Thursday, September 29, 2011

Gámurinn....

Er fullur og tilbúin að koma heim :D. Davíð minn og tengdó eru alveg uppgefinn en sem betur fer com Colby og hjálpaði þeim að filla gáminn og þakka ég Guði fyrir það.
Allt hefur gengið rosalega vel og get ég ekki beðið að fá þau öll heim til að þakka þeim fyrir alla hjálpina og sérstaklega að knúsa kallinn minn fyrir að vera besti kall í heimi.
Annars er það að frétta að ég er byrjuð aftur í hundaatferlifræðinni og er ég bara spennt fyrir vetrinum enda spennandi fag sem ég er í :D. Ég stefni að því að vera alltaf viku á undan áætlun en það á alveg að ganga þar sem ég er nú þegar vel viku á undan áætlun.
Helgin verður skemmtileg hjá mér en á morgun ætlum við helga að læra og elda saman og horfa svo á bíómynd eftir alla vinnuna. á laugardaginn fer ég að hita hana Völu hjá Dýrahjálp á ættleiðingardögum en ég er hækt og rólega að koma mér inn í það starf :D. Um kvöldið á laugardeginum fer ég og hitti MH ingana mína en ég hlakka mikið til þess :D.
En ég segi þetta nóg í bili þar sem Moli getur valla setið kyrr hann er svo ólmur að komast út í sinn annan labbitúr :S, en hann á það víst skilið þessi elska þar sem hann var einn heima í 8 tíma í dag en þessi vika hefur verið erfið fyrir hann þar sem það er engin heima og ég er að vinna mína síðustu viku þar sem ég er að vinna allan daginn.
En ég sendi bara knúsa og megi Guð vera með ykkur.

kær kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, September 20, 2011

Davíð á leiðinni út

Þá er bara að koma að þessu en Davíð fer út á miðvikudaginn til Bandaríkjanna að ná í dótið okkar :D. Við hlökkum náttúrulega mikið til að flytja inn í nýju íbúðina og erum mikið búin að skipuleggja og bæla í hvernig við ætlum að innrétta og mála og annað skemmtilegt :D. Annars er það að frétta líka að ég er búin að skrá mig aftur í hundaatferlisfræðina og byrja ég 3. október í henni. Ég er komin með bækurnar og ætla að reyna að vera sniðug og skoða þær eitthvað áður en ég byrja ;9.
Hlynsi og Dísa eru komin heim frá Flórída sem er bara gegjað og pabbi og mamma koma á sunnudaginn :D.
Um helgina er ég að fara í bústað og slappa af en síðasta helgi var sko ekkert afslappelsi þar sem við vorum á fullu ða gera eitthvað alla helgina, þannig að ég ætla að njóta þeirrar næstu í bottn ;D.
En annað er s.s. ekki að frétta af okkur, við erum bara hress og spennt.

Knúsar og kossar á ykkur öll

Fjóla Dögg

Wednesday, September 14, 2011

Búin að skrifa undir Kaupsamning

Jæja þá er maður bara orðinn íbúðar eigandi í fyrstasinn 27 ára gömul :D. Vá hvað það er AWESOME!!!!! Við hittum eigandann sátum og töluðum við fasteignasalann og fórum yfir pappírana, 45 mínútum seina var þetta allt búið og allir í sælu vímu :D. Núna tekur bara biðin við að fá hana loksins afhenta :D.
Annars er ég búin að skrá mig í einn áfanga í skólanum mínum og búin að pannta bækurnar og alles þannig að þetta er allt að detta í gírinn sem er soldið skerí :S. En ég veit að ég á gott fólk sem hjálpar mér að róa sjálfa mig ;D.
Annars fór ég í alveg frábæra smáhundagöngu í dag þar sem Moli alveg blómstraði af ánægju :D. Ég stofnaði mína eigin síðu þar en stefnan er að vera með smáhundagöngur vikulega og vonast til að hópurinn verði bara sem stærstur :D. Þetta er heimasíðan http://hundaganga.blogspot.com/ en ég er búin að setja heilan haug af myndum þangað inn þannig að pabbi, mamma, kíkiði endilega ;D. Við Davíð fórum einnig á Biblíukennslu í Fíló í kvöld þar sem Helgi var að tala og var hann frábær eins og alltaf. Hann heldur áfram með sama efni næsta miðvikudag og er steffnan að mæta og hlusta á kallinn ;D.
Annars erum við bara hress hérna megin og er bara spennt að það komi helgi ;D.

Knúsar öll og takk fyrir að vera FRÁBÆR :D

Tuesday, September 06, 2011

Við eigum íbúð :D

Þá er bankinn LOKSINS búinn að samþykkja okkur og við meigum taka yfir lánið eins og það er :D. Við erum alveg í skýjunum og teljum bara núna niður dagana þangað til við fáum afhennt :D (34 dagar ;9). Ég get ekki beðið að fara að mála, þrífa, hundahelda gariðnn og taka til þar ásamt því að finna út hvar allt á að fara :D.
Annars er allt gott að frétta af okkur, við vinnum eins og hestar til að fá eins mikinn pening og hækt er til að geta borgað foreldrum til baka sem fyrst fyrir alla hjálpina.
Annað í fréttum er það að pabbi og mamma áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær og komum við þeim á óvart með ávaxta körfu sem sló líka svona í gegn enda rosalega flott :D. Mig langar bara að óska þeim enn og aftur til hamingju með daginn :D.
Annars ætla ég bara að setja fleyri myndir inn af íbúðinni þar sem það er fátt annað sem kemst að akkúrat núna :D.

Þarna er hjónaherbergið með flottum skápum :D

og forstofan :D

og garðurinn sem ég get ekki beðið að fara að nota :D. En það þarf líklega að laga grasið eitthvað jafnvel skipta alveg um og svo þarf að hundahelda hann þar sem það er smá rifa neðst sem auðvelt er fyrir litla voffa ða komast undir ;D.

Þarna er svo barnaherbergið en það er svona langt og frekar mjótt en fínt aukaherbergi eingu að síður.

Svo er það baðherbergið en ég vil laga sturtuklefann sem fyrst og setja hurðar. En þið sjáið vinstramegin á myndinni þá er rennihurð og þar fyrir innan er þvottahúsið :D.

Eldhúsið

Stofan

Stofan hinumegin

Takk fyrir mig

Fjóla :D