Þá er ekki langt í að ég komi til hennar Helgu minnar færandi hendi með íslenskar flatkökur og hangikjöt ásamt íslensku nammi því það er ekki til betra nammi en íslenskt nammi.
Ég fer á fimmtudagsmorguninn eldsnemma og er komin til Noregs um kl 11 held ég. Ég þarf að fara að vesenast í bankamálum og reyna að fá einhvern gjaldeyri svo ég geti allavegnana haft fyrir mat fyrir mig þarna úti og við sjáum hvernig það fer. Ég á sem betur fer evrur frá Spánarferðinni okkar sem ég ætla að taka með mér út og fá að skipta í norskar í bankanum úti.
En annars er alveg nóg að gera hjá mér hellingur alveg en nóg um það seinna.
Hef það ekki lengra í bili Fjóla Noregsfari.
Spennandi tímar framundan
11 years ago
3 comments:
Það á sko eftir að vera gaman hjá ykkur það veit ég verður að taka fullt af myndum og setja svo inn á bloggið :)
Kristín
have a good trip baby!
Oh, ég get ekki beðið eftir að fá þig í heimsókn!!! En hafðu ekki áhyggjur af gjaldeyrinum, ég á nokkra aura og svo áttu að geta tekið eitthvað útúr hraðbönkum þegar þú kemur hingað út þó það sé takmarkað.
Hlakka svo til að taka á móti þér á lestarstöðinni í Osló!
KNÚS :D
Post a Comment