Þá er bankinn LOKSINS búinn að samþykkja okkur og við meigum taka yfir lánið eins og það er :D. Við erum alveg í skýjunum og teljum bara núna niður dagana þangað til við fáum afhennt :D (34 dagar ;9). Ég get ekki beðið að fara að mála, þrífa, hundahelda gariðnn og taka til þar ásamt því að finna út hvar allt á að fara :D.
Annars er allt gott að frétta af okkur, við vinnum eins og hestar til að fá eins mikinn pening og hækt er til að geta borgað foreldrum til baka sem fyrst fyrir alla hjálpina.
Annað í fréttum er það að pabbi og mamma áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær og komum við þeim á óvart með ávaxta körfu sem sló líka svona í gegn enda rosalega flott :D. Mig langar bara að óska þeim enn og aftur til hamingju með daginn :D.
Annars ætla ég bara að setja fleyri myndir inn af íbúðinni þar sem það er fátt annað sem kemst að akkúrat núna :D.
Þarna er hjónaherbergið með flottum skápum :D
og forstofan :D
og garðurinn sem ég get ekki beðið að fara að nota :D. En það þarf líklega að laga grasið eitthvað jafnvel skipta alveg um og svo þarf að hundahelda hann þar sem það er smá rifa neðst sem auðvelt er fyrir litla voffa ða komast undir ;D.
Þarna er svo barnaherbergið en það er svona langt og frekar mjótt en fínt aukaherbergi eingu að síður.
Svo er það baðherbergið en ég vil laga sturtuklefann sem fyrst og setja hurðar. En þið sjáið vinstramegin á myndinni þá er rennihurð og þar fyrir innan er þvottahúsið :D.
Eldhúsið
Stofan
Stofan hinumegin
Takk fyrir mig
Fjóla :D
1 comment:
Vííí..! Hlakka til að koma í heimsókn :) og eyða jafnvel nokkrum saumókvöldum þarna ;)
Post a Comment