Sunday, May 18, 2008

The Holy land Experians

Við byrjulum morgunin á IHOP í afmælismorgun mat. Allir voru rosalega sáttir við matinn og vilja fara aftur sem fyrst. Þá var lagt afstað í The Holy land experians. VÁ VÁ VÁ!!!!!!!!!!!!!! Ég er gjörsamlega heilluð. Þessi garður er æðislegur í alla staði og þvílík upplifun!!!!!!!! Við mættum í Holy land um tíu leitið. Þegar við gengum inn tók á móti okkur Jerúsalem stemmning allir í þannig fötum og húsin í þeim anda. Éf féll strax fyrir öllu þarna. Við lbbuðum strax inn í uppoð og fylgdumst aðeins með því. Svo kom Jesús. Maður gjörsamlega fékk fiðring í magan að sjá hann og fylgjast með leiksýningunni algjört æði. Þau erum með ekkert smá flott starfsfólk á sínum böndum. Ég var alveg heilluð frá byrjun til enda. Við fórum á fult af sýningum meðal annars þegar Jesús læknar blindamannin, Jesús krossfestur og upprysinn, hundraðshöfðingin og Jesús ásamt lofgjörðar sýningu þar sem var farið yfir hvernig Kristin tónlist hefur breist í gegnum aldirnar algjör snild.
Leikurinn og söngurinn og alltannað sem var lagt í þetta var algjörlega óaðfinnanlegt og frábært og ég get ekki beðið að fá Davíð með mér hingað helst strax í sumar og draga pabba og mömmu með ég veit þau hefðu gaman af þessu. By the way Helga þú ÁTT að fara með mér í þennan garð sem allra allra fyrst þú myndir fíla þetta í tætlur er ég viss um.
Ég á svo erfitt mað að lýsa því hvað þetta var frábært sjón er sögu ríkari, en það fer allavegana ekki á milli mála að ég átti frábæran dag og held ég að hinir hafi skemmt sér alveg jafnvel og ég ;).
Við kíktum svo á Olive Garden eftir garðin og fengum okkur að borða og svo var farið stutta verslunar ferð í Walmart. Núna er ég að blogga, Linda, Guðlaug og Benjamín að horfa á tv og sveinbjörn hrítur uppi í rúmi alveg búinn eftir dagin ;) litli kallinn. Á morgun er svo kirkja og sundlaug held ég bara smá afslppun fyrir mánudaginn því þá tekur Epcot við :D.
Annars læt ég fylgja með fult af myndum frá deginum í dag og vona ég að þið njótið vel og sjáið kanski brota brot af því hvað þetta er gegjaður garður.

Knús knús Fjóla
Benjamín og Sveinbjörn á IHOP

Linda, Guðlaug og ég á IHOP

ummmmm..... pönnukökur!!!!!!!


Afmælisbarnið og Guðlaug með fjall í baksýn

Lítið líkan af Jerúsalem alveg rosalega flott

Jesús eftir að hann læknaði blindamanninn og leifði börnunum að koma til sín :D

Rómverskur riddari réðist inn í Jerúsalem ...

Drottningaleg eða hvað ;)
Þarna er Jesú að koma og labba upp að Golgata

Þarna er hann Korssfestir

1 comment:

Anonymous said...

Vá ekkert smá flottur garður ;)

Kristín og voffarnir