Þá er desember mættur á svæðið :D. Það er nóg að gera eins og alltaf hjá okkur. Benjamín kom til landsi s á laugardaginn. í gæær vorum við með Thanksgiving dinner fyrir tengdó og Guðlaugu og Benjamín sem heppnaðist bara ágætlega held ég.
Desember verður þó nokkuð troðinn af verkefnum en ég vona að við höfum samt tíma til alls sem þarf að gera. Davíð er á fullu í vinnunni og í kennslunni þannig að hann hefur ekki mikinn íma aflögu þessa dagana þessi elska. Davíð fer líka líklega út í vinnuferð um miðjan des og svo förum við saman deginum eftir að hann kemur heim aftur til London :S.
Salómon Blær vaxar og dafnar og er allur að finna sinn persónulega vilja í ÖLLU ;D. Hann er alveg klárlega ákveðinn og óðolinmóður eins og mamma sín ;D. Það er samt svo gaman af honum. Hann er nú þegar komin með 16 orð sem hann getur sagt og okkar uppáhalds er Moli því hann vandar sig svo þegar hann segir Moli og það er svo endalaust krúttlegt. Við fórum öll að hitta Lilly, Margeir og Krúsu en Coco þurfti að fá smá l-jólaklippingu :D. Það var gaman að sjá Margeir en hann hefur stækkað svo rosalega síðan við sáum hann síðast og farin að labba og allt ekki orðinn 12 mánaða :D.
En annars höfum við það gott. Hundarnir eru yndislegir eins og alltaf og svo þolinmóðir og góðir þrátt fyrir að fá ekki þá athiggli sem þeir eru vanir. En á miðvikudaginn förum við í myndatöku og fáum Kristínu og Sverri í mat sem verður rosalega gaman enda langt síðan síðast.
Ég bið ykkur vel að lifa og eigið góðann desember mánuð :D.
1 comment:
Takk fyrir síðast bara gaman að koma til ykkar takk fyrir okkar :)
Knús Kristín
Post a Comment