Tuesday, December 12, 2006

Próf, próf.... :(

Ég er orðin svo ofboðslega þreytt á þessum endalausa lestri fyrir próf. Ég var að skila ritgerð í gær fyrir Skandinavíska fornleifafræði þannig að með henni er ég búin að ljúka (vonandi) einum áfanga. Ég fer ekki í próf fyrr en 18. desember og seinastaprófið 20. desember þannig að ég er bara búin að vera að lesa...BORING DAUÐANS :(.
Í kvöld förum við davíð til pabba og mömmu í mat og vonandi hef ég tíma til að setja upp jólaþorpið hennar mömmu. Ég held að söngskólaskvísurnar ætli líka að hittast í kvöld og ég vona að ég hafi tíma til að kíkja á þær en þurfi ekki að læra allt kvöldið.
Ég er samt búin að ákveða að fara til Marisu á morgun og horfa á ANTM ekki spurning. Að lokum vil ég óska Benji til hamingju með sygurinn í So you think you can dance ég hélt með honum frá upphafi hann er svo nördalega yndislegur og flottur.



Ég hef það ekki lengra í dag. Ég segi bara gangi ykkur vel að lesa fyrir prófin og munið það eru bara 12 dagar til jóla :D.

Beless í bili Fjóla

Monday, December 04, 2006

Thanksgiving dinner :D


Þarna getið þið séð matinn algjört rugl.

Jæja þá er hinn langþráði Thanksgiving dinner búinn og men o men hvað hann var góður. Við mætum kl 18 og vorum þá innformuð að það yrði svona 35 mans ekkert smá partý það. Það var svakalegt fjör hjá okkur og mikill stemmari. Maturinn var rugl góður og ég hef sjaldan lent í máltíð þar sem meðlætir skiptir meira máli heldur en sjálfur kalkúnninn en það var einmitt svoleiðis þarna. Marisa gleimdi meira að segja að fá sér kalkún á diskinn sinn. Ég ætla ða fara yfir það sem var á boðstólnum. Fyrst skal nefna sjálfan kalkúninn heil 10 kg, því næst eru það karteflurnar ein venjuleg karteflu mús, önnur með sætumkarteflum og sykurpúðum og sú þriðja með sætumkarteflum og sykurhúðuðum hnetum. Þá er það einhverskonar ekkja, mais, osta réttur ofboðslega góður, því næst bbq baunabelgir, brauð, fillingin í kalkúnin, sallat og síðast en ekki síst sjö laga jelló sem tók hvorki meira né minna en 3-4 tíma að búa til þar sem hvert lag þarf að vera í kæli í allavegana 30 mín. Allir borðuðu eins og svín og voru gjörsamlega að springa þegar boðið var upp á Graskersböku sem var ótrúlega góð, hún eiginlega smakkast eins og hrátt blaut piparkökudeig mjög spes.
Ég er með nokkrar svipmyndir frá kvöldinu og ég vona að þið njótið vel og lengi af þeim.

Knús frá Fjólu fambadólu