Thursday, November 30, 2006

Nokkrar myndir frá lífi mínu nýlerga

Það er mikið búið að ganga á hjá okkur Davíð undanfarnar vikur. Í gær vorum við í mat heima hjá pabba og mömmu hans Jóns í boði ömmu hennar Marisu og þar fengum við Mexicanst hlaðborð og vá hvað það var gott, í eftirrétt fengum cið svo ís og sykurkökur sem við, ég, Marisa og amma hennar höfðum bakað fyrr um daginn. Eftir matinn var svo að sjálfsögðu farið að horfa á Americas next top model seriu 7 og hún lofar góðu að okkar mati.
Í dag er svo aftur á móri læridagur :( því nú fer að styttast í prófin. Ég á mjög erfitt að koma mér afstað þar sem ég er ekki viss um ða fara í háskólan eftir jól. Á morgun er annar læridagur og svo förum við til Clints um kvöldið í hamborgara, franska og biblíulestur hvað er betra en það ;). Helgin verður svo samblanda af lærdómi og jólaskrautsuppsetningu gaman gaman :D. Afi og amma koma svo líka heim á sunnudaginn með fullt fullt af dóti :D.
Annars fórum við á jálahlaðborð með minni famelíu og Davíðs famelíu í síðustu viku og það var alveg æðislega gott og gaman. Allir borðuðu á sig gat samt kanski sumir meira en aðrir....Davíð ;).
Við erum líka búin að fara í nokkrar hundagöngur þar sme allar stærðir að hundim voru viðstæddar allt frá Stóra Dan niður í Chihuahua en Moli stóð sig eins og hetja þrátt fyrir stærðarmuninn. Á laugardaginn er svo Chihuahua hundaganga uppi í Sólheimakoti en ég veit ekki hvort ég hafi tíma til að fara í hana.
Nú bara svo ég forvitnist finnst ykkur að ég ætti að halda áfram í Fornleifafræðinni eða ekki? Eða á ég að fara að læra hundaþjálfun og hundasnyrti og vinna í dýrabúð og safna pening?

Ég hef það ekki lengra í dag en hlakka til að heyra frá ykkur.

Kveðja Fjóla

Tuesday, November 21, 2006

Benntu á þann sem að þér þykir bestur!

Jæja þá ætla ég að varpa fram THE spurningu.
Hver er uppáhalds Bondinn?
Ég vil samt helst bara biðja þá sem eru búin að sjá Casino Royal að svara svo þetta sé sanngjarnt. Ef einhver er ekki búin að sjá hana má hann endilega kommenta þegar hann er búin að því.


Fyrstan ber að nefna Sean Connery. Myndirnar sem hannn lék í eru: Dr. No, From Russia with love, Thunderball, Goldfinger, You only live twece og Dimants are for ever.



Annar er George Lazenby. Myndin hans er: On her Majesty´s secret service.

Þriðji er Roger Moore. Myndirnar hans eru: The Man with the golden gun, Moonraker, The Spy how loved me, Octopussy, For your eyes only, Live and let die og A view to a kill.


Fjórði er Timothy Dalton. Myndirnar hans eru: Living daylights og License to kill.


Fimti er Pierce Brosnan. Myndirnar hans eru: Goldeneye, Tomorrow never dies, The world is not enough og Die another day.

Sjötti er Daniel Craig. Myndin hans er: Casino Royal

Ég vona að sem flestir tjái skoðun sína hlakka til að sjá hvða ykkur finnst. Þið vitið hvað mér finnst ;D.

Kveðja Fjóla

Monday, November 20, 2006

Casino Royale


Ég var á nýju James Bond myndinni og því lík snild. Þetta er án efa besta Bond mynd sem ég hef séð og hef ég séð næstum allar núna ef ekki allar.
Daniel Craig er ekkert nema fríking snillingur og flottasti Bondinn jafnvel betri en Sean Connery og þá er mikið sagt. Andlitið á þessum manni augun sem eru stíngandi blá og sterku andlitsdrættirnir... hvernig stendur á því að það var ekki búið að ráða þennan mann fyrir löngu. Byrjunar atriðið þegar við horfum í gegnum byssuhlaupið er það flottasta sem ég hef séð.
Allir að fara í bíó og sjá hana sem allra allra fyrst.


Kveðja Fjóla

p.s mér er sama hvort einhverjir séu ósammála mér ég haggast ekki. Ástæðan fyrir því að ég elska þessa mynd svona mikið er t.d. sú að hún bregður út af vananum sem er gott!

Snjór

Ég er svo hamingjusöm að það sé komin snjór. Á föstudaginn fórum við Davíð ásamt 35 krökum úr TTT starfinu í Árbænum og Jóni, Riss, Hönnu Láru og Ingibjörgu í Ölver. Það var alveg sjúklega kalt þegar við vorum ða gera okkur til að fara og þgar við komum upp í Ölver var snjó skafl fyrir veginum sem lá upp að Ölveri þannig að við komumst ekki alla leið að húsinu. Helgin gekk ofboðslega vel fyrir sig og það var svaka stuð á krökkunum.
Þegar heim var komið var slappað af og svo farið til Jóns og Riss að borða pizzu og horfa á Kill Bill 2 og Little Brittan. Á sunnudagsmorgninum kom svo sjokkið. Þegar ég ætlaði að skella mér út með Mola að pissa var allt gjörsamlega á kafi í snjó svo ofboðslega fallegt. Moli hoppaði um eins og kanína og stóð varla hausin á honum upp úr sköflunum. Við áttum að mæta í sunnudagaskólan kl 9:30 en sáum ekki hvernig í veröldinni við ættum að komast á Trölla Angantýr þannig að við hringdum í Margréti og hún sagði að við ættum að taka leigubíl. Ég held við höfum beðið í svona 20-30 mín í símanum að bíða eftir að ná í gegn til að fá leigubíl. En á endanum náðum við í gegn og vorum komin upp í kirkju kl 10. Seinna um dagin fórum við svo labbandi til pabba og mömmu í mat og það var nú ekkert smá stuð á mínum hundi þá.
Um kvöldið leigðum við okkur svo Mission inposible 3 geggjað stuð á okkur.

Ég vona ða snjórin haldi áfram að vera fram að jólum.

Knús, jólaknús

Fjóla

Friday, November 10, 2006

Tvær stolnar ;) Sorry frænka

Ég var að skoða myndirnar hennar Berglindar frænku á netinu áðan og mátti til að skella tveimur inn.

Þarna er Ásgeir yndislegi dressaður upp sem saklaus kanína með byssu. You got to love him ;).

Þarna er ein af Jóni M. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en er hárið ekki einhvað skrítið? Hann mynnir mig örlítið á Eyrík Fjalar. Sorry Jónsy ;).

Jæja rúslur hafið þið það gott í dag og í kvöld ;). Ég elska ykkur öll og vonast til að heyra frá ykkur.

Kveðja Fjóla

p.s. allir sem eru á kafi í verkefnum og undirbúningi fyrir próf samhryggist ég og segi bara ég veit hvað þið eruð að ganga í gegnum.

Tuesday, November 07, 2006

HRFÍ laugarvegsgangan!

Á laugardaginn skelltum við Davíð okkur með Mola í grenjandi rigningu niður laugarvegin ásamt tugum hunda af öllum stærðum og gerðum. Sökum veðráttu voru ekki margar myndir teknar en þó tókum við mynd af honum Robbin hennar Ástu Maríu en hann er Griffon hundur sem hún var að fá úr einangrun. Hann er náttúrulega bara sætur og ég er alveg sjúklega skotin í honum enda getið þið bara séð sjálf. Hann er reyndar soldið blautur á myndinni en samt alveg sjúklega sætur.
Ég segi bara enn og aftur til hamingju með han Ásta og við hittumst vonandi sem fyrst ;).