Saturday, June 13, 2009

Íbúðarleit...

...er mjög taugastrekkjandi prosess. Við fundum hið fullkomna kverfi en því miður er engin íbúð laus fyrir okkur á þeim tíma sem við þurfum á henni að halda. Við ætlum samt að treysta Guði (þótt það sé erfitt stundum) og vonast eftir því að það losni íbúð fyrir okkur hjá þeim þar sem það á það til aðgerast en þá vitum við ekkert fyrr en í lok þessa mánaðar. Ég þarf því að taka á honum stóra mínum og treysta Guði fyrir þessu og vona að hann hafi eitthvað gott í hyggju fyrir okkur og vona ég svo sannarlega að það sé þetta drauma íbúðarkverfi sem ég er alveg fallin fyrir.
En nóg um þetta. Það eru gleið fréttir líka en við ákváðum að kaupa okkur í dag Toster oven sem er bara svona lítill ofn sem gerir nákvæmlega það sama og venjulegur ofn. En það er ástæða fyrir þessum kaupum. Við davíð erum búin að komast að því að þegar við erum dugleg að elda heima og nota ofnon hækkar rafmagsreikningurinn um alveg heilan helling alveg fáránlega háar upphæðir. Þessi ofn getur sparað okkur allt að 74% rafmagnsnotkun sem er alveg heill hellingur og vegna þess að við erum bara tvo þá passa öll eldföstmót, kökubotnar og lítil brauð og bollur vel í þennan ofn og erum við alveg rosalega ánægð með það. Þannig að núna það sem eftir er af dvöl okkar hér á Flórída ætlum við að gera tilraun og komast að því hversu mikið þessi ofn sparar okkur og nota ekkert stóra ofnin... ekki sniðugt :D?
En elsku fjölskylda og vinir þið megið vel halda áfram að biðja fyrir okkur með þessi íbúðarmál og hjálpa okkur að treysta Guði algjörlega og hjálpa okkur að sjá hans vilja fyrir okkur.
Guð blessi ykkur öll og við hérna á Flórída söknum ykkar mikið og elskum ykkur öll.
Knúsar Fjóla, Davíð, Moli og Narta

1 comment:

Æsa said...

Íbúðaleit getur verið mjög taugastrekkjandi! Gangi ykkur vel og ég vona að draumaíbúðin bíði rétt handan við hornið!