Ég var eins og má kanski heyra frekar pirruð eftir úrslitin í gær og er eiginlega búin að ákveða að gefa Eurovision upp á bátin þegar við flytjum út eins mikið og ég elska Eurovision þá er þetta bara of ósangjarnt að mínu mati. Ég á samt eftir að kaupa diskin vegna þess að ég hef gaman af svo mörgum lögum í Eurovision en að horfa á t.d. úrslitin ég bara meika það ekki.
Jæja en núna að allt öðru. Við fórum á ströndina í gær og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir að þegar við mættum á svæðið væri rignig og við vissum ekki hvort það myndi koma sól en jú jú viti menn það varð líka þeta fína veður. Við entumst í alveg rúma 2 tíma og fórum í sjóin og röltum og láum o.s. fv. Það var samt ekki alveg tekið alvarlega þegar ég talaði um að sólin væri mjög sterk og þú værir að brenna þrátt fyrir að það væri skýjað þannig að núna eru allir laveg eldrauðir eins og soðnir humrar og bera á sig after sun í gríð og erg ;). Ég er samt komin með það sterka húð að ég var ekki með neitt mér á flestum stöðum en samt sást ekki á mér.
Jæja ég verð víst að fara ða drífa mig að gera mig til fyrir dagin draka Davíð og Benjamín og kanski Sveinbjörn út að skokka og skella okkur svo í Kirkju.
Eigiði góðan dag :D
Ég að hoppa
Benjamín að hoppa
og á bakinu
Það er bara smá munur á okkur en það sem er mest skeri er að ég var svona hvít eins og Davíð þegar ég kom :S
Feðgarnir á ströndinni
Sveinbjörn með far en kanski ekki það far sem hann var að vonast eftir ;D
Sveinbjörn með far en kanski ekki það far sem hann var að vonast eftir ;D
og á bakinu
Fyrsti 100% test dog hundurinn minn en ég þarf að taka þrjá. Þetta er það sem kallast Maltepoo eða Malties og Poodle blendingur
og hér er hún eftir klippingu
5 comments:
Haha, snilldar hoppimyndir :) Ég bara gæti ekki verið meira sammála þér með júróvisjón! Ég var alls ekki sátt.
Knúsiknús, Helga og Fróði
P.S. Loksins er húðliturinn í stíl við hárið hjá honum Davíð
Oh, seinna innleggið kom ekki inn :( Ætlaði bara að benda þér á að ég er að prófa nýja síðu fyrir bloggið mitt á 123.is/helgakolbeins endilega kíktu.
Vá töff hoppmyndir vá hvað það er orðið stutt í að þú komir finnst þú búin að vera þvílíkt lengi úti hlakkar ekkert smá til að sjá þig :D
Kristín og voffarnir
Ég heimta nýja færslu!
Flottur David! Tad er mikil huggun ad sja ad einhver (tu) er meira brenndur en eg :)
-JonM
Post a Comment