Tuesday, August 28, 2007

Jæja þá styttist í Flórída!

Núna eru bara 10 dagar þangað til ég og Davíð komumst í mmmmjjjjjööööööögggg lang þráð frí allavegana að minni hálfu. Ég er eins og er ða vinna´a Hringbrautinni í Björnsbakaríinu þar vegna þess að það er svakalega mikill skortur á starfsfólki þannig að ef þið eruð að leita ykkur að vinnu og langar að vinna á skemmtilegum stað með skemmtilegu fólki endilega hringiði í Helgu í Björnsbakaríi ;).
Bóka skipið Logos II er búið að vera hérna í höfninni í Reykjavík og erum við Davíð búin að eiða þó miklum peningi þar í bóka kaup. Þetta er skip sem er rekið af sjálfboða vinnu og styrkjum, Kristið fólk sem vinnur þarna en er samt með meira en bara Kristilegar bækur ég fann t.d. fult af hundabókum.
Annars hef ég ekkert að segja í lífinu en bara Guð blessi ykkur og vonandi eigið þið góðan dag :D

over and out
Fjóla

Friday, August 17, 2007

Elsku Sera

Sá hræðilegi atburður átti sér stað í fyrradag (tel ég að sé rétt) að hún Sera Sól hálfsystir hans Mola var drepin af Bullmastiff rík.
Hún var á gangi með eigendum sínum og hinum hundunum á heimilinu þegar að tíkin kemur hlaupandi upp að Seru, eigandi tíkarinnar lætur stelpurnar vita að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur að hún geri ekkert en nokkrum sekúntum seina er tíkin komin með Seru í kjaftinn og hristir og kremur hana til dauða. Árásin tók bara nokkrar sek og dó Sera stuttu eftir að tíkin stelpti henni.

Ég er í algjöru sjokki og trúi þessu bara ekki. Nú segi ég hundáfólk standið saman og hefjum upp raust okkar að fólk verði að hafa stjórn á hundunum sínum og leggja þá vinnu í þá sem þarf til að þeir geti lifað hamingjusömu og góðu lífi þar sem þeir eru undir jafnvagi.

Það er útaf svona hundum sem ég vil gera allt sem ég get til að vera besti hundaþjálfari og atferlisfræðingur sem Ísland hefur upp á að bjóða svo að svona hlutir þurfi ekki að koma fyrir.

Elsku Halldóra og Guðrún Guð blessi ykkur og veri með ykkur á þessum hræðilegu tímum.


Knús

Fjóla og Moli

Wednesday, August 15, 2007

Hver er ég?

Maðurinn minn KLUKKAÐI mig sem þýðir víst það að ég á að nefna átta hluti sem lýsa mér.

1. Ég trúi á Jesú Krist og vil fylgja honum sem best ég get og gera hann stoltan af mér ;)
2. Ég er gift yndislegum manni sem heitir Davíð og er hann ljósið mitt
3. Ég elska hunda alveg út af lífinu og á bestasta hundinn í heiminum hann Mola sem er Chihuahua
4. Fjölskyldan mín skiptir mig miklu máli og vil ég alltaf eiga góð samskipti við hana
5. Ég elska að hafa kósý kvöld með Davíð mínum heima þar sem við horfum á bíómynd og nöslum einhvað
6. Ég er hálfgerður Ameríkani í hjartanu og hlakka til að flytja út til Bandaríkjanna í byrjun árs 2009
7. Ég srefni á að læra eins mikið og ég get um hunda og gera það að æfistarfi mínu
8. Góðir traustir vinir skipta mig miklu máli og að eiða tíma með þeim. Mitt mottó er frekar færri vini en trausta en fleiri ekki traustsins verða.

Að lokum langaði mig bara að segja að við Davíð höfum verið að velta því fyrir okkur að ég fari út til Flórída í 3 mánuði að læra Hundasnyrtinn svo ég sé búni að læra einhvað þegar við flytjum þannig að ég geti byrjað að vinna við það þegar við flytjum. Hugsunin núna er að fara í byrjun Janúar og vera fram í lok Mars, langur tími að vera frá Davíð mínum og Mola mínum en ég tel þetta vera gott tækifæri auk þess sem það hjálpar til að vera í Bandaríkunum í lengri tíma út af grænakortinu. Ég yrði þá alein í íbúðinni úti en ég ætla að reyna hvað mest að fá fólk til að koma í heimsókn til mín þá meina ég pabba og mömmu, Hlynsa bróssa og Dísu, Davíð auðvita og tengdó.

Kv Fjóla ;)

Thursday, August 09, 2007

3 ár



Við Davíð áttum 3 ára brúðkausafmæli á þriðjudaginn og elsku ástin mín kom mér á ófart og bauð mér í reiðtúr og vá hvað það var gaman. ég ætla ða láta myndirnar tala.

Eftir reiðtúrin fórum við svo út ða borða á Hótel Holt þar sem við fengum fjögra rétta máltíð sem innihélt austrufroðu og andakæfu, ál, Nautalund með andalifur kartöflum og rauðvínssósu og í eftir rétt var marenerað epli með baselikuískrapi allt mjög gott.
Annars hef ég ekki fleyra ða segja en bara Guð blessi ykkur öll og ég vil þakka honum fyrir frábær þrjú ár ;)
Takk fyrir Fjóla
p.s. Davíð ég elska þig meira en nokkru sini áður :D

Saturday, August 04, 2007

Jæja gott fólk hvernig lýst ykkur á þessa gullmola?

Núna er maður alveg að tapa sér eða hvað finnst ykkur? Þetta eru þriggja vikna Griffon stelpu skott sem ég er alveg að falla fyrir. Ég fer líklega að skoða þær á mánudaginn með Davíð.
Segið mér hvað ykkur finnst.

Kveðja Fjóla og Moli