Þarna getið þið séð matinn algjört rugl.
Jæja þá er hinn langþráði Thanksgiving dinner búinn og men o men hvað hann var góður. Við mætum kl 18 og vorum þá innformuð
að það yrði svona 35 mans ekkert smá partý það. Það var svakalegt fjör hjá okkur og mikill stemmari. Maturinn var rugl góður og ég hef sjaldan lent í máltíð þar sem meðlætir skiptir meira máli heldur en sjálfur kalkúnninn en það var einmitt svoleiðis þarna. Marisa gleimdi meira að segja að fá sér kalkún á diskinn sinn. Ég ætla ða fara yfir það sem var á boðstólnum. Fyrst skal nefna sjálfan kalkúninn heil 10 kg, því næst eru það karteflurnar ein venjuleg karteflu mús, önnur með sætumkarteflum og sykurpúðum og sú þriðja með sætumkarteflum og
sykurhúðuðum hnetum. Þá er það einhverskonar ekkja, mais, osta réttur ofboðslega góður, því næst bbq baunabelgir, brauð, fillingin í kalkúnin, sallat og síðast en ekki síst sjö laga jelló sem tók hvorki meira né minna en 3-4 tíma að búa til þar sem hvert lag þarf að vera í kæli í allavegana 30 mín. Allir borðuðu eins og svín og voru gjörsamlega að springa þegar boðið var upp á Graskersböku sem var ótrúlega góð, hún eiginlega smakkast eins og hrátt blaut piparkökudeig mjög spes.
Ég er með nokkrar svipmyndir frá kvöldinu og ég vona að þið njótið vel og lengi af þeim.
Knús frá Fjólu fambadólu