Jæja þá er maður bara orðinn íbúðar eigandi í fyrstasinn 27 ára gömul :D. Vá hvað það er AWESOME!!!!! Við hittum eigandann sátum og töluðum við fasteignasalann og fórum yfir pappírana, 45 mínútum seina var þetta allt búið og allir í sælu vímu :D. Núna tekur bara biðin við að fá hana loksins afhenta :D.
Annars er ég búin að skrá mig í einn áfanga í skólanum mínum og búin að pannta bækurnar og alles þannig að þetta er allt að detta í gírinn sem er soldið skerí :S. En ég veit að ég á gott fólk sem hjálpar mér að róa sjálfa mig ;D.
Annars fór ég í alveg frábæra smáhundagöngu í dag þar sem Moli alveg blómstraði af ánægju :D. Ég stofnaði mína eigin síðu þar en stefnan er að vera með smáhundagöngur vikulega og vonast til að hópurinn verði bara sem stærstur :D. Þetta er heimasíðan http://hundaganga.blogspot.com/ en ég er búin að setja heilan haug af myndum þangað inn þannig að pabbi, mamma, kíkiði endilega ;D. Við Davíð fórum einnig á Biblíukennslu í Fíló í kvöld þar sem Helgi var að tala og var hann frábær eins og alltaf. Hann heldur áfram með sama efni næsta miðvikudag og er steffnan að mæta og hlusta á kallinn ;D.
Annars erum við bara hress hérna megin og er bara spennt að það komi helgi ;D.
Knúsar öll og takk fyrir að vera FRÁBÆR :D
1 comment:
Til hamingju með íbúðina :)
Post a Comment