Elsku Salómon Blærinn okkar svaf sína fyrstu nótt að heiman á laugardaginn. Við fengum þær fréttir að hann hafi verið alveg hreint dásamlegur og leifði meira að segja afa sínum og ömmu að sofa til kl 6:45 sem er nú bara lúxsus ;D. Það var mikil gleði samt þegar við fengum að sjá hann aftur enda búin að sakna hans mikið (þótt tímin í burtu var ekki nema 26 klukkutímar ca ;D).
En sá merkilegi atburður gerðist í kvöld þegar litli anginn átti að fara að sofa að við heyrum snuddu detta á gólfið inni í herbergi hjá honum, fyrst eina og þá hélt ég bara að hann hefði náð að henda þeirri sem hann var með upp í sér á gólfið en svo stuttu seina heirðum við aðra snuddu detta á gólfið. Ég ákvað að athuga hvað væri í gangi og hvað haldið þið? Litli maðurinn STENDUR stoltur (með snudduna sína upp í sér) og var að vinna í því að henda öllu af litla borðinu sem er við hliðina á rúminu hans. Ég kalla á Davíð og bið hann um að koma og sjá litla rassálfinn en það fast Salómon sko ekki leiðinlegt og hló bara þegar pabbi hans kom og sá öll herlegheitin ;D.
Ég kem stráknum svo aftur fyrir í réttri stöðu kyssi hann aftur góða nótt og fer út. Við ákváðum samt að kíkja inn til hans til að athuga stöðuna og þá var minn maður á leiðinni í hina áttina að skiptiborðinu sínu til að athuga hverju hann gæti hennt niður þar ;D. Ég náði að stoppa það af og lagði hann aftur á sinn stað þar sem hann sofnaði loks með bangsann sinn í fanginu.
To do list
1. Lækka dýnuna í rúminu ;D
Knúsar Fjóla og co