Maðurinn minn KLUKKAÐI mig sem þýðir víst það að ég á að nefna átta hluti sem lýsa mér.
1. Ég trúi á Jesú Krist og vil fylgja honum sem best ég get og gera hann stoltan af mér ;)
2. Ég er gift yndislegum manni sem heitir Davíð og er hann ljósið mitt
3. Ég elska hunda alveg út af lífinu og á bestasta hundinn í heiminum hann Mola sem er Chihuahua
4. Fjölskyldan mín skiptir mig miklu máli og vil ég alltaf eiga góð samskipti við hana
5. Ég elska að hafa kósý kvöld með Davíð mínum heima þar sem við horfum á bíómynd og nöslum einhvað
6. Ég er hálfgerður Ameríkani í hjartanu og hlakka til að flytja út til Bandaríkjanna í byrjun árs 2009
7. Ég srefni á að læra eins mikið og ég get um hunda og gera það að æfistarfi mínu
8. Góðir traustir vinir skipta mig miklu máli og að eiða tíma með þeim. Mitt mottó er frekar færri vini en trausta en fleiri ekki traustsins verða.
Að lokum langaði mig bara að segja að við Davíð höfum verið að velta því fyrir okkur að ég fari út til Flórída í 3 mánuði að læra Hundasnyrtinn svo ég sé búni að læra einhvað þegar við flytjum þannig að ég geti byrjað að vinna við það þegar við flytjum. Hugsunin núna er að fara í byrjun Janúar og vera fram í lok Mars, langur tími að vera frá Davíð mínum og Mola mínum en ég tel þetta vera gott tækifæri auk þess sem það hjálpar til að vera í Bandaríkunum í lengri tíma út af grænakortinu. Ég yrði þá alein í íbúðinni úti en ég ætla að reyna hvað mest að fá fólk til að koma í heimsókn til mín þá meina ég pabba og mömmu, Hlynsa bróssa og Dísu, Davíð auðvita og tengdó.
Kv Fjóla ;)
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment