Tuesday, February 13, 2007

Jæja þá er maður bara að fara..

..til Kaliforníu mar gegjað stuð. Við förum á fimmtudaginn og komum svo heim snemma á þriðjudagsmorgni 27 febrúar þannig að við fáum allavegana 10 góða daga í sólinni og hitanum jey.
Það er búið að vera alveg ofboðslega erfiður dagur hjá mér í vinnunni í dag. Það byrjaði á því að kötturinn, hún Appelsína, sem ég er búin að taka ástfóstri við hér í vinnunni dó í dag eftir margra daga umhyggju hér hjá okkur. Ég var alveg klökk vegna þess að þetta er sá allra besti köttur sem ég hef nokkurntíman kynnst hún leifi okkur að gera alla þessa hræðilega leiðilegu hluti sem þurfti að gera eins og að taka svona ca 20 röntkenmyndir, sprauta í hana mörgum mörgum sprautum, láta hana vera með næringu í æð og fleira og fleira. En alltaf þegar ég kom til hennar og talaði við hana malaði hún og var ekkert nema yndisleg.
Það kom líka Stóra Dan tík til okkar í augnaðgerð og ekki leit hún vel út greyið ofboðselga horuð og lítil í sér. Hún meig tvisvar á gólfið og alveg lámark líter í hvert skipti og svo skeit hún þessum líka risa stóra hrossa kúk á gólfið (allt leit út fyrir að eigandinn hafi ekki farið með hana út áður en hún kom :( ). Ég sá það mjög skírt í dag að það er ástæða fyrir því að ég er ekki með stóran hund.
Í kvöld er svo mín fyrsta heimsókn ássamt Báru, Ásgeiri, Tinnu, Berglindi og kanski Jóni Ómari á Tacko bell uppáhaldið mitt. Nú er bara að sjá hvort þetta sé eins gott og úti á Flórída. Efit átið er Bára svo búin að bjóða okkur í spil heim til sín og vonandi fær Moli að koma með ;).

Ég held þetta sé orðið gott í bili.

Heyrumst

Kveðja Fjóla og Moli

1 comment:

Jón Magnús said...

i am sosad about the little baby kitty!!! hey! we are coming over tomorrow night to watch ANTM, (in case davíð didn´t tell you!) ok...um bye bye!