Wednesday, May 16, 2007

Hundar, peningar og Danmerkur ferð

Það er fátt sem ég get hugsað um þessa dagana en að safna og safna peningum, verðandi hvolpur eftir ár og Danmerkur brúðkaupsferð sem er núna 26 maí. Ég er búin að vera að passa litla hvolpuinn hennar Helgu vinkonu núna eftir vinnu vegna þess að Helgar er alveg að farast úr flensu og hefur það verið gaman að fá smjörþefin af því að vera aftur komin með hvolp :D. Ég er búin að vera í sambandi við Sillu um að fá Týru Griffon lánaða í göngur með mér og Mola og er ég að spá í að skella mér út núna á eftir með þau tvö.
Annars er lítið að frétta af mér nema bara það að ég er að vinna eins og hestur til að fá eins mikið af peningum inn á heimilið og ég get til að geta keypt verðandi hvolp og svo við getum flut til Bandaríkjana eftir tvö ár án neinna vandræða. Það er alveg rosalega gaman að vinna í bakaríinu og við Marisa skemtum okkur eins og venjulega hressar og kátar á morgnana.
Ég ætla að láta fylgja með mynd af honum Sóma hennar Helgu og mér þegar hann kom í heimsókn um daginn.



Kær kveðja Fjóla bóla ;)

1 comment:

Anonymous said...

Ohh litli snúllinn minn :o)hrikalega sæt mynd af ykkur.

kveðja,

stolta amman ;)