Tuesday, June 30, 2009

Matur hjá tengdó

Við pabbi og mamma fórum í mat til tengdó í kvöld og var það alveg æðislegt. Við fengumgegjaðan mat, aspassúpu í forrétt, grillaðan lax með sallati og bökuðum karteflum, sætukarteflum og gulrótum og svo franska súkkulaðiköku í rester. Þegar við komum var Ásta í heimsókn með litlu sætu Sunnevu, ji hvað hún er mikið krútt. Hún var samt frekar þreytt og þessvegna ekki viss um allt þetta fólk sem mætti bara á svæðið sí sona en hún fékk þá bara að leggja sig áður en hún fór svo heim með mömmu sinni.
Í fyrramálið leggjum við afstað til Sigrúnar frænku í svietina þar sem ég vonast til að hitta Svanhvíti, Sigrúnu, Maríu Sól, Reyni og Ingólf ásamt afa og ömmu í Garðhúsi. Ég hlakka mikið til ferðarinnar en við ætlum að gista eina nótt og fara seint á fimmtudeginum.
En nóg í bili leifi ykkur ða fá nokkrar af Sunnevu og svo tengda pabba og mömmu.

Þarna er sunneva hjá Lindu frænku ekki alveg viss um þetta fólk sem var að koma

þarna er hún svo komin í stólinn sinn að reina að halda sér vakandi en...

... það gekk ekki vel ;) Algjört Krútt

Tengdamamma átti afmæli um daginn og gáfum við Davíð henni smáræði í tilefni dagsins. til hamingju með daginn aftur Linda.

Knúsar og kveðjur
Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

Enn og aftur takk fyrir mig og frábært að hitta ykkur :) Verðum í bandi.
Knúsar
Tengdó ;o)