Saturday, May 19, 2007

Fjöruferð og sumarbústaður


Jæja í gær eftir vinnu fór ég og náði í hundana Fróða og Sóma til mömmu þeirra og ákvað að fara með þá í smá fjöruferð. Kristín vinkona endaði með að koma með mér með Sóldísi og Júlíu Nótt og var ekkert smá gaman hjá þeim. Ég var að sjálfsögðu með myndavélina með og smellti af nokkrum myndum af dúllunum að skemmta sér í sandinum og sólarljósinu ;). Sómi byrjaði að grafa holu og þá urðu Fróði og Júlía að gera það líka. Eftir gönguna komu strákarnir með mér heim og lúlluðu í smá stund áður en þeir fóru í vinnuna til mömmu sinnar.

Eftir nokkrasr mínútur ætlum við Helga og Kristín að fara í bústað með alla hundana, fara í göngur, borða nammi, spila og horfa einhvað á the dog wispherer ;).
Ég verð með meira niðurhal af upplýsingum og myndum fljótlega.

Bestu sumarkveðjur Fjóla og Moli spennt fyrir hunda helgi ;D

No comments: