Er fullur og tilbúin að koma heim :D. Davíð minn og tengdó eru alveg uppgefinn en sem betur fer com Colby og hjálpaði þeim að filla gáminn og þakka ég Guði fyrir það.
Allt hefur gengið rosalega vel og get ég ekki beðið að fá þau öll heim til að þakka þeim fyrir alla hjálpina og sérstaklega að knúsa kallinn minn fyrir að vera besti kall í heimi.
Annars er það að frétta að ég er byrjuð aftur í hundaatferlifræðinni og er ég bara spennt fyrir vetrinum enda spennandi fag sem ég er í :D. Ég stefni að því að vera alltaf viku á undan áætlun en það á alveg að ganga þar sem ég er nú þegar vel viku á undan áætlun.
Helgin verður skemmtileg hjá mér en á morgun ætlum við helga að læra og elda saman og horfa svo á bíómynd eftir alla vinnuna. á laugardaginn fer ég að hita hana Völu hjá Dýrahjálp á ættleiðingardögum en ég er hækt og rólega að koma mér inn í það starf :D. Um kvöldið á laugardeginum fer ég og hitti MH ingana mína en ég hlakka mikið til þess :D.
En ég segi þetta nóg í bili þar sem Moli getur valla setið kyrr hann er svo ólmur að komast út í sinn annan labbitúr :S, en hann á það víst skilið þessi elska þar sem hann var einn heima í 8 tíma í dag en þessi vika hefur verið erfið fyrir hann þar sem það er engin heima og ég er að vinna mína síðustu viku þar sem ég er að vinna allan daginn.
En ég sendi bara knúsa og megi Guð vera með ykkur.
kær kveðja Fjóla og Moli