Sunday, July 28, 2013

Afmælisveislu myndir

Jæja ég er búin að fara yfir myndirnar frá afmælinu hans Salómons og vildi deila þeim bestu með ykkur :D. 

 Í nótt kl 2:54 verður strákurinn minn formlega orðinn 1 árs :D

 Þá var að fara í partý dressið sem Salómon fanst ekki eins skemmtilegt að gera og mömmu hans fanst gaman að sjá hann í dressinu ;D

 Töffarinn tilbúinn :D

 Bangsímon kakan með banana og hindberjakreminu sem Gugu frænka, amma Linda og afi Sveinbjörn bökuðu :D

 Langaamma Lilly komin með Mola í fangið

 amma Linda með litla afmælis prinsinn :D

 Sveinbjörn afi að ræða við Madda langaafa

 mamma og afmælisbarnið hjá öllum kræsingunum:D

 Lilly, Margeir, og Krúsa að fylgjast með afmælissöngnum

 langaamma Hrefna og langiafi Raggi :D


 Margeir að heilsa uppá Salómon frænda

 Sunneva að borða kræsingar með pabba sínum

 Margeir litli með ömmu sinni :D

 Verið að ræða málin

 mæðginin

 Það var sko gaman að fá að opna alla pakkana og skoða pappírinn vel og vandlega ;D


 langaamma með Adrían frænda

 Salómon Blær fékk Nemo frá Gugu frænku :D


 Svo var sko gaman að skoða bílana frá Hlynda, Dísu og Adrían með Ragga langaafa


 Gaman hvað feðgarnir eru samheldnir í að opna muninn ;D

 Flott saman :D

Rosalega skemmtileg og áhugaverð bók sem Salómon fékk frá Ástu, Guðjóni og Sunnevu 

 Svo var Salómon líka svo hrifin af sunnevu frænku sinni að hann bara mátti til að halla sér uppað henni og knúsa hana ;D

 Salómon Blær fékk svo hjólahjálm til að fara með Reiðhjólsstólnum sem hann fékk :D. Hann var ekkieins hrifin af hjálminum og við hin ;D

 eins og sjá má hahaha....

 Systkinin að sóla sig enda var veðrið í gær algjörlega dýrlegt og það besta sem af er sumars að okkar mati 

 Frændurnir góðir saman

 Margeir var sko algjör töffari í sólinni með hatt og sólgleraugu alveg eins og ekta gæji

 Sunneva var svo dugleg að hjálpa litla frænda sínum 


Maddi Langiaafi og Lilly langaamma


 Við ætluðum að reyna við hvort Salómon væri til í að vera með sólgleraugu....

 hann hélt nú ekki

 Frændsystkinin saman með litlu frændurnar: Lilli og Margeir Garibaldi, Fjóla og Salómon Blær og Hlynur og Adrían Breki

 Salómon að knúsar og kyssa langaömmu sína bless :D

 Frændur að spila á píanó með Davíð en það var sko ekki leiðinlegt


 Svo þurfti maður að baða sig fyrir svefninn auðvita en minnmaður fór bara ítrekað ofaní með andlitið og fanst það ekkert nema sjálfsagt

 ... eins og sjá má hér ;D

 Froðuskegg

 Góða nótt. Á morgun vakna ég og ver orðinn 1. árs gamall :D

 Frændsystkinin

 Svo var Salómon svo góður að knúsa Gugu frænku áður en hún fór til Þýskalands að skemmta sér :D


og svo fékk hún koss líka :D

Það er skrítið til þess að huksa að á þessum tíma fyrir ári síðan var ég að undirbúa það að fá tengdó í mat með 5 mínutur á milli hríða og þver neitaði að hætta við allt saman því það bara gæti ekki verið að drengurinn væri að fara að koma strax. Ég vann mig í gegnum matinn með reglulegum ferðum inná klósett eða inn í svefnherbergi til að takast á við mesta verkinn þar til Davíð loksins fékk leifi til að láta þau vita að ég væri búin aðvera að fá verki og það væri ca. fimmmínútur á milli. Ég hélt nú ekki að ég ætlaði að fara uppá spítala en þau náðu að tala okkur inn á það aðhringja allavegana og athuga hvað þær segðu upp á spítala. Um kl 22.00 vorum við að leggja afstað upp á spítala og skiluðum af okkur Mola til pabba og mömmu en éghand viss um að við myndum ná í hann eftir smá stund því þetta væri ekki að fara aðgerast núna. 5 tímum seina var Salómon Blær Davíðsson mættur í heiminn hress, gullfallegur, þreyttur og okkar. Takk fyrir allt elsku himneski Faðir hann er það dýrmætasta sem þú hefur gefið mér.

Knúsar Fjóla og co