Það er sko allt of langt síðan síðast :S.
En ég hef góða afsökun. Ég er búin að vera á haus í hundaskólanum sem ég er að stofna með Halldóru Lind vinkonu minni. Við erum loksins komnar afstað með prufunámskeiðið okkar og erum við spenntar fyrir framhaldinu. Við enduðum með að vera með tvo hópa þar sem aðsóknin var mikil þannig að vonandi lofar það bara góðu fyrir framhaldið :D. Ég er mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Halldóru enda er hún algjör snillingur þessi stelpa :D.
Fyrir utan það aðvera á fullu að stofna hundaskóla og öllu sem því fylgir þá er ég víst heimavinnandi móðir líka og það er sko alveg meira en full vinna þegar litli kallinn er farin að labba út um allt sem hann byrjaði á að gera endanlega 10. september. Hann er búin að vera með mjög langann aðdraganda að þessu labbi sínu en ég tel að hann hafi verið að fullkomna labbið áður en hann hætti sér í að labba út um allt einn ;D.
Annars er Salómon Blær búin að vera að taka næsta holl af tönnum en síðastliðna tvo mánuði ca er hann búin að vera að taka heilar 8 tennur í einu s.s 4 jaxla og 4 augntennur :S. Það hefur gert það að verkum að hann hefur ekki verið myndavéla hæfur í angann tíma sökum slef bóla sem þekja hálft andlitið :S. Þetta er svona smámsaman að battna en tekur gígantískann tíma þar sem hann á líka eftir enþá að fá 2 augntennur í gegn :S.
Davíð fór á fund í Londonn á mánudaginn sem endaði með því að hann sat á fundi í 13 klukkutíma með tveimur matarpásum á þriðjudeginum :S SÆLLL!!!!!! Hann kom því ekki heim fyrr en á miðvikudaginn dauð þreyttur eftir þetta allt saman auðvita. Hann fékk nú samt enga pásu greyjið þar sem viðþorslaus mamma og ofurhress strákur tóku á móti honum a flugvellinum ;D.
Enég bara verð að minnast á Breaking Bad....... Er verið að GRÍNAST með hvað þetta er FÁRÁNLEGA GÓÐ SERÍA!!!!!!!!!!! Ég Grét ur mér augun yfir síðasta þætti og er í rusli yfir því að þetta fari að enda, hvað gerir maður þá?????
En nóg með það ég var að renna yfir myndir mánaðarins (s.s. af Salómon Blæ) og valdi þær bestu til að sýna ykkur í þetta skiptið.
Feðgar í Lopapeysu
Mæðginí lopapeysu ;D
Frændurnir hjá Davíð
Karlleggurinn í föðurætt ásamt hundunum Emmu og Mola auðvita. Gizur kom í heimsókn í byrjun september að heimsækja langaafa strákinn
Þessi mynd segir allt sem segja þarf ;D
Salómon Blær kíkti upp í Vatnaskóg með pabba sínum og mömmu um daginn og fannst það nú ekki leiðinlegt
Hann spilaði borðtennis (á gólfinu reyndar)
og kúluspil (án kúlunar reyndar)
Fór á báta bryggjuna (en sá engann bát)
Hitti alskonar fólk (já og Salvar ;D)
Svo var verið að mála styttu
Hann fór yfir brú
og skoðaði kapelluna
Hitti Jesú og heylsaði honum
Bældi svo mikið í tilgangi lífsins ;9
Þessi er svo krúttleg af litla Morgun hananum mínum en myndin er tekin snemma morguns þegar hárið var allt upp í loftið
Sætu mennirnir mínir
Þarna er maður á fullu í erfidrykkjunni hjá Boggu langalangaömmu
Bara sætur þessi litla mús sem ég á :D.
Knúsar og góða nótt gott fólk
1 comment:
Buin ad vera ad hugsa til thin og fattadi svo allt i einu ad kikja a bloggid thitt. Gaman ad lesa og finar myndir einsog alltaf. Salomon litli verdur bara sætari med aldrinum.
Knusar sakn fra mer og voffunum <3
Post a Comment