Sunday, November 30, 2008

Aris og Jaki í snyrtingu

Hún Aris mín kom í smá snyrtingu loksins eftir að allt er úti um áframheldandi sýningavesen á henni. Hún fékk því bara alsherjar styttingu svona til þrifnaðar og þæjinda og er bara alsekki sem verst bara hvolpaleg og búttuð ;) Ég er allavegana ánægð með útkomuna og það er Kristín og hennar fkölskylda líka. Eitthvað frétti ég að sumir höfðu verið að seja að hún ætti bara alltaf að vera svona klipt að þetta væri miklu flottara ;).
Ég fékk svo hann Jaka sem pabbi og mamma JónÓ eiga í rakstur og alles og var hann ekkert smá breyttur eftir klippinguna eins og þið getið séð á myndunum.
Annars minni ég ykkur bara á mín daglegu blogg sem þið meigið eiga von á á morgun og út desember.

Kær kveðja Fjóla

Buxurnar á arisi soldið tættar fyrir klippingu

Aris fyrir klippingu

Buxurnar farnar alveg stutt

Aris eftir klippingu

og svo stuttu sætu hvolpalegu eyrun sín. Það er aðeins auðveldara ða halda þeim uppi svona ;)
Jæja þá er það hann Jaki sem er Peking og Poodle blanda. Þarna er hann fyrir klippingu

og þarna er hann svo eftir klippingu

Thursday, November 27, 2008

Facebook Facebook Facebook


Loksins er ég búin að fatta hvað Facebook er ávanabindandi. Ég er búin að vera í allan dag að fletta upp gömlum bekkjarfélugum og vinum og adda þeim inn hjá mér, ekkert smá gaman. Ég á eftir að hanga enn meira á þessari síðu núna en ég hef gert undanfarið. Nú veit ég hvað Marisa vara að tala um þegar hún sagði að þetta væri eins og blacktar heroin ;)

Kv Fjóla facebookari

Svo ein í lokin af vinunum Mola og Arisi bara sæt saman

Wednesday, November 26, 2008

Allt að verða vitlaust!!!!

Það er sko alveg nóg að gera hjá mér. Ég pakkaði í tvær heilar töskur í morgun og er ekkert smá stolt af mér. En ég er að reyna að vera smá á undan áætlun og gera eins mikið og hækt er so við séum ekki alveg á síðasta snúning með allt sérstaklega þar sem Davíð hefur svo mikið að gera fyrir jól í vinnu og skóla.
Annars er það að frétta að Davíð fór í endajakslatöku á mánudaginn og er búin að vera á fljótandi fæði núna í 3 daga og er ekki sáttur. Hann þarf að skola á sér munninn með saltvatni frekar ógeðslegt og er að háma í sig verkjalyf eins og það sé nammi. Það fer nú vonandi fljótlega að koma að því að maðurinn geti borðað almennilegan mat.
Ég er annars svo rugluð í þessum hundamálum og hrædd og veit bara ekkert þar sem ég á fullkomnasta hund í heimi og það verður svo rosalega erfitt að fá annan hund sem ég veit að verður ekki svona fullkominn eins og Moli og það er bara soldið erfitt að kingja því.
Annars er planið að skreyta fyrir jólin núna um helgina á milli kóræfinga og alls annars sem þarf að gera.
Jæja ég hef það ekki lengra að sinni og bið ykkur bara vel að lifa og Guð að blessa... s.s. ykkur ;)

kveðja Fjóla og Moli fullkomni hundurinn

Tuesday, November 25, 2008

Það eru komnir hvolpar :D

Ég er búin að vera í sambandi við Chinese Crested ræktanda úti á Flórída og eru fæddir hvolpar. Það fæddust 7 hvolpar 5 hárlausir og 2 powder puff strákar. Þá er bara að sjá hvernig skapið þróast hjá þeim og vona ég að sjálfsögðu að það verði einn undirgefinn og rólegur fyrir mig. En hér kemur mynd af krútunum sem eru allir svartir og er ég ekkert smá sátt með það ;)

Mér sýnist nú að skiftin séu 4 hárlausir og 3 puff en það er kanski bara vitleysa ;D Njótið vel.

Fjóla og Moli

Monday, November 24, 2008

jæja...

Þessi vika verður erfið. Núna er að líða ða jólatónleikum Fíladelfíu og þá verður mikið af æfingum og langar æfingar.
Í dag verður rólegasti dagnurinn minn í þessari viku en þá þarf ég bara að vinna frá 1-5 og svo Chihuahua þjálfun kl 19.
Á morgun þriðjudag er svo vinna í barnastarfinu fyrir Árbæjarkirkju og strax þar á eftir eða kl 18 er kóræfing til kl 21 úfff...
Á miðvikudaginn er vinna og svo ætlum við að hitta Jón og Marisu um kvöldið líklega.
Á fimmtudaginn er vinna og kóræfing strax eftir vinnu til 21 og svo hundafimi eftir það stórt úfff...
Á föstudaginn er svo vinna og kanski að ég taki Arisi í snyrtingu til mín um morgninn.
Á laugardaginn fæ ég svo hund í snyrtingu en þetta er hundur mömmu hans Jón Ómars gaman gaman ;).
Sunnudagurinn er frekar chillaður en ég ætla að byrja ða skreyta fyrir jólin um helgina þannig að það þíðir að þrífa og taka til líka :(.

En vonandi eigið þið góða viku og munið Jólin eru að koma þannig að ég deili með ykkur öðru jólamyndbandi... njótið vel ;D


Saturday, November 22, 2008

Gaman gaman...

Í gær fórum við nánasta fjölskyldan og tengdafjölskyldan á jólahlaðborð á Grand hótel. Maturinn var algjört æði eins og alltaf og skemmtum við okkur konunglega þrátt fyrir að Sveinbjörn var fjarri góðu gamni vegna hita og hans veikinda. Í morgun fékk ér svo Papillon til mín í snyrtingu og var hann ekkert smá flottur eftir snyrtinguna. Núna erum við svo að fara í kvöldmat til tengdó og svo ætla ég að hanga með Marisu og horfa á eitthvað skemmtilegt í kvöld.
Á morgun er svo Chihuahua jólaball í Gusti og hlakka ég mikið til þess að fara með Mola og hita alla voffana og hlusta á jólalög og borða eitthvað gott.
Við Davíð vorum að senda mail vegna íbúðarinnar okkar úti og sjá hvað er í boði og svona.
Ég hef það ekki lengra að sinni bara ég kem með meira seinna.

kv Fjóla og Moli

Thursday, November 20, 2008

oohhh....

Ég sem er búin að vera svo dugleg að losa mig við drasl og þá fæ ég það líklega allt aftur til baka. Græjurnar sem ég seldi eru líklega ekki í lagi og núna er að þurrkarinn :( Ég bara bið og vona að hún nái að laga það sem er að hjá honum því hann virkar en það verður víst allt blaut gólfið skil ekki alveg. Ég vil ekki fá hann aftur.
Annars er nóg að gera hjá mér eiginlega aðeins of þar sem ég er að hugsa alveg endalaust um allt það sem þarf að gera áður en við flytjum út og það er sko hellingur sem þarf að gera. Davíð hefur nánast engan tíma til neins nema það sem hann þarf að gera s.s vinna og læra þar sem nú fer að nálgast prófin og allt alveg á fullu.
Jólatónleikar Fíledelfíu verða eftir 2 vikur og ég hef valla tíma fyrir það því miður en ég ætla að reyna og sjá hvað gerist.
Í kvöld er svo matur hjá pabba og mömmu og við Moli ætlum að reyna að hjóla á pabba hjóli en svo hundafimi um kvöldið með Mola.
Á morgun er svo hundasnyrtidagir reyndar vara annar af hundunum sem ég á að fá að afbóka sig þar sem hann er slasaður en ég fæ þú einn og hef þá tíma til að vesenast í öðrum hlutum sem ég þarf að gera sem tengjast, jólagjöfum, ólaföndri og kveðjupartýs bakstri. Svo ætlar hún Marisa mín að vera svo góð að mála mig fyrir jólahlaðborðið sem ég fer í með famelyunni minni og davíðs um kvöldið rosalega gaman.
Annars finnst mér ég vera svona milljón kíló þessa dagana þannig að það er ekki gaman :(

Kveðja Fjóla Dögg

Tuesday, November 18, 2008

......

Það eru 52 daga þangað til við Moli flytjum út. Eins og sem flestir vita þá fer Davíð 4 dögum á undan okkur.
Það er alveg að líða ða þessu...úfff

Smá jóló hægt og rólega

Ég er byrtuð að jóla upp síðuna mína fyrir jólin og vonandi verður hún alveg rosalega jólaleg þegar það fer að nálgast jólin.
Annars er ég bara að bíða eftir að fá hund í snyrtingu til mín og svo er mjög bissy dagur frammundan hjá mér.
Ég hef verið að velta því fyri rmér hvort ég hafi tíma til að vera með á jólatónleikunum þar sem ég hef mist af einni æfingu og er að fara ða missa af annari núna í kvöld og ég veit ekki almennilega hvaða lög við erum að fara að syngja og einnig hvort ég hafi tíma fyrir að syngja á tónleikum 3 daga í röð. En ég sé til.
Kv Fjóla og Moli sinn

Monday, November 17, 2008

Ljósa show

Jæja gott fólk ég hef ákveðið til að fá fólk í jólaskap að setja inn svona link allavegana vikulega. Ég ætla ða byrja á uppáhalds klippunni minni sem er náttúrulega bara snild enda eru öruglega flestir búnir að sjá hana en ég fæ aldrei leið á henni.

Endilega tjáið ykkur hvað ykkur finnst.

Njótið vel Fjóla

Afi og amma að koma heim og Sveinbjörn veikur

Núna fer að styttast í að afi og amma komi heim frá Bandaríkjunum og er það bara hið besta mál. Ég er búin að vera að þrífa og taka til uppi og er að fara að klára það með pabba og mömmu núna á etir.
Annars er það einnig í fréttum að yrir helgi var Sveinbjörn teingdapabbi lagður inn á spítala með mjög háan blóðþrýsnitng og þingsli fyrir brjósti. Það kom svo í ljós eftir hjartaþræðingu að hann var með eina kransæð 99% stíflaða og allar hinar 80% þannig að það var nú ekki mikið pláss fyrir blóðið að renna til hjartans. Þrátt fyrir þetta allt fann hann ekkert fyrir þrótt leysi eða neitt skil það nú samt ekki.
Við Davíð og okkar fjölskyldur værum mjög þakklát ef þið gætuð haft Sveinbjörn í bænum ykkar en allt er að líta betur út held ég.
Jæja ég þarf að fara ða hita vatn fyrir kaffi pabi og mamma eru að koma með morgunmat JEI :9!!!
Guð blessi ykkur og eigiði góðan dag.

p.s. ég ætla ða gera það sama og í fyrra blogga, hvern einasta dag í desember. vildi bara láta mína dyggu aðdáendur vita ;)

Monday, November 10, 2008

Kveðjupartý Fjólu, Davíðs og Mola

Elsku vinir og ættingjar
Við hjónakornin og litla hundabarnið erum að fara af landinu góða á vit ævintýranna í hinni stóru Ameríku. Okkur væri það mikill heiður ef þið gætuð komið og glaðst með okkur áður en við förum. Partýið verður haldið 30 desember, í kaffisal Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu Hátúni 2, 105 Reykjavík og hefst hún kl 15 fyrir ættingja og kl19 fyrir vini. Boðið verður uppá kaffi og með því og vonumst við til að sjá ykkur sem flest hress og kát. Við viljum engar gjafir þar sem ekki er mikið pláss í töskum út og við eigum einfaldlega allt of mikið :D.

Moli:

Allir að mæta í sínu fínasta ;)

Hlökkum til að sjá ykkur
Davíð, Fjóla og Moli

Endilega látið okkur vita ef þið sjáið ykkur fært að mæta eða komist ekki
Kær kveðja Fjóla Dögg :D

Frábær sumarbústaðar ferð... eins og alltaf

Jæja við fórum í bústað með hjónakornonum okkar Marisu og Jóni og vá hvað það var gaman. Við tæplega þrítug fórum út í svartasta mirkri og fórum í feluleik. Ég var alveg hissa hvað mér fannst þetta alveg ógeðslaga gaman. Ég alveg lagði mig alla fram. Moli eiðilagði þó fyrir mér tvisvar sinnum með því að finna mig vegna þess að hann var að hjálpa þeim sem var að leita. En ég var bara stolt af honum. Hann fann eiginlega alla áður en við fundum þá ;9.
Við átum og horfðum á imban og átum smá meira og spiluðum og átum meira og töluðum saman. Strákarnir þurftu reyndar að læra smá en við Marisa lögðum okur á meðan mjöööög kósý.
En ég set inn nokkrar myndir svona fyrir augað.

Takk fyrir mig dúllur.

Elsku sætasti Davíðinn minn

Já Davíð og Jón eru MJÖG góðir vinir ;)

Marisa og Moli bara sæt ;)

Jón í góðum málum í Monapoly

Ég ekki sátt með Davíð í spilinu

Sunday, November 09, 2008

Moli Rauðakross hundur

Elsku litla músin mín var að gerast fullgildur Rauðakross hundur. Ég tók nokkrar af drengnum með klútin náttúrulega ekkert nema sætur. Njótið vel.
Ég á RAUÐAKROSS HUND JJEEEIIII!!!!!!

Thursday, November 06, 2008

Góð auglýsing í blaðinu

Pabba lingur er alltaf að enda mér eitthvað skemmtilegt og þetta var eitt af því.



Wednesday, November 05, 2008

Hundapælingar

Ég er búin að vera að skoða hunda sem eru að leita að heimilum á Flórída og er farin að hallast að því að fá mér Chinese Crested. Mér hefur alltaf líkað við þá og þeyr eru alveg margir hverjir gull fallegir. Ég er búin að vera að skoða tjúana og Crestedinn er miklu miklu fallegri. Ég mæli með að þið kíkið á þessa síðu http://www.petfinder.com/shelters/FL802.html og skoðið hundana ég féll alveg fyrir tveimur öðrum meira vegna persónleika en hinn vegna fegurðar en báðir gull fallegir. Jæja hundafólk tjáið ykkur endilega fræðið mig um tegundina er mjög spennt fyrir henni og ég veit að eini svona hundurinn sem Moli hefur eitthvað hitt og leikið við hentaði honum mjög vel og hann gat sko hlupið eins og vitleysingur.
Ég set hérna inn myndir af þessum tveimur sem ég féll fyrir. Þessi svarti er reyndar gegjaður en þessi ljósi er með alveg frábæra lísingu á skapi og hann er líka staðsettur í Flórída hinn ekki.

Hafið það gott og Guð veri með ykkur og blessi ykkur og varðveiti ykkur og Knúsi ykkur ;).

Barack Obama forseti Bandaríkjana

Obama 44 forseti Bandaríkjana og fyrsti svarti forsetinn.
Til hamingju :D

Tuesday, November 04, 2008

Hver verður forseti Bandaríkjanna?

Í kvöld ætlum við Davíð að vera með partý hérna heima til að fylgjast með forsetakosningunum. Við erum það heppin að þekkja raunverulegan Banraríkjamann og fáum við því að fara í partíið hjá Bandaríska sendiráðinu sem verður haldið á Grand Hótel og byrjar það klukkan 9 með snittum og víni í boði hússins ;9. Við fáum svo krakkana heim til okkar í kringum 11 leitið og þá verður bara PARTÝ!!!
Hvern vilt þú fá sem forseta Bandaríkjana? Legðu inn atkvæði þitt!
Obama
VS
McCain

Monday, November 03, 2008

Myndir frá Noregi

Elsku Helga ég vil bara þakka þér kærlega fyrir frábæara daga og ég sakna þín líka strax elsku dúlla. Ég get ekki beðið að fá þið geim um jólin og já ég veit að Guð opnar leið til að þú komist heim og María líka ;).
Þú ert yndisleg og mér þykir óendalega vænt um þig. Farðu vel með þig og Guð lessi þig margfælt
Þín vinkona Fjóla og vinur Moli
Jæja þarna erum við Fróði í heimsókn hjá Höllu

Þarna er ég með Sigrúnu stelpuna sem Halla er að passa

Fróði fallegi fallegi yndislegi dásamlegi sem ég hef saknað svo mikið. Eða eins og Helga segir Elsku litla Lúsin.

Ok... hann var kansi ekki alltaf tilbúin að vera sætur

Fallega frostið í jörðinni á morgnana

Ég og Fróði í lestinni á leið í skógargöngu hann er svo góður og stiltur í strædóunum og í lestinni sefur yfirleitt bara

Jæja við mættar í gönu og Helga með töskuna góðu algjör snild en kanski ekki í skógargöngutúr ;) Fólk horfði öruglega á okkur og pældi hvað við vorum að gera með hjólatösku í göngutúr ;D

Ég í frábæru veðri í göngutúr

Við vinkonurnar sælar

og svo ein af Helgu og Höllu en við fórum síðasta kvöldið út að borða á Fridays rosalega.

Ég ákvað að húka mér far á nauti sem var þarna rétt hjá

Ég og Fróði erum við ekki sæt?

Helga og Fróði í fallegu sólsetri við höfnina

Fróði sitjandi í fanginu á mömmu sinni eins og lítil bebe ;)

Saturday, November 01, 2008

Gaman gaman

Við Helga erum að gera okkur hækt og rólega til að fara út og skoða í búðum þar á meðal pet shop girls sem er rugl flott búð með rugl flott vörum en það er líka SJÚKLEGA DÝRT og þá meina ég SJÚKLEGA DÝRT!!!! Heimasíðan er petschopgirls.no endilega kíkið þið.
Í kvöld ætlum við svo að kauða okkur eitthvað gott að borða og gotterí og horfa á Jekill JE BABY!!!!
En annars stoppar ekki síminn minn hérna úti ég er að giska á að þetta sé barnalands fólk að hringja út af þurkaranum sem ég setti inn en ég tími ekki að svara símanum til að gefa þeim einhverjar upplýsingar. Annars segi ég ekki meir í bili.

Bið að heylsa ykkur og skemmtið ykkur vel í dag.

p.s. Davíð og Moli ég ELSKA YKKUR!!!!! :D