Thursday, July 10, 2008

Komin heim ;)


Við erum komin í sólina og sumarið á Flórída. Flugið var langt og leiðinlegt en við vorum í nýu vélinni þar sem hver og einn farþegi er með sinn eigin skjá fyrir framan sig og getur valið hvað hann horfir á en þú þarft að kaupa aðgang að bíómyndunum sem mér finnst rosalega lélegt og kostar það hvorki meira né minna en $10!!! Eins og margir vissu vorum við soldið stressuð að koma inn í Bandar+íkin í þetta skiptið þar sem Davíð fékk erfiðar spurningar þegar hann kom að heimsækja mig í maí. Við báðum fyrir þessu ásamt fleyrum og viti menn þar sem Guð er ekki bara góður heldur BESTUR þá vorum við ekki spurðar neinna erfiðra spurning heldur bara "Welcom home" sem var akkúrat það sem við þurftum að heyra.
Við vorum svo vakin í morgun af pabba og mömmu sem er nú allt í gúddí, tókum upp úr öllum töskunum, skokkuðum 2 hringi og skelltum okkur svo á IHPO og fengum okkur morgunmat, ég ommilettu, ristað brauð og hasbrowns og Davíð egg, bacon og all American panncakes :D. Við höfum tekið því frekar rólega og munum gera það í dag, fórum nú samt og versluðum inn og keyftum okkur smoothys í hádeginu loksins loksins mmmm..... Núna sitjum við hérna inni og hlustum á Casting Crowns sem Helga vinkona lét okkur fá, mjög hugljúf og holl tónlist fyrir sálina að hlusta á.
Í kvöld er svo planið að fara bara á Sonny´s BBQ og verður það nú aldeilis fínt. Spurningin er núna hvort ég fari út í sólina í svona 1-1 1/2 klukkutíma eða slappi bara af meðan Davíð lærir fyrir bílprófið sem hann fer í í fyrramálið? Ég ætla að reyna ða vera dugleg að setja inn myndir fyrir ykkur svo þið getið fylgst með okkur alveg svo að ykkur líði ekki eins og þið séuð útundan ;9.
Guð blessi ykkur og gangi ykkur rosalega vel heima á Íslandi.

Kv Fjóla og Davíð
Moli minn daginn sem við fórum út í sólbaði hjá afa og ömmu alveg að kafna úr hita. En þessi mynd finnst mér sértaklega falleg þar sem það er alveg eins og hann sé að borsa og segja
"É ekka si"

2 comments:

Helga said...

Velkomin heim :) Frábært að allt skyldi ganga svona vel. Vonandi eigið þið bæði æðislegan dag.
Knús frá mér og Fróða

Anonymous said...

Frábært að allt gekk vel =)
Sætar myndir af Mola =)
Hlakka til að fá strákinn í pössun...

Kveðja Kristín, Sóldís (sem er í sveitasælunni) og Aris