Hún var á gangi með eigendum sínum og hinum hundunum á heimilinu þegar að tíkin kemur hlaupandi upp að Seru, eigandi tíkarinnar lætur stelpurnar vita að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur að hún geri ekkert en nokkrum sekúntum seina er tíkin komin með Seru í kjaftinn og hristir og kremur hana til dauða. Árásin tók bara nokkrar sek og dó Sera stuttu eftir að tíkin stelpti henni.
Ég er í algjöru sjokki og trúi þessu bara ekki. Nú segi ég hundáfólk standið saman og hefjum upp raust okkar að fólk verði að hafa stjórn á hundunum sínum og leggja þá vinnu í þá sem þarf til að þeir geti lifað hamingjusömu og góðu lífi þar sem þeir eru undir jafnvagi.
Það er útaf svona hundum sem ég vil gera allt sem ég get til að vera besti hundaþjálfari og atferlisfræðingur sem Ísland hefur upp á að bjóða svo að svona hlutir þurfi ekki að koma fyrir.
Elsku Halldóra og Guðrún Guð blessi ykkur og veri með ykkur á þessum hræðilegu tímum.
Knús
Fjóla og Moli
No comments:
Post a Comment