Friday, June 22, 2007

Fleiri myndir

Jæja hér koma enn fleiri myndir af okkur hér á bæ
Við fórum á Kúluströnd eftir að Davíð kom heim í dag og svakalega var gaman hjá mínum að fá að hlaupa frá sér alla orku og geta svo bara slappað af það sem eftir er dags

Ein af honum á harða spretti

Manni var svo bara hent í sturtu þar sem maður þarf að vera alveg svakalega hreinn og fínn fyrir morgun daginn, sýning um helgina og ég og Moli verðum á Chihuahua básnum eins og svo oft áður. En eins og hver má sjá er Moli ekki neitt svakalega ánægður með að fara í bað en hann gerir það fyrir mömmu sína ;)

Svo ein að lokum af okkur Mola með Bronsmerkið okkar í blíðunni umkringd sóleyjum

Jæja Guð blessi ykkur öll og eigiði góða helgi dúllur
Kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Jón Magnús said...

he´s cute

Anonymous said...

Hæ hæ Moli bróðir.

Hafði upp á síðunni þinni gegnum síðuna hjá Aries bróður okkar. Mikið ert þú nú orðinn stór, sætur og fínn og til hamingju með bronsmerkið :) Það er búið að vera rosalega gaman að skoða myndirnar af þér :) Vonandi fáum við nú einhverntímann að hittast því það væri nú bara gaman að eiga myndir af okkur öllum þremur bræðrunum svona eftir að við "fullorðnuðumst" :)
Hafðu það rosalega gott kæri bróðir og endilega kíktu á heimasíðuna mína á http://leo.dyraland.is

Með bestu kveðju

Leo bróðir og mamma