Saturday, May 31, 2008

Ég er útskrifuð!!! :D

Jæja, ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga síðastliðna daga. Núna er svo komið að ég er að leggja af stað á morgun heim til Íslands ásamt tengdapabba- og mömmu, Guðlaug Maríu, Benjamín og Davíð. Ég útskrifaðist í dag með meðaleinkunn upp á 99 af 100 og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir yfirburðarárangur. Ég er rosalega sátt og rosa glöð með að hafa komið hingað og stundað nám við þennan frábæra skóla sem ég var í. Ég hlakka til að koma hingað í sumar og kíkja í heimsókn í skólann, því allir sem ég hef kynnst, kennarar og nemendur eru frábærir í alla staði. Ég er með fullt af myndum sem ég sé mér ekki fært að skella inn fyrr en ég kem heim til Íslands, en þið bíðið bara spennt eftir því ;).
Við fórum út að borða með Verði og Ester, forstöðuhjónunum okkar í Fíladelfíu heima. Við fórum á Romano's Macaroni and Grill, rosaskemmtilegan Ítalskan veitingastað, þar sem mottóið virðist vera, "if you can sing...you can serve", en allir þjónarnir eða a.m.k. margir þeirra virðast kunna þónokkuð mikið í klassískum óperusöng.
Það er skrýtin tilfinning að vita til þess að ég er loksins að fara að komast heim. Ég hef talað um það í skólanum en þá sagði Kristina, að "I was leaving one comfort zone to go into another" sem að er mjög satt, því mér hefur liðið mjög vel hér og hefur alltaf liðið eins og Flórída sé mitt annað heimili, og það hefur ekkert breyst.
Moli...loksins, loksins hitti ég Mola minn. Ég er búin að taka frá mánudaginn og verður hann tileinkaður Mola. Ég byrja svo að vinna í bakaríinu strax á þriðjudag, vinn alla næstu viku frá sjö til tvö, alla þar næstu viku frá eitt til hálf sjö og svo veit ég ekki hvernig framhaldið verður, en vonandi fæ ég morgunvaktir. Við Davíð, ætlum að vera dugleg að hjóla á hverjum morgni í vinnuna, til að losna við spikið ;) og spara bensínkostnaðinn...SÆLL! Eins og þið vitið, eigum við Davíð Mustang hérna úti, sem eyðir nú ekki litlu þessi elska, eða eins og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni myndi segja: "Hann er svangur...gefðu honum að borða". Við erum samt sem áður búin að reikna það út að það er ódýrara að fylla hann af bensíni, heldur en að fylla pínulitlu músina sem er heima, hann Trölla Angantýr. (það er ekki bara ódýrara heldur HELMINGI ódýrara!!!!) Gallonið hér, sem er um 4 lítrar, er rétt tæplega 4 dollarar, sem þýðir að líterinn er á um 75 kall! sem er meira en helmingi ódýrara heldur en líterinn heima á Fróni. Við sáum samt í fréttunum hér um daginn að gallon á bensíni í Noregi, er um 9 og hálfan dollar, sem er meira en okkar rúmir 8 dollarar á Íslandinu.
Jæja, núna er bara að fara að koma sér í rúmið, slappa af fyrir mikið ferðalag, aftur heim til Íslands og ykkar allra sem ég hef beðið eftir. Helga, við þurfum að skipuleggja Önnu í Grænuhlíð kvöld sem allra allra fyrst.

Guð blessi ykkur og varðveiti,
Fjóla Dögg, graduate 2008 of the Florida Institute of Animal Arts

Sunday, May 25, 2008

Jæja!!!!!!!!!!!!

Ég er náttúrulega enganvegin sátt með þessi fáránlegu úrslit í Eurovision í gær þvílikt bull og vitleysa. Ég reyndar vissi að þetta myndi gerast Rússar telfdu fram ekkert smá góðu spili eingum öðrum en Evgeni Plushenko álfum margföldum listskauta meistara sem er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér persónulega. Ég veit líka að ef sönvarinn sem söng lagið hefði kunnað að syngja og bakraddirnar hefðu passað við lagið hefði ég öruglega fallið bara útaf Evgeni Plushenko. Ég persónulega skil ekki þessi þrjú efstu lög í gær það voru svo mörg miklu miklu miklu betri en þau eins og lagið frá Tyrklandi...... eruð þið að tjóka í mér þetta var fyrsta pissu pásu lagið mitt og það var heil lengi eit af efstu þremur. Svo er það náttúrulega það að þegar við fengum fríking 12 stig þá nei nei bara beint með myndavélina á RÚSSANA vegna þess að þeir voru búnir að vinna. Þetta er náttúrilega enganvegin hækt.
Ég var eins og má kanski heyra frekar pirruð eftir úrslitin í gær og er eiginlega búin að ákveða að gefa Eurovision upp á bátin þegar við flytjum út eins mikið og ég elska Eurovision þá er þetta bara of ósangjarnt að mínu mati. Ég á samt eftir að kaupa diskin vegna þess að ég hef gaman af svo mörgum lögum í Eurovision en að horfa á t.d. úrslitin ég bara meika það ekki.
Jæja en núna að allt öðru. Við fórum á ströndina í gær og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir að þegar við mættum á svæðið væri rignig og við vissum ekki hvort það myndi koma sól en jú jú viti menn það varð líka þeta fína veður. Við entumst í alveg rúma 2 tíma og fórum í sjóin og röltum og láum o.s. fv. Það var samt ekki alveg tekið alvarlega þegar ég talaði um að sólin væri mjög sterk og þú værir að brenna þrátt fyrir að það væri skýjað þannig að núna eru allir laveg eldrauðir eins og soðnir humrar og bera á sig after sun í gríð og erg ;). Ég er samt komin með það sterka húð að ég var ekki með neitt mér á flestum stöðum en samt sást ekki á mér.
Jæja ég verð víst að fara ða drífa mig að gera mig til fyrir dagin draka Davíð og Benjamín og kanski Sveinbjörn út að skokka og skella okkur svo í Kirkju.

Eigiði góðan dag :D

Davíð að hoppa

Ég að hoppa

Benjamín að hoppa


Það er bara smá munur á okkur en það sem er mest skeri er að ég var svona hvít eins og Davíð þegar ég kom :S

Feðgarnir á ströndinni

Sveinbjörn með far en kanski ekki það far sem hann var að vonast eftir ;D

Davíð skaðbrendur í andlitinu
og á bakinu

Fyrsti 100% test dog hundurinn minn en ég þarf að taka þrjá. Þetta er það sem kallast Maltepoo eða Malties og Poodle blendingur

og hér er hún eftir klippingu

Saturday, May 24, 2008

Eurovision JJJEEEE!!!!!!!!!

Jæja við erum komin áfram loksins loksins. Ég er soldið sein enda að horfa á undankeppnina okkar degi á eftir en rosalega er ég glöð og get ekki beðið að horfa á keppnina á morgun.
Ég er að fara eftir nokkrar mín að ná í Davíð minn úr á flugvöll JJEIIII!!!!!!!!!!!!!! Á morgun er svo strandar dagur. Við ælum svo að reyna að fara kanski í mini golf eftir strönd og svo beint heim að horfa a Eurovision í beini gegnum netið og kanski svo Indiana Jones í kvöld í bíó YEESSSS!!!!!!!!!!! Það væri nú soldið gaman ef við værum aftur að keppa um Svíþjóð um titilinn en í þetta skiptið fengjum við hann.... hvað maður má láta sig dreyma ;). Ég er annars fyrir utan íslenska lagið mjög hrinif af Svíþjóð, Portúgal, Danmörk, Serbíu og fleirum sem ég man ekki akkúrat núna ;).
Annars segi ég bara allir í Eurovision skapi og ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!!!!! :D:D:D:D:D:D
Kv Fjóla á Flórída missi ekki af Eurovision þrátt fyrir að vera í Bandaríknum þar sem engin veit neitt í sinn haus ;)

Thursday, May 22, 2008

Jæja mamma heimtar blogg og myndir og hér kemur það ;D


Í gær á afmælisdeginum hennar Guðlaugar hitti ég þau eftir skóla á Rainforest Café og á meða ég beið labbaði ég um Dow town Disney og fékk að smakka súkkulaði sem ég deildi svo með þessari flugu sem var hæst ánægð :D

Afmælis barnið hress og kát

Ég fékk líka svona flottan drykk í en flottara glasi mjög sát

Þarna sjáið þið Volcanoið okkar við vorum gjörsamlega sprungin eftir allt átið en ég fékk alveg rosalega góða kjúklinga vefju með barbiq sósu


Benjamín með topp eldfjallsins

Ég fékk þann heiður að fá að raka þennan fallega Keeshund í dag. Hún heitir Dixi og er algjör fjörkálfur. Hér er hún semsagt fyrir

og hér er hún eftir. Yfir leitt finnst mér sorglegt að sjá hundana svona alsbera og asnalega en í þessu tilviki fanst mér það ekki ar sem hún er með slæma húð sem þarf að ná að anda. Svo er hún bara svo sæt fyrir <;)

Dagurinn hélt áfram og ég gerði eitt af því tilgangslausara sem ég hef nokkruntíman gert en það var að raka niður með blaði nr 10 (sem er mjög stutt) snögghærðan Chihuahua hund. En hann leit samt vel út algjör dúlla. Það er alveg merkilegt hvað ég hef miklmeiri þolinmæði fyrir Chihuahua hundum heldur en öðrum ekki það að ég sé einhvað pirruð út í alla aðra það bara sést hvar hjartað liggur ;)

Wednesday, May 21, 2008

Til hamingju með afmælið Guðlaug

Jæja þá er Guðlaug María orðin 14 ára. Þau eru að fara í Magic Kingdom í dag og eiga þau eftir að skemmta sér konunglega ;). Ég hitti þau svo í Rainforest Café í kvöld eftir skóla.
Skemmtu þér rosalega vel í dag dúllan mín.

Afmæliskveðjur Fjóla og Fabio Moli

Myndir

Jæja fátt að segja fyrir utan það að Davíð minn er að koma eftir 2 daga og ég kem heim eftir 9 daga og þá hitti ég Mola minn :D get ekki beðið. Eurovision er á laugardaginn og að sjálfsögðu ætla ég að glápa á það í gegnum netið. Ég sakna Íslands og get ekki beðið að koma heim fara ó fáar Esjuferðir, fjöruferðir á Kúluströnd, hjóla í vinnuna, fara í útilegur og sumarbústaði, fara hringin, Kotmót, Kolaportið og fleira og fleira. En njótið bara myndana.
Linda og Sveinbjörn hjá einum af mörgum blómaskreytingum í Epcot en þessa dagana er einhver blómasýning

Við vitleysingjarnir

Fallegt sólsetir og mér fanst líka pálmatréin minna á Golgata krossana þrjá.
Spaceship Earth eða Kúlan eins og ég kýs að kalla hana í Epcot. Þarna er hún upplýst eftir alveg stórkoslega flugedasýningu

Falleg ljósaskipti
Einn af tilraunadýrunim mínum í dag. Bað um að fá að gera Schnauser patern og ég fékk var bara soldið ánægð með the resolts.

Þetta var öldungsgrei með mjög slæma húð en hann leit svo miklu betur út eftir klipinguna

Sunday, May 18, 2008

The Holy land Experians

Við byrjulum morgunin á IHOP í afmælismorgun mat. Allir voru rosalega sáttir við matinn og vilja fara aftur sem fyrst. Þá var lagt afstað í The Holy land experians. VÁ VÁ VÁ!!!!!!!!!!!!!! Ég er gjörsamlega heilluð. Þessi garður er æðislegur í alla staði og þvílík upplifun!!!!!!!! Við mættum í Holy land um tíu leitið. Þegar við gengum inn tók á móti okkur Jerúsalem stemmning allir í þannig fötum og húsin í þeim anda. Éf féll strax fyrir öllu þarna. Við lbbuðum strax inn í uppoð og fylgdumst aðeins með því. Svo kom Jesús. Maður gjörsamlega fékk fiðring í magan að sjá hann og fylgjast með leiksýningunni algjört æði. Þau erum með ekkert smá flott starfsfólk á sínum böndum. Ég var alveg heilluð frá byrjun til enda. Við fórum á fult af sýningum meðal annars þegar Jesús læknar blindamannin, Jesús krossfestur og upprysinn, hundraðshöfðingin og Jesús ásamt lofgjörðar sýningu þar sem var farið yfir hvernig Kristin tónlist hefur breist í gegnum aldirnar algjör snild.
Leikurinn og söngurinn og alltannað sem var lagt í þetta var algjörlega óaðfinnanlegt og frábært og ég get ekki beðið að fá Davíð með mér hingað helst strax í sumar og draga pabba og mömmu með ég veit þau hefðu gaman af þessu. By the way Helga þú ÁTT að fara með mér í þennan garð sem allra allra fyrst þú myndir fíla þetta í tætlur er ég viss um.
Ég á svo erfitt mað að lýsa því hvað þetta var frábært sjón er sögu ríkari, en það fer allavegana ekki á milli mála að ég átti frábæran dag og held ég að hinir hafi skemmt sér alveg jafnvel og ég ;).
Við kíktum svo á Olive Garden eftir garðin og fengum okkur að borða og svo var farið stutta verslunar ferð í Walmart. Núna er ég að blogga, Linda, Guðlaug og Benjamín að horfa á tv og sveinbjörn hrítur uppi í rúmi alveg búinn eftir dagin ;) litli kallinn. Á morgun er svo kirkja og sundlaug held ég bara smá afslppun fyrir mánudaginn því þá tekur Epcot við :D.
Annars læt ég fylgja með fult af myndum frá deginum í dag og vona ég að þið njótið vel og sjáið kanski brota brot af því hvað þetta er gegjaður garður.

Knús knús Fjóla
Benjamín og Sveinbjörn á IHOP

Linda, Guðlaug og ég á IHOP

ummmmm..... pönnukökur!!!!!!!


Afmælisbarnið og Guðlaug með fjall í baksýn

Lítið líkan af Jerúsalem alveg rosalega flott

Jesús eftir að hann læknaði blindamanninn og leifði börnunum að koma til sín :D

Rómverskur riddari réðist inn í Jerúsalem ...

Drottningaleg eða hvað ;)
Þarna er Jesú að koma og labba upp að Golgata

Þarna er hann Korssfestir

Saturday, May 17, 2008

Til hamingju með daginn :D!!!!!!!!!!!!!!

Til hamnigju með daginn mamma og tengdapabbi. Ég vona aðþ ið eigið eftir að eiga frábæran dag í dag.
Kær afmæliskveðja Fjóla Dögg í Flórída

Wednesday, May 14, 2008

Myndir frá því í dag

Þetta litla Griffon mix kom um daginn í skólan algjör fjörkálfur ætluðum aldrei að ná að setja slaufuna í hárið. En maður er nú samt soldið sæt er það ekki ;)?

Fyrir:
Flottur hundur og rosalega góður.

Eftir:
Toy Poodel. Ég gerði clean face fyrir utan að móta fyrir Sweet hart mustasi, clean feet og svo bara snirta og greiða líkama. Þetta er það sem kallast mini groom.

Fyrir:
Yorkser Terrier strákur sem ég fékk í dag
Soldið úfin og allur í flækjum

Eftir:
Tibúin eftir bað, og kippingu mun betri ekki satt?
Svo fínn strákur

Ég bað Kristinu um að skrifa fyrir mig meðmæli þegar ég fer að sækja um vinnu heima svo ég fái nú alveg örugglega vinnu því ég vil vinna við þetta alveg á hreinu veit það yrði bara gaman og sérstaklega ef Moli getur komið með mér í vinnuna sem er eiginlega möst.
En annars eru bara 2 daga þangað til tengdó koma og ég get ekki beðið. Ég er að fara í próf á morgun sem er samt mjög einfalt þannig að ég er ekki stressuð. Á föstudaginn er svo 75% test dog og það verður bara sðennandi að sjá hvað ég fæ :D.
Núna er ég að fara að setja mig í stelingar ða horfa á Americas next top model loka þátt og er ég rosa spennt fyrir því.
Bið að heylsa
Kv Fjóla

Tuesday, May 13, 2008

Eg fekk senda thessa flottu mynd af afa og vona eg ad that se i lagi ad eg setju hana herna inn. Hann er vist a Strondum nuna uppahaldstadnum minum a Islandi. Eg held en fast i mynninguna fra thvi eg for thangad med afa, ommu og Svanhviti fraenku fyrir morgum arum sidan og langar mig ekkert meira en ad fara thangad aftur fljotlega. Eg for sidastasumar med David og tengdapabba i Veidileisu og var that algjor draumur Moli gjorsamlega elskadi ad hlaupa frjals i goda vedrinu, algjor paradis.
Eg afsaka islenskustafaleysid en er i tolvu i skolanum.
Vildi bara deila me[ ykkur kruttulegasta afa i heim ;9.

Bid ad heylsa ollum og get ekki bedid ad koma heim i islenskt sumar ig fara hringin get ekki BEDID!!!!!!!!!!!

Frábær dagur í dag :D

Ég er búin að komast að því að ég er með meðfædda hundasnyrti hæfileika. Ég fék þvílík hrós í dag fyrir ver unnin störf. Ég fékk að spreita mig á minni fyrstu Standard Poodle í dag. Ég átti að móta pom pomið (nest á fótunum) á henni, topknotið (ofaná hausnum) og nyrta aðeins hér og þar. Málið er það að önnur kona sem er komin mun lengar en ég og er að taka lengra nám en ég var einig að gera sína fyrstu Standard Poodle í dag. Hún þurfti þvílíka hjálp við að móta pom pomið á sínum hundi og var á tímabili með báða kennarana yfir sér að útskýra fyrir henni hvernig hún ætti að gera þetta. Ég aftur á móti fékk einn kennara sem sagði mér einusinni hvernig ég færi að þessu og eftir það fékk ég bara hrós um hvað ég væri rosalega laginn eða eins og þær sögðu "You just have it". Þær gjörsamlega leifðu mér bara ða gera þetta alveg ein og komu einstaka sinnum og sögðu mjög vel gert hjá þér haltu bara áfram. Ég náttúrulega var alveg að rifna úr stolti enda voru fögru orðin um mig ekki spöruð. Þannig að það má með sanni segja að ég hafi staðið mig vel í dag og er ég ánægð með það.
Annars fékk ég alveg frábærar fréttir frá Helgu minni um að hún væri líklega ekki að yfirgefa landið gyrr en í janúar eins og ég sem þýðir bara eitt.... Gleði. Ég fæ að hafa hana hjá mér þangað til ég flyt út :D.
En ég kveð ykkur ekki myndalaus en hér fáið þið myndir af tveim hundum sem ég gerði í dag.
Guð blessi ykkur Kær kveðja Fjóla
p.s. það eru 4 dagar þangað til tengdó koma og 10 þangað til Davíð kemur :D!!!!!!

Jæja þarna er Poodleinn minn. Er þetta ekki eistaralega vel gert hjá mér? En takið eftir stærðinni á eyrunum. Málið er það að Poodle hundar er eina hundategundinn sem þú gerir ekkert við eyrun á nema eigandi biðji um það.

Þennan hund fékk ég líka í dag. hann er American Eskimo dog og átti ég að raka þetta grey alveg niður. Hérna er hann semsagt fyrir

og hérna eftir. Afhverju fólk vill gera hundunum sínum þetta það skil ég ekki. En ég var samt stolt af verki mínu því það sem ég var beðin um að gera gerði ég vel