Tuesday, August 29, 2006

Vinahittingur á morgun og Brúðkaup á laugardaginn

Það hefur margt drifið á daga mína upp á síðkastið. Um helgina fórum við Davíð á Árbæjarsafn þar sem við vorum búin að lofa hvort öðru að fara þangað í sumar og við vorum að renna út á tíma. Það er búið að koma fyrir í einu húsinu þar hvernig Diskó-, pönk- og Hippatímabilin voru og mæli ég með því að fólk fari og sjái það næsta sumar.
Seinna um kvöldið á laugardeginum ákváðum við að kíkja á KSF- fund sem var haldinn heima hjá Heiðdísi og var það bara merkilega gaman þrátt fyrir það að við þekkjum ekki svo margar þar. Við sátum þar til að verða eitt og fórum svo heim að glápa á Prisonbraic fyrsta þáttinn í annari seríu og hann var snild, þessi sería lofar góðu.
Á sunnudeginum fórum við í leikfimi og svo heim til tengdó þar sem Davíð hjálpaði pabba sínum við einhvað lögfræði tengt. Seinni partin fórum við í kirkju og um kvöldið kíktum við til Jóns og Marisu og horfðum á mynd og átum pizzu á síðastadegi Mekavikunar mmmm...

Ég var að koma úr veslunarferð í Kringlunni núna rétt áðan með Berglindi og Báru vinkonum að kaupa brúðkaupsgjöf fyrir Jón Magnús og Marisu sem gekk svona líka vel verð ég að segja. Á morgun verður svo hittingu hjá Berglindi þar sem við ætlum að grilla og hafa það skemtilegt og spjalla um sumarið og næsta vetur.

Ég hef það ekki lengra í dag kem með fleyri skila boð sem fyrs.

Kveðja Fjóla

Friday, August 25, 2006

Nóg að gera matarboð og Bronspróf

Það er búið að vera nóg að gera í þessari viku. Ég er búin að vera mikið með Marisu. Við fórum til dæmis í gær að vesla saman fórum svo eftir það í Katholt að skoða kisur þar sem Marisa er katta óð og langar svo ofsalega í eina til að kúrast með. Við fengum að sjá eina litla stelpu sem var ekkert nema ljúflengur. Ég byrjaði daginn í dag á því að horfa á Mummy Returns og fór svo út með Mola í þjálfunargöngu fyrir bronsprópið sem hann fer vonandi í bráðum. Ég er einnig búin að vera að taka til, búa til forréttinn fyrir kvöldið í kvöld þegar Marisa og Jón koma í mat og setja í tvær þvottavélar. Ég held að það sé bara komin tími á að fara í sturtu og gera sig sæmilega fyrir kvöldið.

Hef það ekki lengar
Knúsar
Kveðja Fjóla

Monday, August 14, 2006

Jæja þá er maður kominn heim!

Við Davíð lentum á Keflavíkurflugvellu kl 7:00 að morgni á sunnudaginn þreytt en sátt við að koma heim að hitta Mola sinn. Ferðin heim gekk mjög vel þrátt fyrir yfirvigt og terorista viðvörun á appelsínugulu stigi og bilaða loftkælingu í vélinni áður en við lögðum afstað.
Fríið var alveg frábært við vesluðum heilan helling eins og töskurnar káfu til kynna en þær voru 22, 25, 25 og 34 kg. Þessi mikla þyngd stafaði samt fyrst og fremst af myndum sem við höfðum látið prenta út og settum í möppur en það voru um 2000 myndir flestar af Mola ;). Það breytir því samt ekki að það var verslað mikið af fötum og öðru eins og gjöfum og fíneríi.
Við fórum að þessu sinni í þrjá garða Epcot eins og alltaf með mömmu, pabba, Dísu og Hlynsa, Magic Kingdom og Universal. Það var allaf jafn gaman og þá sérstaklega í Magic Kingdom það var algjört æði. Við hittum meðal annars Bangsímon, Tígra, Eyrnaslapa og Grísling á matsölustað sem við fórum á um kvöldið.
Það er samt alltaf gott að vera komin heim hlakka til að hitta alla vinina þá sérstaklega Jón og Riss sem koma heim á morgun að ég held. Einnig hlakka ég til að hitta vinina sem eru úti í Afríku og koma ekki fyrr en í byrjun næstu viku.
Ég hef það ekki lengra að sinni en set inn nokkrar myndir úr fríinu til að lofa ykkur að sjá.

Þarna er Davíð að leika Kaftein Dave Jones úr Pirates of the Caribbans.


Kær kveðja Fjóla Dögg komin heim