Í dag vöknuðum við rétt fyrir átta og fengum okkur morgunmat. Næst tók við sturta og svo t
okum við upp úr töskum og pokum það sem eftir var. Núna sit ég ein heima þar sem davíð er að færa bílinn en á hverjum fimmtudegi meiga bílar bara vera lagðir öðrumegin við götuna því hún er þrifin þá. Allt hefur gengið vel og erum við ánægð hérna. Planið í dag er ekki mikið bara að hafa það rólegt, kanski labba um í hverfinu eða eitthvað.
Á morgun er svo fyrsti vinnudagurin hans Davíðs og ég held að hann sé meira spenntur en stressaður að byrja þar. Planið hjá mér er þá að þrífa og gera allt huggulegt og svo fara út með Mola sinn og hánga svo í tölvunni eitthvað og jafnvel lesa Cesar Milan eða eitthvað gáfulegt :D.
Skypið mitt er með eitthvað vesen núna en ég er að vona að Davíð geti h jálpað mér með það þegar hann kemur inn :D.
knúsar á ykkur
Fjóla og co
1 comment:
Vona þið Moli eigið góðan dag, líst vel á að kíkja á Sesar. Vonandi kemst Skypið hjá þér í lag sem fyrst líka.
Knúsar héðan
Post a Comment