Jæja fyrsta blogg frá Californiu. Hvað hefur nú drifið á daga okkar hérna? Byrjum á því leiðilega, flugvélin okkar frá New York seinkaði um fimm tíma þannig að við vorum komin upp á hótel til tengdó kl að verða hálf sex að morgni. Strax deginum eftir fórum við svo í Disney og garð sem er samtengdur honum sem heitir California adventur park, það var alveg ofboðslega gaman allt fyrir utan það að ég fór í rússíbana sem var náð að plata mig í sem fór í hring og mjög hratt upp og mjög hratt niður og það var ekki gott, ég hélt svo fast í haldföngin að ég var með náladofa í höndunum. Þess má til gamans geta að ég sá Victoriu Backham með börnin sín ásamt fult af lífvörðum að chilla í garðinum, seinna meir þó voru paparadiarnir komnur að bögga hana ekki gaman.
Við fórum á laugardeginum í morgunmat á Goofeys Kichen og men og men hvað það er mikil sturlun og geðveiki. Þú gast fengið þér allt sem þér dettur í hug í morgunmat. Pízzu með pepparóní, pízzu með eggi, tómat og hakki, pízzu með hnetusmjöri og sultu og súkkulaði bita köku pizzu (en það var þá bara súkkulaðibitakökudeig). Þú gast fengið þér ávexti, vöfflur, pönnukökur, ommilettur, skrablupegg, beikon, pulsur, bregfastpotatos, morgunkorn, alskonar sætabrauð þar á meðal muffur, vínarbrauð, crosant, og margt fleira. Að lokum gastu fengið þér ís og súkkulaði búðing í skál sem var búið að britja oreo kökur útí og svo voru hlaupormar settir út í það. Eftir matinn var svo farið á ströndina og það var æðislegt. Þar var að finna alskonar leik tæki til að dingla sér í feitan stíg sem hækt er að vera á hjólaskautum, hjóli eða bara skokka á. Á sunnudeginum var svo farið í kirkjur og byrjuðum við á Cristal Cathitral (kann ekki að skrifa þetta) og men ó men hvað hún var leiðileg. Eftir þá kirkju fórum við svo í Saddleback kirkjuna og vá þar var maður kominn heim Rick Warren sjálfur talaði um að græða falin sár mjög góð pretinkun. Það var líka gegjaður söngvari að syngja þegar við vorum þarna sem heitir Phil einhvað keyfti tvo diska með honum.
Eftir kirkjunrnar fengum við okkur að borða og svo var farið í smá búðarrölt. Í gær vöknuðum við Davíð snemma og fórum í leikfimi og fengum okkur svo morgunmat. Síðan var stefnan tekin á kristilega bókabúð, ég fann dýrabúð þar, svo mol, svo Best buy og svo að lokum Target. Við Davíð fundum leikfimistæki sem við ætlum að fjárfesta í þar sem það kostar bara 100 dollara og er mjög lítið. Í dag á svo að fara í Disneyland aftur þar sem við eum með ársmiða þangað ;).
Ég hef þetta ekki lengra að sinni en bið að heylsa öllu og vonandu get ég sett inn myndir fljótlega.
Kveðja Fjóla og Davíð
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
you can´t post about my state and not expect a comment!!! BEST FREAKING STATE EVER!!! you are still going to San Diego aren´t you? because that is where it is at man! ok...well...you have my little babies number if you still go down, and oh my! I just am so jealous that you are in MY world! haha...well, whateves, right? :( *tear* kiss the ground for me...and soak in the sunshine...*sigh*
Post a Comment