Saturday, November 22, 2008

Gaman gaman...

Í gær fórum við nánasta fjölskyldan og tengdafjölskyldan á jólahlaðborð á Grand hótel. Maturinn var algjört æði eins og alltaf og skemmtum við okkur konunglega þrátt fyrir að Sveinbjörn var fjarri góðu gamni vegna hita og hans veikinda. Í morgun fékk ér svo Papillon til mín í snyrtingu og var hann ekkert smá flottur eftir snyrtinguna. Núna erum við svo að fara í kvöldmat til tengdó og svo ætla ég að hanga með Marisu og horfa á eitthvað skemmtilegt í kvöld.
Á morgun er svo Chihuahua jólaball í Gusti og hlakka ég mikið til þess að fara með Mola og hita alla voffana og hlusta á jólalög og borða eitthvað gott.
Við Davíð vorum að senda mail vegna íbúðarinnar okkar úti og sjá hvað er í boði og svona.
Ég hef það ekki lengra að sinni bara ég kem með meira seinna.

kv Fjóla og Moli

2 comments:

Anonymous said...

Sjáumst á morgun :D

Kristín og voffarnir

Helga said...

Jóla þetta og jóla hitt! Maður gæti haldið að það væru að koma jól :Þ