Wednesday, June 16, 2010

Byrjuð að flytja :D

Jæja það er ekki seinna vænna en að byrja að flytja :D. Í dag fengum við endanlegt svar um að við fáum að flytja inn í íbúðina sem við vorum búin að vonast eftir að fá þannig að núna er ekkert stress í gangi lengur varðandi það :D. Við tókum okkur til strax á mánudaginn og byrjuðum að undirbúa flutninginn en í gær og í dag erum við búin að vera hörku dugleg að setja niður í kassa það sem á að fara í geymslu og svo hvað við ætlum að taka með okkur þegar við förum núna milli 30. júní og 1 júlí. Við erum búin að tæma alla skápa og hillur í herbergi tvö þanni að núna erum við bara að geyma þar dót sem er tilbúið að fara á sinn rétta stað þegar að því kemur. Við erum líka búin að pakka öllum dvd, cd og bókum fyrir utan það sem við ætlum að taka með okkur þannig að sjómvarpsskápurinn er tómur :D. Megnið af öllum myndarömmum er komið í kassa, styttur líka og Davíð er búinn að skrúfa í sundur myndaborðið inni í svefnherbergi hjá okkur :D.
En við smeltum nokkrum myndum af svo fyrir ykkur heima ;D.

Hérna erum við s.s búin að taka allt innanúr skápnum

og það er s.s þarna út um allt gólf tilbúið til pökkunar :D

Davíð komin með fyrstu kassana :D

Ég búin að taka til allan þurr- og dollumat sem við tökum með okkur

Davíð tilbúin í að pakka meira

Bækur og meiri bækur en það er víst ekki mikill skortur á þeim hér ;9

Já við keyftum svona límrúllu haldara klippara (hvað sem þetta nú heitir). En við erum búin að sjá að það væri markt vitlausara en að fjárfesta í svona tæki miðað við alla þá flutninga sem eru búnir að vera í gangi hérna hjá okkur ;D. En þetta kostaði nú ekki mikið tæpa $10 með einni rúllu sem kostar tæpa $3.

Ég dugleg að pakka :D

Ég komin í bobbluplastið að plasta allt þetta brothætta

Svona lýtur skápurinn út núna en ferðatöskurnar vinstramegin er dót sem við tökum með okkur núna þegar við förum í lok mánaðarins og hinumegin í skápnum eru kassar og box sem fara í geymslu plús þessi taska þarna í miðjunni :D

Jæja ég ætla að hunskast í leikfimi vís komin tími á það fyrir löngu þar sem ég er búin að vera í einhverri endalausri ledi síðastliðna tvo daga :S.

Knúsar héða Fjóla og co

3 comments:

Anonymous said...

Vá þið eruð svo dugleg :)

Knús Kristín

Helga said...

Dugnadur, eg kvidi tvi ad turfa ad standa i tessu pøkkunarveseni a næsta ari! Ta bara borga eg mida fyrir tig til min Fjola svo tu getir hjalpad mer tar sem tu verdur ordinn svo mikill expert!:)
Eg skellti inn bloggi, hlakka til ad heyra fra ter.
Knusar og hlyjar kvedjur fra mer og voffatrioinu.

PS. Eg er ad verda buin med fyrstu seriuna i Breaking Bad og tvilik snilld!! Dasamlega vel skrifadir og leiknir tættir! Pinkman er samt i algeru uppahaldi :D

Anonymous said...

ohh haltu áfram að horfa á Breaking Bad þetta er svo trubblað spennandi núna :D

Fjóla