Jæja ég er lent á Bandarískri jörð þótt ég sé ekki alveg komin heim. Við Davíð og Moli erum hérna öll saman á Red Roof inn í N.J. en ég eiginlega bað um að fara ekki strax keyrandi heim fimm tíma eftir að hafa verið að ferðast í að nálgast sólahring :D. Núna eru strákrarnir hækt og rólega að vakna svo við förum að far að gera okkur til en planið í dag er að fara og skoða íbúð í Queens sem Anna frænka mín sem býr í N.Y. benti okkur á en okkur skilst að sá sem eigi þá íbúð væri til í að legja okkur hana á $1000 á mánuði en Davíð er eitthvað orðinn stressaður að hann hafi mis heyrt hana en við komumst flljótt að því núna á eftir. Íbúðin er annars mjög vel staðsett fyrir okkur sendiráðslega séð en það tæki Davíð ekki nema 30 mín með að komast í vinnuna ef hann tæki neðanjarðarlest og bara 9 mín ef hann keyrir, sem hann gerir ekki ;D. Þannig að dagurinn í dag er soldið spennu þrungin bæði hvot íbúðin sé nokkuð horror eða hvort að við höfðum miskilið leiguna á henni :S.
Annars er rosalega gott að vera komin aftur heim en ég er nánast ekkert búin að vera heima hjá mér í mánuð því ég var náttúrulega á Flórída hjá pabba og mömmu áður en ég fór til Noregs :D. En eins og þið getið rétt ímyndað ykkur er ég með heilan haug af myndum sem ég á eftir að fara í gegnum og setja hérn inn en það verður að bíða í smá tíma í viðbót þótt ég viti alveg að þið eruð að springa að fá myndir frá Noregi ;D.
En ég hef þetta ekki lengra núna ætla ða koma mér í sturtu og gera mig til fyrir daginn en það er langur dagur frammundan við erum jafnvel með möguleikan opinn að kíkja til Penselvaníu og sjá Amis fólkið á leiðinni okkar heim en við sjáum til hvernig dagurinn fer hvernig við erum upp lögð.
Mig langr bra að lokum að þakka stelpunum Kristínu og Helgu fyrir alveg æðislega ferð, ég skemmti mér konunglega og það var algjör snild að fá að vera allar saman aftur eftir allt of langa fjarveru. Knúsar á þig helga fyrir að leifa okkur að gista hjá þér í litlu sætu íbúðinni þinni en ég veit að það getur verið soldið erfitt að vera með einn hvað þá tvo gesti og einn auka hund ;D. Elska ykkur báðar.
Knúsar æa ykkiur öll Fjóla
2 comments:
Takk elsku Fjóla mín fyrir æðislega daga ofsalega var það gott að vera allar 3 saman aftur :)
Knús Kristín
Takk fyrir heimsoknina Fjola min, ometanlegt ad fa tig :)
Knusar
Ps. sendi ter meil ;)
Post a Comment