var frábær. við fengum sérstök Harry Potter 3D gleraugu egjað cool :D.
En nóg með það ég get bara ekki beðið að koma heim og hitta alla en ég keyfti líka hælaskó fyrir brúðkaupið hjá Báru og Ásgeiri ekkert smá sátt :D.
Knúsar og Guð veriu með ykkur
Fjóla og co
1 comment:
It's so weird that you are moving home! We will be praying for your transition back into the Icelandic life and for our little nephew Moli. We love you guys very very much and look forward to spending time with you next time we are in Iceland! Keep this blog updated and let's have a skype date soon. Love you love you love you! -Rissy
Post a Comment