Wednesday, August 27, 2014

Að vera heimavinnandi mamma


Í dag ákvað ég að ég ætlaði að setja inn smá romsu frá hjartanu. 
Ég er búin að vera heimavinnandi mamma frá því að strákurinn minn fæddist. Hann fór aldrei til dagmömmu en fór stundum til ömmu sinnar í pössun dag og dag í nokkra tíma en restina af tímanum var það bara ég, hann og hundurinn okkar hann Moli og svo seina mér fóstur hundurinn okkar hún Emma. 
Það að vera heimavinnandi mamma er ekki auðvelt. Ég hef ekki náð að þróa með mér mikla þolinmæði í gegnum lífið en ég hef þurft að leggja mig alla fram við það eftir að ég eignaðist Salómon Blæ. Ég er manneskja sem þrífst á röð og reglu og að helst ekkert bregði út af planinu. Ég verð áhyggjufull og kvíðin ef eitthvað gerist sem er ófyrirséð sérstaklega ef það er eitthvað sem getur tekið á tilfinningalega. Þessir eiginleikar eru ekki mjög góðir oft á tíðum þegar maður er algjörlega ábyrgur fyrir öðrum einstakling. En ég hef lært mikið (vona ég) og það verður æ sjaldgæfara að ég geti ekki tekið vel á aðstæðum með þolinmæði en dagar geta verið mjög misjafnir :S.
Í dag var pínulítið erfiður morgunn. Ég var ekki nógu vel stefnd þar sem ég var þreitt og þegar ég er þreitt verð ég mjög auðveldlega pirruð út af smáatriðum. Salómon Blær líkist mér mjög á þessu sviði og þessvegna held ég að það sé erfitt fyrir mig að takast á við hans óþolinmæði og husteríuköst (eins og ég kalla það) vegna þess að minn kveikiþráður er ekki mikið lengri en hans (því miður).
Ég veit að ég er líklega ekki sú auðveldasta til að búa með en ég reyni að hughreysta mig við það að batnandi manni er best að lifa og reyni að gera betur næst. 
Ég á mjög góðan mann sem er virkilega duglegur í öllu því sem hann teku sér fyrir hendur. Hann er frábær pabbi og er með mun lengri kveikiþráð en við Salómon Blær og það er gott fyrir okkur ;D. 

En út í það sem ég ætlaði að ræða. Eins og ég sagði áðan er ég heimavinnandi mamma. Ég er búin að vera það í núna rúmlega 2 ár og svo allt í einu breytist allt..... strákurinn fer á leikskóla! Eftir að hafa verið með honum alla daga og gera allt með honum þá allt í einu er ég ein. Hvað á ég að gera af mér? Ég var farin að sjá þennann tíma í hillingum fyrir svona ca 6 mánuðum síðan og gat ekki beðið að hafa tíma fyrir sjálfa mig. Núna er Salómon Blær á sjöunda deginum sínum á leiksólanum og ég er alveg lost. Mér finnst eins og allt sem ég geri núna sé svo innantómt og tilgangslaust.  Ég held heimilinu í lagi, prjóna og horfi á eitthvað í sjónvarpinu, fer út með hundana, elda matinn, fer út í heimsóknir og fer í leikfimi. En allt finnst mér þetta vera svo ómerkilegt. Ég sakna Salómons!!!
Þegar ég kem úr leikfimi þá eru krakkarnir á leikskólanum úti að leika. Ég læðist alltaf að grindverkinu svo engin sjái mig og kíki inn til að athuga hvort ég sjái litla strákinn minn bara til að vera viss um að það sé allt í lagi og að honum líði vel. 

Hvað gerir maður í svona tilvistar kreppu? Á maður að hella sér í vinnu? Á maður að velta fyrir sér einhverju námi? Eða á maður bara aðeins að bíða og sjá?
Ég varð bara aðeins að fá að létta aðeins af mér og viðra huksanir mínar. 

Knúsar og Guð veri með ykkur 

Fjóla (mamma)

No comments: