Wednesday, February 07, 2007

Jæja þá er fyrsti dagurinn búinn

Dýralæknastofa Dagfinns
Fyrsti dagurinn í nýju vinnunni minni er búinn. Ég mætti kl 10 og stuttu eftir að ég kom mætti fyrsti sjúklingurinn aldraður boxer rakki sem var kominn til að láta gelda hann, þar sem ekki var í lagi með eitt eistað á honum, og til að láta taka smá af skottinu hans þar sem hann hefði klemmt það einhvað og verið svo að naga það og það leit ekki vel út. Þessi hundur sem heitir Offi var vægast sagt frábær fyrsti sjúklingur fyrir mig hann var alveg salla rólegur og var ekkert nema bara algjört ljós. Stóri kallinn var svo svæfður og ekki tók það langan tíma fyrir kallinn. Þá var komið að því að byrja á aðgerðinni og viti menn ég bara var að hjálpa til við hana allan tímann og sá allt blóðið og allt vá ógeðslega spennandi. Allt gekk vel og þegar allt var búið og hann tekinn af svæfingarlifinu vaknaði hann næstum strax. Hann var soldið vankaður en kom samt ótrúlega fljótt til.
Aðrir sjúklingar voru Peking tík sem var með legbólgur og vildi ekkert drekka eða borða og hún var með sykurvatn í æð og ég mataði í hana næstum heila dós af hundamat en það tók sinn tíma því hún vildi ekki borða, nokkrir kettir og hundar sem komu í árlega sprautu og ormahreinsun og svo var það ein kona sem kom með köttinn sinn til að láta svæfa hann vegna mikilla veikinda vegna krabbameins.
Það er ein lítil kisa sem er á læknastofunni hjá okkur sem fæddist án endaþarmsops og þurfti að búa til op fyrir hana en hún er upp og ofan hvernig hún er en hún var mjög hress í dag og vildi tala við alla sem komu á stofuna.
Ég segi þetta gott í dag og hlakka til að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Guð blessi ykkur og takk fyrir allar góðu hugsanirnar sem þið hafið sent í minn garð.

Love ya Fjóla

8 comments:

Anonymous said...

Þetta hljómar nú eins og þú hafir átt góðan og mjög spennandi dag í dag. Hlakka til að heyra meira um næstu daga.
Knúsar frá okkur GM (SG er í Boston en myndi örugglega líka senda knúsa ;-)

Anonymous said...

ótrúlega spennandi! vá hlakka til að heyra um næstu daga :)
kv frænks

Anonymous said...

ji ég gleymdi ég ætlaði að segja takk fyrir síðast! algjört snilldar kvöld :)
kv aftur frænks

Anonymous said...

Takk sömuleiðis :D gaman að sjá þig í kvöld við heyrumst

Fjóla frænks

Draslrun said...

Snilld hjá þér Fjóla mín :) Gott að þú sért ánægð :D

Anonymous said...

hæhæ! Tilhamingju með nýju vinnuna, gott að þú ert búin að finna eitthvað sem þér þykir skemmtilegt, Ég er rosa ánægð fyrir þína hönd. Hvað segirðu annars um hitting bráðum.Kv Linda

Svanhvít said...

Vá hvað þetta hljómar spennandi! Gangi þér alveg frábærlega ljúfan mín :)

Anonymous said...

Takk öll ég er alveg að fíla það að koma dýrum til bjargar ;).
Ég er til í hitting ef ég get gefið mér tíma er alveg ofboðslega yupptekin þessa dagana. Er líka að fara til Californiu á fimmtudaginn næsta :D. En ég sé hvað ég get gert ef þið hafið dag Linda.
Kv Fjóla