Friday, March 31, 2006

Vinnan í dag

Ég mætti í vinnuna í morgun kl 10 og er þar en kl 8 mínútur yfir 18. Ég á að vinna til kl 20 í kvöld þar sem það er sýning á Nótt í Feneyjum. Þessi sýning er samt ekki alveg eins og allar hinar að því leiti að Glitnir hefur keyft hana alla fyrir eitthvað að viðskiftavinum sínum að ég held. Nú er verið að undirbúa hér frammi á gangi alskonar veitingar í boði Solons og vín með.
Við sitjum hérna í miðasölunni eins og illagerðir hlutir og höfum ekkert að gera þar sem við þurfum ekki að hafa nein einustu afskifti af þessu fólki sem er boðið vegna þess að þau þurfa enga miða.

Ef afskaplega lítið að segja í dag þar sem ég hef bara verið að gera nákvæmlega ekkert í vinnunni í allan dag.

Love you guys

Kv Fjóla bestaskinn

Thursday, March 30, 2006

Hvolpamyndir dagsins í dag

Ég held svei mér þá að ekkert sé til fallegra í heiminum en lítill sofandi hvolpur. Þeir eru svo friðsælir og hafa ekki áhyggjur af neinu. Allt í kringum þá er spennandi. Þeir vilja bara leika hopa um í grasinu og skoða heiminn, þangað til þeir verða allt í einu örmagna af þreytiu og sýga niður og stein sofna eins og þetta litla cavalier skott.

Þessi hvolpur er nú samt ekki nema nokkra vikna að ég held þannig að hann er nú ekki farin að hreifa sig mikið um og skoða heimin en eiðir þeim mun meiri tíma í að hugsa um það.

Sjáiði hvað maður er nýr og bleikur og yndislegur. Þegar ég sé svona myndir langar mig ekkert meira en að klípa (samt ekki fast) í litu bleiku bumbuna og knúsa og kjassa svona lítið stýri. Þetta er svo fullkomin sköpun allt er svo vel skipulagt hvert einasta smáatriði.

Ég ætla að enda í dag með bæn hundsins


Ég lifi varla lengur en 15 ár. Mér líður illa án þín, hugleiddu það áður en þú tekur mig að þér. Gefðu mér tíma og svigrúm til að skilja til hvers þú ætlast af mér. Hrós þitt og umbun er sem sólargeisli - refsing sem þumgur dómur. Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég vil þér vel. Þú hefur þína atvinnu, átt þína vini og ánægjustundir - ég á bara þig. Talaðu við mig. Enda þótt ég skilji ekki mál þitt, þá skil ég tón raddar þinnar. Augu mín og látbragð eru mín orð. Áður en þú slærð mig, bið ég þig að muna, að með beittum tönnum get ég kramið hönd þína, en ég mun aldrei beita þig ofbeldi. Ef þér finnst ég leiðinlegur vegna annríkis þíns, mundu þá að stundum líður mér illa og verð pirraður, til dæmis í sólarhita. Annastu mig þegar ég verð gamall. Án þín er ég hjálparvana. Deildu með mér gleði þinni og sorgum. Veittu mér hlutdeild í lífi þínu, því ÉG ELSKA ÞIG.

Það er komið á hreynt


Jæja ég talaði við vinkonu mína í gær um hvorn hundin ég væri svo heppin að fá að passa og ég fæ hann Aski pask. Við fáum þau "mæðgin" í heimsókn á laugardaginn til að sjá hvað Moli segir við þessu öllu saman og hvort að Aski lítist einhvað á okkur ;). Eitli maður reyni svo ekki ða fara í göngu með þeim og fá hundana til að venjast því að vera nálagt hvor öðrum.
Ég er farin að vera mjög spennt yfir því að lifa með tveim hundum á heimili í viku og sjá hvernig til text.

Annars segi ég bara njótið dagsins, elskiði friðin og Guð blessi ykkur

Kær kveðja Fjóla

Wednesday, March 29, 2006

Chihuahua hvolpaskott í sumar

Þá fer að koma að því að mamma hans Mola hún Agla fari að eignast sitt þriðja got. Ég er sko alveg ógeðslega spennt að fá að sjá hvernig hvolparnir eru. Núna vill líka svo skemmtilega til að hin bestasta besta frænka mín ætlar að öllum líkindum að fá sér hvolp frá Öglu og það þýðir bara eitt..... Bara GAMAN fyrir okkur Mola. Þá fær Moli leikfélaga og við frænkurnar höfum afsakanir til að hittast oftar.
Moli kemur úr öðrugotinu hennar Öglu. Þá fæddust 3 strákar tveir snöggir og einn loðinn. Moli var seinasti hvolpurinn í heiminn og lang minstur. Allir héldu að Agla væri bara búin þegar hinir tveir bræður hans Mola voru komnir en þá var þreifað á Öglu til að athuga hvort það væru fleiri og þá fanst pínulitli Moli. Hinir strákarnir sem heita Leó og Aries búa báðir í Eyjum í sömu fjölskyldunni. Á myndinni hér til hliðar getið þið séð alveg splunkunýja hvolpa, samt ekki neina sem eru skildir Mola.
Fyrstagotið hennar Öglu skilaði 4 hvolpum þremur stelpum síðhærðum og einum strák síðhærðum.
Núna í þessu þriðja goti er Agla pöruð við sama pabban og í fyrstagotinu hann Rain.
Ég er orðin alveg afskaplega spennt að fá að sjá hvolpana en það má öruglega gera ráð fyrir því að þeir komi um lok apríl byrjun maí.
Svo í lokin kemur ein mynd af Mola þegar hann var bara nokravikna hvolpa skott. Maður verður náttúrulega ekki sætari en þetta fólk verður að gera sér það ljóst ;)
Annars get ég ekki sagt annað en ég hlakka til sumarsins og skemmtilegrar hvolpaframtíðar.

Hvolpa knús

Fjóla Dögg

Hundapössun um Pásakana


Nú vill svo skemmtilega til að ein vinkona mín er að spá í að skella sér út um páskana með fjölskyldunni og þá þarf pössun fyrir hundspottinn. Ég, Davíð og Moli verðum svo lukkuleg að fá einn lánaðan í viku sem verður náttúrulega bara gaman.
Ég lít á þetta sem góða og skemmtilega þjálfun bæði fyrir mig og Mola að fá að umgangast annan hund í viku þar sem stefnan er að fá sér annan hund sumarið 2007. Við fáum annað hvort strákin hann Ask sem er þrílitur Cavalier King Charls Spaniel eða Chihuahua skottið hana Seru sem er dögg súkkulaði svört, til okkar.
Ég vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur.

Bestukveðjur
Fjóla fambadóla

Tuesday, March 28, 2006

Nú er ég farin að vera nett spennt

Nú er farið að stittast í það að ég og Davíð förum til Flórída. Við förum í lok júlí og verðum í tvær vikur. Ég er svo löngu búin að skipuleggja hvað á að gera. Við ætlum tildæmis lámark í 3 garða. Fyrstan skal nefna Universal studios: http://www.universalstudios.com/index.php Þetta er garðurinn sem við ætluðum að fara í þegar við fórum síðast en hættum við. Núna ef afturámóti komið að því að skella sér í hann þar sem þetta er frábær garður. Mér er mjög minnisstæð tækin Jaws og Back to the fucher. Ég mæli sterklega með Universal fyrir alla sérstaklega þá sem eru ekki mikið fyrir sússíbana því það er ekki mikið af þeim hér.
Næst ber að nefna Magic Kingdom: http://disneyworld.disney.go.com/wdw/parks/parkLanding?id=MKLandingPage Það er náttúrulega draumaland sem öllum langar að heimsækja. Við Davíð fórum þangað síðast þegar við vörum úti og það var æðislegt. Það ríkir eintóm gleði og hamingja í svona garði. Þarna getur þú fengið að hitta alla þá Disney karagtera sem þér dettur í hug, farið í skemmtileg tæki eins og Pirots of the Carabien og Bangsímon land. Þetta er hinn fullkomni fjölskyldugarður þar sem allir geta fundið eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi. Það er gaman að segja frá því ða síðast þegar við fórum þá bar Davíð á sig sílaráburð nr 35 (held ég að það hafi verið) á allan líkaman frá toppi til táar til að brenna ekki en við gleymdum einum stað aftaná hálsinum og þegar við komum heim og skoðuðum hálsin á Davíð var hann glóandi rauður þannig að ég segi fyrir þá sem eru með viðkvæma húð þið verðið að muna að bera aftaná hálsin á ykkur ;)
Síðast en alsekki síst skal nefna Epcot: http://disneyworld.disney.go.com/wdw/parks/parkLanding?id=EPLandingPage
Þessi gerður hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Þetta er líka Disney garður eins og Magic Kingdom en altöðruvísi. Þarna er soldið sérhæft sig í að kynna mismunandi lönd og fara aftur í tíman og segja frá sögu heimsins. Til dæmis í þessari risastóru gólfkúlu (eins og ég kís að kalla hana) ferðast þú um í á vagni og ferð yfir sögu heimsins og hvernig heimurinn gæti orðið í farmtíðinni. Í þessum garði getur þú heimsógt lönd á borð við Ítalíu, Frakland, Kína og Noreg svo einhvað sé nefnt. Einnig er líka gert mikið úr því að fræða fólk um náttúruna og hvað hægt er að gera til að ræktahana og varðveitahana betur. Þú lærir heilmikið á því að fara í þennan garð fyrir utan það að þér getur ekki leiðst.
Það er alveg öfsalega mikið afskemmtilegum tækjum í Epcot en ekki rússíbana. Ég og Davíð fórum í nýtt tæki síðast þegar við fórum sem var t.d ekki eitthvað sem ég þoli, ég fékk mjög illt í magan en það lagaðist sem betur fer fljótt.
Þá er komið að þeim garði sem verður áukagarðurinn okkar í ár ef við höfum nægan tíma og nægt úthald til að fara í hann. Sá garður heitir Sea World: http://4adventure.com/seaworld/fla/default.aspx
Þessi garður er líka alveg frábær. Það eru mörg mörg ár síðan ég fír í hann síðast. Þarna átti hann Keigó okkar heima mestan hluta æfisinnar þangað til hann var sendur til að deyja hér á okkar krummaskuði. Þessi garður eins og nafnið gefur til kinna einbeitir sér að hafinu. Það eru alskonar sýningar með hvölum, háhirningu og selm sem eru á hverjum degi. Hægt er að fara og skoða heimin neðansjáfar með því að ganga í gegnum glergöng. Í Sea World er ekki eins mikið af tækjum eins og í hinum görðunum þessi garður er meria bara fyrir augað og til að fræðast um undirheima hafsins.
Þetta er það helsta sem ég vil segja um Flórída ferðina mína í sumar. Ég vona að þið hafið gaman af þessu.

Bless og takk í dag

Kveðja Fjóla

Sunday, March 26, 2006

Jæja niðurstaða íbúðar skoðunar

Við fórum í gært í Mosfelsbæinn (ég er nokkuð viss um það gleðji suma lesendur) og skoðuðum fjórbýlis hús sem var ofsalega smart. Þða var 93 fm, með sér garði sem er akkúrat það sem við erum að leita að. Okkur leist mjög vel á eignina og erum að liggja aðeins á þessu. Ég er samt ekki neitt viss um að við gerum neitt meira í þessu hún hafði marga kosti en einnig nokkra galla eins og það að eldhúsið, eitt herbergi og þvottahúsið voru gluggalaus. En ég verð að viðurkenna að hverfið var æðislegt.
Við höldum samt áfram að skoða og það kemur að því að við dettum í lukkupottinn.

Ég þakka fyrir í dag

Kveðja Fjóla fambadóla

Saturday, March 25, 2006

Chihuahua

Langaði að koma með nokkrar tjúa myndir þar sem að þeir eru svo skemmtilegir karagterar þessi skott.


Þessi er greinilega orðin soldið þreitur á kellingunni!









Já það er stundum ervitt að vera lítill í þessum heimi. Þarna sjáum við minsta hund í heimi Chihuahua og einn af þeim stlrstu Stóra Dan.













Öryglega sætasti póstur sem hægt er að hugsa sér. You got a Chihuahua ;)







Njótið dagsins í dag og Guð blessi ykkur

Fyrsta skoðunin

Núna í kvöld förum við Davíð ásamt mæðrum okkar að skoða fyrstu fasteignina. Ég er ofsalega hrifin af þessari eign en hver veit hvernig þetta fer.
Kanski þegar við komum þá komumst við að því að hundar eru ekki velkomnir sem þýðir ða við erum ekki velkomin eða kanski er þetta bara allt of dýrt fyrir okkur að vera að pæla í því.
Svo á hinn bogin gæti þetta verið húsið fyrir okkur sem hefur allt það sem við þurfum og meira til. Ég meina hver veit. Þetta hús lofar allavegana góðu varðandi þá punkta sem við þessum í byrjun svo eins og við segjum er sumt sem við komumst bara að í kvöld.

Jæja vonandi endar þetta vel :)

Kveðja Fjóla

Friday, March 24, 2006

Jæja það er KOMIÐ !!!!!!!!!


Þá er það komið. Myndbandið við Evrovision lagið okkar er komið og hefur það verið fært yfir á ensku á frábæran hátt að mér finnst.
Lagið heitir Congratulation og hér kemur það.

Þú getur séð það hér
http://youtube.com/watch?v=io9axbFBpk0
eða hér
http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=2078

Íbúðir

Nú er ég alveg orðin veik fyrir því að flytja í annað húsnæði.
Við Davíð og Moli lifum núna í tæplega 45 fm íbúð í húsi ömmu minnar og afa sem við erum gjörsamlega búin að sprengja utanaf okkur fyrir löngu og erum farin að dreyfa okkur vel um húsið hjá afa og ömmu.
Við örum búin að skoða heilan helling og höfum fundið margt sem er spennandi og margt sem er ekki eins spennandi. Það er ofsalega mikið framboð af íbúðum í Hafnarfirði eins og er, næst mest í Kópavogi og Garðabæ. Ég er líka að velta fyrir mér öllum möguleikum hvort að hægt sé að kaupa fallega íbúð og leigja hana út í einhverja mánuði jafnvel hálft ár eða lengur til að geta borgað upp lánið og annað sem fylgir, svo maður eigi auðveldara með að borga allt það sem borga þarf. Ég vona altaf að við höfum efni á því að kaupa íbúð núna en það verður að koma í ljós hvort það gangi upp. Ég bið þessvegna Guð um að hjálpa okkur að gera það rétta í stöðunni svo allt fari á besta veginn ;)

Ég bið að heilsa

Knús til ykkar allra

Kveðja Fjóla

Thursday, March 23, 2006

Hundamyndir dagsins í dag eru skemmtilegar


Þessi er af Afgan hundi á harðaspretti lítur soldið trillingslega út svona ;)
Það má til gamans geta að það var gerð könnun á því hversu fljótar mismunandi hundategundir væru að skilja skipanir sem þeim var gefin og tegundinn sem var lélegust á því sviði var einmitt Afgan hundurinn.

Lýsing
Fegurð og tignarleiki einkennir Afganhund á hlaupum. Í upprunalandinu, Afganistan, var þessi tegund notuð sem varðhundur og til að gæta að sauðfé og geitum, einnig við veiðar á antilópum, úlfum og sjakölum. Afganhundurinn en harðger, rólegur og oft áhrifamikill, honum líkar ekki að vera ónáðaður. Ástúðlegur og mjög tengdur eiganda sínum, hann er fjarlægur og jafnvel hrokafullur gagnvart ókunnugum. Afganhundurinn þolir vel bæði heita og kalda veðráttu.

Uppruni
Saga tegundarinnar er næstum því óljós. Afganhundur er frændi Saluki, forfeður hans eru taldir hafa borist frá Persíu (Íran) til Afganistan, þar sem síði feldur hans hefur líklega verið þróaður. Þeir voru fluttir fyrst til Englands í kringum 1890, með Breskum hermönnum.

Umhirða
Síður feldur Afganhunds þarf mikla og tímafreka umhirðu. Hann þarfnast daglegrar burstunar, auk vikulegs baðs og fagmannlegrar snyrtingu 2-3 á ári. Bleita skal yfir feldinn fyrir burstun, svo hann slitni ekki.HreyfingAfganhundurinn nýtur þess að fá að hlaupa laus á opnu svæði. Hann þarf nóg pláss og mikla hreyfingu.Leyfilegir litirAllir litir leyfilegir.

Hæð
á herðakambRakkar 69 - 74 sm. Tíkur 62 - 69 sm.

Þyngd
25 - 30 kg.



Þessi er náttúrulega bara sætur. Það gerist valla falegra en þetta. Ég hef altaf verið á því að Labrador hvolpar séu einir af sætustu hvolpunum. Það er bar eitthvað svo innilega bollulegt og kjánalget við þá

Lýsing
Þessi konungur Retriever hundanna er ákaflega virkur, kvikur, öruggur og traustur. Stundum kallaður ,,Bendir sækjanna," Hann hefur ótrúlega gott lyktarskyn og er frábært sundhundur. Hann getur sótt alla tegundir bráða á landi sem og vatni. Með gríðarmikið sjónmynni, getur hann munað lendingarstaði nokkurra fallina fugla. Traustur að rekja slóð, hann er góður sporhundur. Mjög jafnlyndur og aldrei árásargjarn, hann hefur ánægjulegan persónuleika sem gerir hann að yndislegum félaga. Hæfileikar hans hafa ekki einungis verið nýttir í veiði heldur einnig í aðra vinnu s.s. sem blindrahundur, fíkniefnaleitarhundur, leitarhundur, hjálparhundur fyrir fatlaða og sem afbragðs heimilishundur. Hann er einstaklega barngóður, elskulegur og blíður hundur. Labrador er ein vinsælasta hundategundin í heiminum í dag.

Uppruni
Innfæddur í Kanada, Labrador Retriever er talinn vera komin af Saint Jones hundi, sem byggði eyjuna Nýfundnaland á átjándu öld. Tegundin var endanlega sköpuð snemma á 20. öld á Englandi, þar sem hann var innfluttur eftir að hafa verið blandaður við Enska Pointer, aðalega. Þessi vinsælasti Retriever á óvenju jafnlynda persónuleika sínum að þakka, sem skýrir að hann sé fyrst og fremst hafður sem félagi.

Umhirða
Burstun við og við, auk kembingu þegar hann er að fara úr hárum. Fyrir sýningar er gott að strjúka yfir feldinn með nautaskinshanska til að fá aukinn gljáa. Varist ofböðun því þá fjarlægið þið náttúrulegu olíuna úr feldinum.

Hreyfing
Labrador Retriever þarf mikla daglega hreyfingu s.s. að sækja bolta og prik, hlaupa með hjóli eigandans eða röska göngutúra. Hann nýtur þessa að fá að synda. Honum líkar ekki við að vera skilinn eftir einn.Leyfilegir litirEinlitur svartur, gulur eða brúnn (lifur-súkkulaðibrúnn). Gulur nær frá föl kremlitum til rauðleits-brúns (refa rauður). Lítill hvítur blettur á bringu er leyfður.

Hæð á herðakamb
Rakkar 56 - 57 sm. Tíkur 54 - 56 sm.

Þyngd
25 - 30 kg.



Svo er það þessi hérna hann er náttúrulega bara brandari algjört æði með þetta fína kome over.
Er nokkuð viss um að þetta sé Shih Tzu hvolpur.



Lýsing
Shih Tzu er fjörugur, líflegur, kjarkmikill, ánægður og harðger hundur, með mikinn persónuleika. Hann er barngóður hundur og einnig góður með öðrum hundum og gæludýrum. Shih Tzu verður strax einn af fjölskyldunni og nýtur þess að vera í kringum hana. Hann þráir mannlegt samfélag. Shih Tzu er virkur og athafnasamur, og unir sér vel í borg sem byggð. Hann er góður varðhundur sem lætur vita ef einhver ókunnugur nálgast húsið. Nokkuð sjálfstæður og stundum þrjóskur, Shih Tzu er rólyndur og góður félagi. þessi blíði og káti hundur þarf mikla ást og umhyggju, hann er talin mannblendnastur af Asísku tegundunum.

Uppruni
Shih Tzu var fyrst ræktaður í Kína (Tíbet) fyrir mörg hundruð árum síðan. Kínverjar töldu þá heilaga. Að fá Shih Tzu að gjöf þótti mikill heiður. Í mörg hundruð ár var það siður hins andlega trúarleiðtoga, Dalai Lama, að gefa kínverska keisaranum slíka hunda af bestu gerð að gjöf. Kínverjar voru tregir að hleypa hundunum úr landi og bárust fyrstu hundarnir til Englands 1908. Líklegast er að Shih Tzu hafi orðið til við kynblöndun Lhasa Apso við Pekinghund. Árið 1954 viðurkenndi FCI tegundina. Heimaland Shih Tzu er Bretland.

Umhirða
Bursta og greiða þarf Shih Tzu daglega og baða reglulega. Fylgjast þarf með eyrum og augum. Klær þarf að klippa reglulega og klippa þarf hár á milli þófa. Binda þarf toppinn upp, svo hárin fara ekki í augun. Sumir eigendur klippa feldinn stutt, þá er feldhirða þar af leiðandi minni. Shih tzu fer lítið sem ekkert úr hárum.

Hreyfing
Shih Tzu er fjörugur hundur, hann ætti að fá daglegar gönguferðir og að hafa aðgang að garði. Honum líkar ekki að vera skilinn eftir. Leyfilegir litirAllir litir leyfilegir. Hvít blesa á enni og hvítt í enda skottsins æskilegt á marglitum hundum.

Hæð
á herðakambEkki hærri en 26 sm.

Þyngd
4 – 8 kg. (Helst af öllu 4.5 – 7.3 kg).

Þatta eru hundamyndir dagsins

Kveðja Fjóla

Smá biblíu brandari fyrir fólkið

Þessi er soldið góður

Atvinnu tilboð í dag TVÖ!!!!

Núna í morgun hef ég fengið tvö atvinnutilboð.
Ég sótti um að fá vinnu við ræstingar aukalega á morgnana hjá hreint hf og það var kona sem hringdi í mig í morgun og spurði hvort ég væri enþá að leita og hvort ég hefði áhuga á að fá vinnu hjá þeim. Fyrr um morguninn hafði ég svo fengið mail um það að ég gæti fengið vinnu við ræstingar á hálfum leikskóla eftir lokun leikskólans alla virka daga. Ég er mjög spennt fyrir því síðarnefnda og er ða fara í viðtal í dag. Ég aftur á móti er alveg afskaplega peningagráðug þessa dagana og dauð langar ða taka að mér hina vinnuna líka en ég er ekki viss um að það hennti mér. Sú vinna er kl 8-10:30 á morgnana alla virka daga og það þýðir það að ég get ekki mætt í Óperuna kl 10 en og ég geri alla virkadaga nema mánudaga. Ég ætla að velta þessu aðeins fyrir mér og sjá hvað ég geri.
Ég ætla allavegana að byrja á því að mæta í atvinnuviðtal hjá leikskólanum.
Ég þakka Guði fyrir þessi fljótu svör við bæn minni í gær um að ég fengi svör við atvinnuumsóknunum mínum. Hver segir svo að Guð sé ekki góður ;)

Veriði hress og ekkert stress

Wednesday, March 22, 2006

Evgeni Plushenko Ólempíumeistari í skautadansi 2006



Ég fann þetta snildar myndband á netinu af Plushenko sem er núna nýi Ólempíumesitarinn í listdansi á skautum kalla. Mér finnst hann alveg frábær. Þetta er gamalt myndband ekki frá ólempíuleikunum núna en það er alveg frábært.
Endilega lítiði á það

http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=2059

Skemmtileg videoklippa

Kíkiði á þessa hún er svakaleg

http://b2.is/?sida=tengill&id=153275

Cavalier King Charls Saniel


Planið er að fá sér Cavalier skott sumarið 2007. Það er því ekki seinna vænna að byrja að skoða ræktendur og hunda þar sem eftirspurnin er mikil og getur verið vanfundið að finna heilbrigðann góðann hvolp. Vandamálin sem koma upp við val á Cavalier eru ekki þau sömu og þegar velja skal t.d. Chihuahua. Alskyns sjúkdómar herja á Cavalier tegundina sem geta verið lífshættulegir dýrinu og kostað mikla penninga summu að koma í lag með aðgerðum og lyfjum. Þessvegna þarf að vanda valið MJÖG VEL þegar velja skal Cavalier hund. Sem betur fer hef ég góðan tengilið sem hægt er að leita ráða hjá sem er alfróð um tegundina og sjúkdóma hennar.
Hér kemur stutt lýsing á helstu einkennum tegundarinnar

Lýsing
Cavalier er vinalegur, kátur og blíður hundur, sem hefur orðið gífurlega vinsæll um allan heim. Á marga vegu er þetta fyrirtaks fjölskylduhundur og félagi. Cavalier er harðger, mjög félagslyndur og barnelskur. Hann er af þægilegri stærð, hann er með stærstu smáhundunum. Cavalier þolir vel kalda veðráttu og er tiltölulega auðveldur í þjálfun. Virkur, þokkafullur, ástúðlegur og óttalaus. Þessi litli spaniel var veiðihundur sem rak upp bráð, þefaði hana uppi og kom auga á hana. Cavalier geltir yfirleitt ekki óhóflega, og er ekki heppilegur varðhundur. Hann er greindur og kröftugur hundur.

Uppruni
Heimaland Cavalier er England en almennt er talið að hann eigi ættir sínar að rekja til Kína eða Japan. Árið 1920, kom Amerískur maður að nafni Roswell Eldridge á Crufts hundasýninguna í London í leit að King Chales Spaniel hundum með langt trýni, eins og sáust á málverkum eftir Van Dyck, af Karli konungi II og spaniel hundunum hans. Cavalier var nær útdauð tegund í lok 19. aldar en náði sér þó aftur á strik í kringum 1960. Árið 1940 var Cavalier viðurkennd tegund, en áður var hann sagður vera sama tegund og King Charles Spaniel.

Umhirða
Dagleg burstun og reglulegt bað. Fylgjast þarf með augum og eyrum.Cavalier fer nokkuð mikið úr hárum.HreyfingCavalier þarf meðalmikla hreyfingu en sættir sig þó við það sem eigandinn býður honum. Hann elskar útivist og að fá að hlaupa laus. Nauðsinlegt er fyrir Cavalier eigendur að hafa aðgang að garði.

Leyfilegir litir
Blenheim: kastaníubrúnir flekkir á perluhvítum grunni. Þrílitur: perluhvítur með svörtum flekkjum með brúnu á kinnum, yfir augum, innanfótar og undir skotti. Rúbínrauður: einlitur kastaníubrúnn. Svartur og gulbrúnn: hrafnsvartur með brúnum flekkjum á kinnum, doppur yfir augum, innan í eyrum, á bringu , fótum og undir skotti.

Hæð á herðakamb 25 - 34 sm.

Þyngd 5 - 9 kg.

Þeir sem hafa áhuga á þessari tegund geta skoðað eftir farandi sýður
http://www.hvuttar.net/?h=3432&g=117
http://cavalier.is/
http://cavalierhealth.com/ þar er hægt að skoða þá sjúkdóma sem hrjá tegundina

Tuesday, March 21, 2006

The Peter Pan dog

Við leifðum Mola að sleikja restina úr hnetusmjörsdollunni okkar vegna þess að honum finnst það svo got og við fengum alveg ofsalega skemmtilegar myndir af honum. Hér koma allavegana tvær.
Þessi er svakaleg!!
Hann er eins og lítið kropinbaks skrímsli. Svakalega skemmtilegt hvað maður getur stundum náð skemmtilegum myndum ;)

Knús knús frá okkur

framhald...


Þarna er hann búin að ná góðu taki á dollunni og reynir að ná restinni af góðgætinu í potninum

Sætustu strákar sem til eru !


Þarna eru svo strákarnir mínir steinsofandi morgunin eftir skemmtilegt náttfatapartý sem var haldið heima hjá okkur í febrúar.
Við fengum Berglindi, Báru, Ásgeir, Jón Magnús, Tinnu og Jón Ómar í heimsókn. Við átum nammi og snakk út í eitt fórum í Buzz sem Bára kom með og singstar, spiluðum, spjölluðum og enduðum með því að horfa á Red dragon sem allir steinrotuðumst yfir úrvinda af þreytu.

Þakka öllum fyrir skemmtilegt kvold vonandi getum við gert þetta fljótlega aftur

Knúsar til allra Fjóla

Fróðleikur um GullMolann minn


Þarna er höfðinginn í lausagöngu með mömmu sinni hjá Rauðavatni. Við hödfum verið dugleg að fara þangað uppá síðkastið þar sem Mola finnst svo gaman að hlaupa laus.

Moli er fæddur 10. apríl 2005. Hann er 2,5 kg og er Blá fawn á litin samhvæmt ættbók en brúni liturinn hefur tekið yfir. Hann er með Ættbók frá HRFÍ og er undan Perluskins Casper Dínó og Perluskins Annalís Öglu. Það voru þrír hvolpar í gotinu tveir snöggir og einn loðinn.
Moli hefur mest gaman af því að gera alskonar kúnstir eins og að setjast, leggjast, rúlla, heilsa o.s.fv fyrir smá nammi bita. Hann elskar að fara í lausagöngur með mér og stöksinnum með öðrum hundum.
Moli er fjörugur glaðlegur, kátur og skemmtilegur hundur sem nýtur þess að vera með fjölskyldunni sinni.

Jæja þá vitið þið það helsta um voffan minn

Kveðja Fjóla Dögg og Moli

Hlýðninámskeið Mola

Þá er komið að því

Moli á að fara á hlýðninámskeið eftir sirka 2 vikur. Ég er alveg að drepast úr spenningi að fá ða fara með honum það er svo svakalega gaman. Hann lauk hvolpanámskeiðinu sýnu fyrir hálfu ári síðan þannig að það er fínt að fá logsins að far með honum á annað námskeið.

Þá vitið þið það

Kv Fjóla og Moli

Íbúðir

Það er alveg ofsalega mikið framboð af íbúðum þessa dagana. Ég er búin að vera að skoða alveg ofslaega mikið og maður er alveg orðin ringlaður.
Reyndar eru við með alveg afskaplega miklar kröfur varðandi hvað íbúðin þarf að hafa og hér koma þær helstu
1. Verður að vera með stórum garði
2. Verður að vera stærri en 60 fm
3. Verður að vera á Jarðhæð
4. Verður helst að vera á hæð, tvíbýli, þríbýli,fjórbýli, einbýli eða raðhús/parhús
5. Hundar verða að vera leifðir
6. Verður að vera baðkar
7. Helst að vera nálægt Reykjavík
8. Helst ekki of gamalt hús
9. Helst ekki dýrari en 17,5 miljónir

Þetta er svona það helsta.
Ég er samt á því að íbúðir í dag eru altof dýrar. Ég reyndar vil spá því að íbúðarverð eigi eftir að fara lækkandi á næstu mánuðum miðað við það að eftirspurn er ekki svo mikil eftir íbúðim allavegana finnst manni það ekki þegar maður skoðar markaðinn.

Jæja látum þetta duga í bili

Vinna og vinna

Ég sit hérna í vinnunni að bíða eftir að eitthvað gerist.
Það er alveg afskaplega lítið að gera þar sem það er ekkert í gangi í Óperunni eins og er. Frumsýninginn a´Nótt í Feneyjum verður ekki fyrr en 29.mars.
Núna þssa dagana er ég að bíða eftir því að fá svar hvrot ég hafi fengið vinnu við að þrífa leikskóla á kvöldin, hentar ofalega vel fyrir mig að fá smá aukapening og geta gert vinnuna með Davíð þegar hann hefur tíma.
Mig er farið að hlakka svo til að fara í páskafrí get ekki beðið aðfá smá pásu frá vinnunni.

Bless í bili

Jæja þá er maður bara komin með Blogg

Ég áhvað að vera eins og svo margor af vinum mínum með blogg afhverju ekki ég get þá bara hætt ef ég nenni þessu ekki.
En þetta er fín leið til að láta tíman líða í innunni er það ekki ;)