Jæja það er búið að vera brjálað hjá mér að gera í morgun. Ég er komin með hvorki meira né minna en fjóra hunda í snyrtingu þrjá chihuahua og einna Poodel. Ég verð með tvo á föstudaginn og svo tvo á þriðjudaginn og hlakka ég ekkert smá til að spreyta mér á þeim.
Á morgun koma svo Berglind frænka og Jón Ómar ásamt Báru og Ásgeiri í mat og hlakka ég mikið til þess enda ekki búin að sjá þau í þúsund ár..... eða svona næstum ;). Ég ætla ekkert að fjalla hér um hvað verður í matinn fyrr en eftir kvöldið þar sem gestirnir lesa þetta blogg og það á að koma á óvart :D. En þau eiga von á góðu ef allt heppnast vel.
Föstudagurinn minn er gjörsamlega troð fullur. Ég byrja á því að fara með Mola minn í hundaæðisbólusetningu kl 9:30, strax eftir það fer ég að hitta Hafliða með Davíð mínum, svo er að vesla með Rakel fyrir MH Árshátíðina okkar sem er á laugardaginn, þar næst koma svo tveir hundar í snyrtingu annar kl 1 og hinn kl 3. Kvöldið er þó meira og minna laust sem er gott því við þurfum að undirbúa Árshátíðina.
Jæja hef það ekki lengra. Guð blessi ykkur öll og varðveiti
Kær kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
2 comments:
speaking of dinner stinky...it has been almost 2 weeks since we have seen your little faces...and that is 2 weeks too much. SO i vote that we make our men settle down for an evening next week? hhhmmm???
love you...RISSY!
Yes darling I compleadly agree
be in tuch
Fjóla
Post a Comment