Tuesday, August 23, 2011

Buðum í íbúð...

... og boðið var sampykkt :D. Við fórum s.s. í gær að skoða íbúð í Mosó sem ég var búin að hafa augastað af síðan hún fór í sölu sem er bara fyrir nokkrum dögum síðan. Við möttum til að skoða en það var opið hús og HELLINGUR af fólki þannig að litla Fjólu hjartað panikkaði enda var þessi eign alveg nákvæmlega það sem við erum að leita að. Við biðum þangað til allir voru farnir og töluðum þá við fasteignasalann en by the way síminn hjá honum stoppaði ekki allt kvöldið. Strax eftir skoðunina fórum við upp á skrifstofur Remax og gerðum tilboð, og hér erum við núna :D.
Næsta skref er að fara í bankann og fara yfir lánamálin og greiðslumat og annað leiðinlegt banka vesen ;D.
Við erum alveg hreint í skíjunum og svo þakklát foreldrum okkar að vera tilbúinn að hjálpa okkur ða láta þennan draum verða af veruleika :D. TAKK MAMMA og PABBI og TENGDÓ :D.
Þið megið samt endilega hafa þetta áframhaldandi í bænum ykkar að það gangi allt vel með bankann þannig að þetta verði endanlegt :D. Ég setti ynn nokkrar myndir af eigninni fyrir þá sem ekki voru búnir að sjá neitt af henni :D.

Þarna er eldhúsið en þess má til gamans geta að ískápurinn verður eftir :D

Svona er húsið að utan

og síðast en ekki síst hérna er svo garðurinn :D

Knúsar og takk fyrir allar bænirnar.

Fjóla og co

Sunday, August 21, 2011

Miklar pælingar

Við erum búin að vera mikið að skoða íbúðir og erum satt ða segja komin með alveg upp í kok og erum að vonast til þess að klára þetta bara sem fyrst :S. Það er ein íbúð sem við erum alveg rosalega spennt fyrir í Mosfellsbænum sem við erum að fara að skoða á morgun og værum við alveg rosalega þakklát ef þið mynduð biðja fyrir þessu með okkur og að Guð sé vonandi á sömu blaðsíðu og við með þessa eign ;D. Það lýtur allt rosalega vel út með þessa eign og hefur hún allt sem við viljum þannig að það er mikið í húfi :S.
Annars höfum við það gott hérna megin, Moli er rosa hress og er búinn að vera duglegu að fara í göngur með vinkonunum en í dag fór hann í pössun til Helgu á meðan við fórum í skýrnina hans litla Sigurvins Elí Jónssonar (son Berglindar og Jón Ómars) en hann fór í göngu með fult af vöffum og skemmti sér svo rosalega vel þessi elska :D.
Annars eiga tengdó 29 ára brúðkaupsafmæli í dag og í tilefni þess fórum við í bröns í Turninn sem var alveg frábært. En svo ég segi ykkur smá frá skýrninni þá var hún haldin í Vindáshlíð og pabbinn sjálfur, Jón Ómar, skírði strákinn :D.

En það væri vel þegið ef þið biðjið fyrir þessum íbúðar málum með okkur þetta er svo DREP LEIÐINLEGT að standa í þessu :S.

Knúsar öll og Guð veri með ykkur

Fjóla

Wednesday, August 17, 2011

Moli minn er á leiðinni heim :D

Þá er dagurinn loksins runninn upp, dagurinn sem Moli kemur aftur heim til pabba síns og mömmu :D. Þetta er búið að vera erfiður og skrítinn tími að hafa hann ekki hjá okkur en við höfum haldið okkur uppteknum í vinnu og íbúðarleit og vina hittingum sem hefur bjargað okkur frá því að verða ekki brjáluð að huksa um hvað það var langt í að hann kæmi heim.
Ég ætla svo að dekra við litla prinsinn þegar hann kemur og hann fer strax í göngu á föstudaginn með stelpunum og voffa skvísunum en hann á það svo sannarlega skilið þessi elska :D. Hlynsi og Dísa eru strax búin að pannta það að við kíkjum við hjá þeim á leiðinni til baka og amma hringdi í vinnunna í dag að forvitnast þannig að ég kíki til hennar líka ;D. Elsku litli prinsinn á eftir að vera alveg uppgefinn eftir daginn :D.
En núna sit ég og literately bíð eftir því að tíminn líði svo ég geti farið afstað og náði í hann :D.

Knúsar

Fjóla Mola mamma

Monday, August 15, 2011

Moli :D

Ég fékk æðislegt símtal áðan þar sem mér var tilkynnt að ég má ná í Mola minn á miðvikudaginn kl 18:20 :D. Ég gjörsamlega get ekki beðið :D. Elsku litla barnið er búið að vera allt of lengi í burtu frá pabba sínum og mömmu.
Annars erum við á fullu að skoða íbúðir og við erum komnar með tvær sem okkur líst vel á og erum að fara að skoða helling í viðbót í þessari viku. Ég er að vonast til þess að komast í göngu með stelpunum og öllum voffunum aftur eftir allt of langt frí :D.
Annars bið ég ykkur að biðja fyrir þessum íbúðar málum en þetta getur verið alveg rosalega þreytandi.

Sendi knúsa á ykkur :D

Fjóla

Friday, August 12, 2011

Íbúðir

Þá er loksins komið að því... við Davíð erum að hella okkur út í íbúðarleit :D. Í dag eftir vinnu hjá davíð erum við að fara ða skoða 4 íbúðir eina í árbænum og hinar í grafavoginum hér og þar ;D. Ég vona svo sannarlega ða það gangi vel og við finnum eitthvað sem er spennandi fyrir okkur :D. Um helgina skoðum við svo allavegana tvær í viðbót huksanlega fleiri þannig að þetta gengur vel hjá okkur :D.
Annars gengur vel í vinnunni hjá mér nema það að ég borða allt of mikið ;9. Ég verð að vinna á laugardaginn auka vagt sem er bara alveg ágætt en er í fríi á sunnudaginn sem er frábært :D. Ég fékk hringingu frá einangrunar stöðinni í fyrradag og fékk þær upplýsingar að Moli losnaði væntanlega 17. ágúst um 18:00 og get ég ekki beðið að fara og ná í han :D. Við fáum staðfestingu á því hvenar við getum komið að ná í hann á mánudag eða þriðjudag :D.
Okkur Davíð var svo boðið í skírnarveislu til Berglindar og Jóns Ómars og hlakka ég MÖKK mikið til :D.
Annars langar okkur að biðja ykkur um að við finnum réttu íbúðina fyrir okkur og að þetta gangi allt saman vel því þetta er ekki lítið stressandi :S.

Við sendum bara knúsa á alla :D.

Kv Fjóla og co

Monday, August 08, 2011

Vinna og hundar

Jæja þá er ég að komast inn í riðmann í vinnunni en fyrsti venjulegi dagurinn minn var í dag. Eftir vinnu kom Helga vinkona og náði í mig en við kítum til Ólafar að skoða hvolpana :D. Þeir eru orðnir sprækari frá því ég sá þá síðast og ofsalega fallegir þessar elskur.
Eftir heimsóknina fórum við í göngu með Kristínu en ég get ekki beðið að fá Mola minn svo hann geti komið með okkur í göngutúra :D.
Annars höfum við það gott, við áttum 7 ára brúðkaupsafmæli í gær. Við fórum í kirkju um morguninn sem var frábært enda allt of langt síuðan við fórum í kyrkjuna OKKAr Fíledelfíu. Við kíktum svo í Kolaportið og keyftum harðfisk handa Davíð. Um kvöldið bauð Davíð mér út að borða og á tónleika í Hörpunni sem var alveg æðislegt :D.
Við erum vonandi að nálgast það að geta farið í greiðslumat en Davíð er næstum því kominn með ráðningasamninginn í hendurnar en ég get ekki beðið að geta farið að skoða almennilega íbúðir :D.

En ég bið ykkur vel að lifa og bið Guð að vera með ykkur.

Fjóla Dögg

Thursday, August 04, 2011

Var að fá fréttir af Mola :D

Ég sendi mail á einangrunarstöðina fyrir tveimur dögum síðan og var að fá svar þau sögðu að hann væri enþá yndislegastur og hefði það gott. Á morgun fer hann í seini blóðprufuna og ef allt gengur vel þar og niðurstöður blóðprufunar skila sér á réttum tíma þá losnar hann út kvöldið 17. ágúst :D. Ég get ekki beið að fá litla prinsinn minn heim til að kúra til fóta hjá pabba sínum og mömmu :D. Það er búið að vera alveg hrillilega erfitt að vera ekki með hann hjá mér. Ég hef þó fengið að hitta smá aðra hunda og fengið þá lánaða í knús en það hjálpar... smá.
Þau hjá einangrunarstöðinni voru svo æðisleg að senda mynd af kallinum mínum svona sem smá sárabót þar til ég get fengið að sjá hann sjálf eftir 12 daga :D.

Fallegasti minn svo duglegur í einangrunarstöðinni :D.

biðjið endilega fyrir honum og mér að þessi tími líði hratt.

Kveðja Fjóla

Tuesday, August 02, 2011

Fyrsti vinnudagurinn

Þá er fyrsti dagurinn í vinnunni búinn og ég verð að viðurkenna að ég er soldið þreytt :S. En Það er annar svona langur dagur á morgun og svo tveir stuttir. Ég fer samt á fimmtudaginn og þríf hjá ömmu áður en ég fer í vinnuna þannig að sá dagur verður líka langur en svo þarf líka að taka til hérna á Aflagrandanum.
En nóg með það. Elsku besti Maddi afi minn á afmæli í dag en á næsta ári er stór afmæli hjá afa og ömmu.
En ég held ég fari að koma mér í háttinn þar sem ég þarf að vakna snemma í fyrramálið en ég bið Guð að passa upp á ykkur.

Knúsar Fjóla

Monday, August 01, 2011

Má ég kynna.....

Njál Anga kallaður Njalli

Við vorum s.s að kaupa okkur bíl :D. Ég hef verið á fullu að skoða í samvinnu með Hlynsa bróssa á bland.is sem hefur gengið mis vel. Hlynsi fann þennan og var hann líka svona hrillilega flottur. Hann er árgerð 1998 og keyrður 158.000 kr. Hann er alveg fáránlega vel með farinn miðað við aldur, engar dældir, rosalega lítið af rispum, allt virkar, rafdrifnar rúður, heilsársdekk sem eru glæ ný, þannig að þetta gæti bara ekki verið betra. Við fengum hann á gjafa verði 290.000 kr en við höfum ekki séð neitt nálægt því að vera eins gott og þessi bíll hann er stórkoslegur. Við bara vonumst til að hann eigi eftir að koma vel fram við okkur þessi elska.
En mig langaði bara að segja ykkur frá þessari elsku þar sem hann er orðinn hluti af fjölskyldunni :D.

Kv Fjóla og Davíð