Jæja á morgun förum við til the big apple en við eigum viðtalsfund við hússtjórnina í íbúðinni í Queens. Við ætlum að taka bara daginn í þetta og skoða okkur kanski eitthvað um en við förum í viðtalið kl 18:45. Planið er að fara heim sama dag en við sjáum til.
Í dag aftur á móti fórum við í skógargöngu með Mola í tvo tíma og tuttugu mín og var prinsinn ekkert smá sáttur við það. Eftir gönguna kíktum við smá í búðir en planið var að kaupa Crocs skó handa mér en við löbbuðum út með glænýtt hundabæli handa Mola :D. Moli var ekkert smá sáttur með nýja rúmmið en hann fór í það þegar við komum heim og fór ekki úr því fyrr en við byrjuðum að borða kvöldmat :D.
En annars erum við bara góð og hlökkum bara til að fara til N.Y. á morgun, en hér koma nokkrar myndir frá deginum.
Davíð minn krútt í pútt
Ég líka :D
Fallegur skógur og æðisleg gönguleið
Ég
Moli fékk smá pulsu þegar við stoppuðum og fengum okkur smá vatn og hressingu
Moli í nýja rúminu sínu ekkert smá flottur :D
Hversu mikið krútt geturu verið? En það fylgdi með teppi og þetta dót með rúminu
Fallegasti og æðislegasti alveg búin á því eftir frábæran dag :D.
Knúsar á ykkur gott fólk
Fjóla og co
3 comments:
Flottur Moli, sá nýtur sín í nýja rúminu. Til hamingju Moli!
CWC#10D
Mola krúttið :)
Knús Kristín
Svaka flott bæli, virtist fara vel um Molakrúttið í því :D
Post a Comment