Monday, June 18, 2012

34 vikur :D

Jæja þá er maður víst komin 34 vikur á leið og ekki laust við að strákurinn sé farin að taka soldið meira pláss ;D. EN ég er þakklát fyrir að vera enþá full fær og hress, get enþá farið í langa labbitúra með Mola og í smá leikfimi þannig að þetta er allt bara mjög gott ;D. 

Knúsar á ykkur 

Fjóla og Bumbukallinn

17. júní

Í gær var 17 júní og ákváðum við Davíð að bjóða famelíunni í hádegis BBQ :D. Við buðum upp á tvenskonar kornbrauð sem bæði voru æðisleg, kalkúnabringu, svínarif, pooled pork (eða tætt svínakjöt í bbq sósu), salat, karteflumús með beikoni, graslauk, sýrðum rjóma og fleiru, og alskonar annað smá meðlæti ;D. 
Það var alveg rosalega gaman þrátt fyrir að veðrið var ekki alveg nógu gott til að sitja úti. 
Ég er búin með ritgerðina mína og búin að verja hana líka þannig að núna erþ að bara prófið sem er eftir og að setja inn eitthvað af því efni sem ég er búin að vera að gera á þessari önn inn í portfolioið mitt. 
En nóg um það hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum :D. 

 ummm svo gott :D



Adrían Breki var LAAANG flottastur í stólnum hans frænda síns og í vesta bolnum sínum ;D. 

Knúsar og Guð veri með ykkur 

Fjóla og Prinsinn (sem er ekki svo lítill lengur, að mér finst :S)

Thursday, June 14, 2012

Njáll Angi allur :S

Í gær lenti hann Davíð minn í því að rúta keyrði aftaná hann og hann henntist framaná næsta bíl :S. Bílinn okkar hann Njáll Angi er keyranlegur en vegna þess ða hann er gamall þá vill tryggingafélagið ekki gera við hann sem er alveg rosalega sorglegt því hann er frábær bíll :S. 
Davíð er búin að v era að vesenast í þessu í allann dag og ég fór með bílinn áðan til að láta meta skemdina en það er vel yfir því sem hann er virði (allavegana gagnvart öllum öðrum en okkur). 
Þá er víst næsta mál á dagskrá að finna sér nýjan bíl sem er að minstakosti eins góður ef ekki betri og hann Njáll okkar :S.

Tuesday, June 12, 2012

33 vikur og 2 dagar

Jæja myndin er tekin í dag 12. júní. 
Ég var svo heppin að hann Davíð minn keyfti handa mér tíma í nudd sem ég fór í í dag og er svona góð og slæm enda var hann duglegur að nuddast á ösklum og baki en það eru viðkvæmu staðirnir þessa dagana ;D. Ég hef verið að vakna á morgnana alveg rosalega þreytt í mjóbakinu, en ég ætti líklega að vera þakklát fyrir að það sé fyrst að koma núna ;9. 
Litli kall þrýrstir duglega á rifbeinin mín vinstramegin sem er alveg dásamlega skemmtilegt... NOT en annars erum við öll hress. Moli fær núna alltaf klukkutíma langar göngur á dag og ég reyni líka að fara ða minsta kosti 4 sinnum í líkamsrækt að hjóla eða bara eitthvað annað svona til að puða smá meira. 
En ritgerðasíðinn gengur ágætlega ég er allavegana ánægð með það sem ég er komin með (held ég) en ég er að skrifa um kosti og galla grænmetisfæðis til hunda, mjög áhugavert. 
En ég bið bara Guð að vera með ykkur.

Fjóla, Davíð, Moli og litli ófæddi prinsinn ;D

Monday, June 11, 2012

Góð helgi liðin :)

Jæja þá er alveg frábær helgi búinn en við Davíð fórum í útilegu á Laugarás með Báru, Ásgeiri, Ragga, Jóhönnu og honum Ísak Nóa :D. 
Það var mikið gert m.a. að fara í sund á Borg, fórum í Slakka, kíkja á Engi til Ingólfs og Sigrúnar frænku,spilaðir úti leikir, sólbaðast og spjallað saman um allt og ekkert. Við Davíð aftur á móti komumst að því að við þurfum að kaupa okkur nýja vindsæng því okkar er alveg búin á því :S. Tjaldið okkar er líka orðið hálf sjúskað líklegast farið að migla eitthvað þar sem það hefu ekki verið notað svo lengi :S.  
En annars er það í fréttum að ég ætla að taka að mér 4 daga í Vindáshlíð sem sjálfboðaliði vikuna eftir að ég klára skólann minn og hlakka ég alveg hrillilega mikið til þess :D. Ég fæ að vera í eldhúsinu með Báru sem er bara GEGJAÐ :D. 
En núna í þessari viku á ég eftir að sitja sveitt við ritgerðar smíð og í næstu viku er það svo síðasta vikan í kúrsinum mínum þannig að það er bara prófalestur all the way :S. 
Við Moli ætlum að koma okkur út núna í labbitúr enda gott veður og við bæði alveg komin á tíma með að fara út og fá okkur ferskt loft ;D. 

Knúsar Fjóla og co

Wednesday, June 06, 2012

Moli... alveg kostulegur hundur

Þar sem við Davíð eigum skemmtilegasta hund í heimi þá varð ég að deila þessu með ykkur. 
Við ákváðum að leifa Mola að prófa ömmustólinn sem hinn ófæddi á að eiga og sjá hvort að hann væri sáttur í honum og þetta gerðist ;D. 

 Hann var ekkert á leiðinni að fara úr stólnum bara svo sáttur með þessa fullkomnu stærð fyrir sig af hægindastól.
Núna er bara að sjá hvernig hann fílar það þegar við erum búin að setja battarí í hann og hann byrjar að víbra ;D. 

Knúsar Fjóla og co


Sunday, June 03, 2012

32 vikur búnar...

... og bara 8 eftir :S. Þetta líður allt of hratt ;D.