Thursday, July 28, 2011

Matarboð og ganga

Okkur Davíð var boðið í mat til Berglindar og Jón Ómars í gær kvöldi og VÁ hvað það var GEGJAÐ :D. Við fengum að knúsa littlu rúsínuna eins mikið og við vildum og VÁ hvað hann er æðislegur í alla staði :D. Við fengum alveg endalausr góðan mat og átum að sjálfsögðu yfir okkur ;9.
Í mogun kom Kristín með Arisi og Draumey og við fórum út að labba og en það var algjör draumur að komast loksins út að labba með hunda og hitta Kristínuna mína.
Annars er það nýjasta að frétta að við förum í mat til Tomma á morgun og hlakka mikið til þess :D. Við erum alveg ummvafin vinum síðan við komum heim og það er algjört æði :D.
Annars erum við að vonast til að geta fengið mat svo við getum byrjað að leita að íbúð að alvöru en ég er alveg að missa þolinmæðina :S. Ég bið bara til Guðs að það sé nóg að koma með ráðningasamning í bankann ekki að við þurfum að koma með 3 launaseðla því þá erum við í vondum málum :S.
En nóg með það þið megið endilega biðja fyrir öllu þessu íbúðar veseni því ég er búin að sjá nokkrar sem ég veit að fara hratt ef ekkert gerist hjá okkur á næstu vikum í sienasta lagi :S.

Knúsar á ykkur öll og Guð veri með ykkur

Fjóla

Tuesday, July 26, 2011

Komin Heim :D

Jæja þá erum við lent loksins. Moli okkar er í einangrun og fengum við fréttir af honum í dag þar sem hann er gjörsamlega að bræða alla og er hinn æðislegasti. Dýralæknirinn sagði meira að segja að hann væri með frábæra skapgerð og svona vildi hann að skapgerðin hjá Chihuahua hundum væri :D. Við söknum hans samt alveg hrillilega og getum ekki beðið að fara og ná í hann 18. ágúst.
En við höfum verið mjög upptekin síðan við komum heim en þar er helst að segja frá því að við fórum í brúðkaup hjá elsku bestu Báru og ásgeiri og VÁ hvað það var frábært enda GEGJAÐ par þar á ferð ;D.
Davíð fór í fyrsta sinn í nýju vinnuna í dag og var afhent 400-600 blaðsíður af enfi sem að hann þarf gjörðu svo vel að læra eins vel utanað og hækt er :S... ekki viss um að ég myndi treysta mér í það. Hlynur og Dísa ætla ða koma í mat í kvöld áður en við förum að skoða bíl sem við davíð erum að spá í að kaupa ef okkur lýst vel á hann þannig að það er allt mjög spennandi :D.
Ég er svo þakklát fyrir allt það góða fólk s em við davíð eigum að en það hafa allir verið svo góðir við okkur síðan við komum. Ég vil því bara segja takk fyrir mig og ég get ekki beðið að hitta ykkur öll aftur ;D.
Ég ætla að enda þessa færslu á mailinu sem ég fékk frá einangrunar stöðinni bara svona til að monta mig smá ;D.

Hæhæ
Mér langaði bara að leyfa þér að fylgjast með =) Það gengur rosalega
vel með Mola , hann er með yndislega skapgerð og svo rólegur og
yfirvegaður. Dýralæknirinn hrósaði honum fyrir skapgerð og sagði að
þetta væri akkurat skapgerðin sem hann vill sjá hjá chihuahua.
Moli er byrjaður að klára matinn sinn strax ( það þarf ekki að blanda
neinu út í þurrmatinn núna). Hann fer svo alltaf beint í bælið sitt á
kvöldin þegar hann er búin að vera úti og finnst rosalega gott að fá
smá klór og knús =)


Monday, July 18, 2011

Á leið heim

Jæja þá er komið að því, við erum að leggja afstað frá Flórída á morgun :S. Við förum héðan kl 6 að kvöldi til og keyrum eins lengi og við getum áður en við drepumst úr þreytu en þá stoppum við og finnum eitthvða hótil til að gista á. Morguninn þar á eftir keyrum við það sem eftir er að geymslunni okkar í Viginíu en við erum með slatta af dóti sem þarf að fara þangað.
Eftir það er svo bara að fara út á völl og fara heim... VÁ hvað það er skrítið.
Mig er farið að kvíða svoldið fyrir því að setja Mola minn í einangrun en bið bara Guð að passa upp á hann og að fólkið sem sér um hann fari vel með elsku prinsinn minn.
Annars fórum við hjónin að sjá Harry Potter en það var sko ekki vandræðalaust en þegar myndin byrjaði var skjárinn allur í hakki og við urðum að fara og fá endurgreiðslu. Við fundum annað bíó og fórum seina um kvöldið á hana og VÁ hvað hún var frábær. við fengum sérstök Harry Potter 3D gleraugu egjað cool :D.

En nóg með það ég get bara ekki beðið að koma heim og hitta alla en ég keyfti líka hælaskó fyrir brúðkaupið hjá Báru og Ásgeiri ekkert smá sátt :D.

Knúsar og Guð veriu með ykkur

Fjóla og co

Sunday, July 10, 2011

Flórída fréttir :D

Jæja við höfum verið upprekinn síðastliðna daga að VERSLA :D!!!!!
Við fórum í Altamonte mallið í fyrradag og versluðum slatta í Beath and body works og Yankee candle. Við fundum ógeðslega flottar bókastoðir sem við keyftum líka :D. En við höfum líka verið dugleg að versla á netinu en ég er komin með rosalega flott tæki sem heytir Archos. Þetta
er mp3 spilari sem spilar líka vidio klippur og er með wifi :D s.s i pod touch bara ekki frá apple og miklu betra sem er SNILD þar sem ég meðlimur í "allt annað en apple" klúbbnum :D. Ég er alveg í skýjunum með tækið og finnst mér alveg merkilegt að
geta farið á netið í svona litlu tæki og svo er ég að horfa á netflix og þetta er bara hrein snild :D. Við Davíð keyftum líka tvo litla mp3 spilara fyrir leykfimina sem eru algjört æði :D. Þeir heita Sansa og eru á stærð eldspítustokk nema aðeins minna og er líka algjör snild :D.
Annars er planið í dag að fara í Mont Dora og labba um. Við Davíð erum búin að pakka í 4 töskur og enþá fleyri kassa sem við förum með í geymsluna áður en við förum út á völl þann 19. júlí.
En svo ég fari út í ferðalagið okkar þegar við förum út á völl, en við fljúgum frá Washington D.C. en við erum búin að leigja bíl og keyrum héðan frá Flórída að kvöldi til 18. júlí líklega í kringum 19 leitið. Við erum svo búin að plana að keyra bara eins langt og við getum áður en við sofnum og klára svo restina deginum á eftir. Við stoppum svo í geymslunni okkar og förum svo út á völl um 17-18 leitið og skilum bílnum þar þannig að það er rosalega þægilegt.
En ég segi þetta gott í bili og bið rosalega vel að heylsa öllum :D.

Knúsar Fjóla

Tuesday, July 05, 2011

Við erum á flytja...

... HEIM!!!!!
Fyrir þá sem ekki vita nú þegar þá erum við að flytja heim til Íslands í lok júlí. Við tókum þessa ákvörðun þar sem það er ekkert að gerast hérna úti í atvinnu málum fyrir Davíð en hann fékk vinnu heima á Íslandi á lögfræðistofu sem er bara alveg hreint frábært :D.
Það er búið að velta fram og til baka flutningum síðan þessi ákvörðun var tekinn og Moli er búinn að fara í ófáar dýralækna heimsóknirnar og á eina eftir en þa ðsem er efiðast við að flytja svona er að Moli þurfi að fara í einangrun :S. Annars hefur allt gengið vel. Við fórum til Virginiu til að fara í gegnum geymsluna og ná í dót sem við þurfum núna strax og til að setja dót í geymsluna sem við þurfum ekki strax. Við erum búin að taka ákvörðun um að Davíð fer í október og þá verður dótið flutt heim í gámi þar sem það var aðeins of strembið að reyna að gera það núna áður en við förum í júlí.
Annars er ég rosalega glöð að segja ykkur að ég er komin með vinnu líka :D. En ég fer aftur í Björnsbakarí sem ég er alveg í skýjunum með enda alveg rosalega þægilegur vinnutími (7:30-13) alla virka daga en þessi vinnutími hentar fullkomlega með náminu sem ég stefni á að fara í og er á sama tíma að koma með peninga inn á heimilið :D.
Fyrstu mánuðina eftir að við komum heim verðum við í Vesturbænum hjá tengdó fyrir þá sem eru forvitin um það :D.
En nóg um það, mér fanst vera kominn tími á að segja ykkur að við værum að koma heim og að við séum mjög spennt :D.

Knúsar og Guð veri með ykkur :D

Fjóla og co