Það er mikið búið að ganga á hjá okkur Davíð undanfarnar vikur. Í gær vorum við í mat heima hjá pabba og mömmu hans Jóns í boði ömmu hennar Marisu og þar fengum við Mexicanst hlaðborð og vá hvað það var gott, í eftirrétt fengum cið svo ís og sykurkökur sem við, ég, Marisa og amma hennar höfðum bakað fyrr um daginn. Eftir matinn var svo að sjálfsögðu farið að horfa á Americas next top model seriu 7 og hún lofar góðu að okkar mati.
Í dag er svo aftur á móri læridagur :( því nú fer að styttast í prófin. Ég á mjög erfitt að koma mér afstað þar sem ég er ekki viss um ða fara í háskólan eftir jól. Á morgun er annar læridagur og svo förum við til Clints um kvöldið í hamborgara, franska og biblíulestur hvað er betra en það ;). Helgin verður svo samblanda af lærdómi og jólaskrautsuppsetningu gaman gaman :D. Afi og amma koma svo líka heim á sunnudaginn með fullt fullt af dóti :D.
Annars fórum við á jálahlaðborð með minni famelíu og Davíðs famelíu í síðustu viku og það var alveg æðislega gott og gaman. Allir borðuðu á sig gat samt kanski sumir meira en aðrir....Davíð ;).
Við erum líka búin að fara í nokkrar hundagöngur þar sme allar stærðir að hundim voru viðstæddar allt frá Stóra Dan niður í Chihuahua en Moli stóð sig eins og hetja þrátt fyrir stærðarmuninn. Á laugardaginn er svo Chihuahua hundaganga uppi í Sólheimakoti en ég veit ekki hvort ég hafi tíma til að fara í hana.
Nú bara svo ég forvitnist finnst ykkur að ég ætti að halda áfram í Fornleifafræðinni eða ekki? Eða á ég að fara að læra hundaþjálfun og hundasnyrti og vinna í dýrabúð og safna pening?
Ég hef það ekki lengra í dag en hlakka til að heyra frá ykkur.
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
2 comments:
Hæ hæ sæta frænka,
þegar stórt er spurt... hvað langar þig mest að gera? þú værir nú frábær hundasnyrtir! hvar lærir maðru svoleiðis?
hlakka til að sjá þig á þriðjudag:)
já ég yrði enn betri hundaþjálfari? Ég hugsa þetta yfir jólin.
Hlakka svo svakalega til að sjá þig á þriðjudaginn. Það er spurning hvort þú komir ekki bara til okkar og við förum samferða heyri í þér.
Post a Comment