Vilhjálmur tók meira að segja tvö lög sjálfur og vá hvað það var flott. Manni leið eins og maður þekkti Villa Vill í eigin persónu eftir að heyra frásagnirnar af honum og sjá myndirnar og góðlegu augun hans. Það er sko alveg á hreinu að þessu maður hafði mikinn sjarma og hefur verið dásamlegur maður. Ég reyndi mikið að fella ekki tár en það var óumflíanlegt þegar að Hrafninn var flutur sem er eitt að mýnum uppáhalds lögum þrátt fyrir að vera flutt af Bubba sem ég er ekkert sérstaklega hrifin af en hann gerið það mjög vel. Það er líka svo rosalega magnað hvað textarnir eru rosalega miklir og áhrifaríkir enda skiptu textarnir Villa miklu máli og frammburður þeirra.
Ég er æfinlega þakklát að hafa átt Ellert Borgar sem skólastjóra þegar ég var barn og fá Villa Vill strax inn í líf mitt og að læra að meta hann eins og ég geri í dag þetta er og verður lílega alltaf minn upppáhalds Íslenski söngvari.
Fjóla Dögg
2 comments:
Oh, ég hefði nú alveg verið til í að fara á þessa tónleika með þér Fjóla mín. En gott að heyra að þeir voru velheppnaðir. Ég fór í Storsalen með Höllu í kvöld og það var svakalega fínt alveg svona 500 manns þarna en samt ósköp notalegt og fín tónlist.
Stórt knús frá mér og Fróða
Oh já þessir tónleikar voru æði! Takk fyrir frábæra dag ;) Ellert er æði að hafa kennt okkur öll þessi frábæru lög :)
Post a Comment