Þá erum við búin að vera hérna hjá pabba og mömmu í nokkra daga. Við erum búin að gera ýmislegt skemmtilegt og hafa það gott með þeim. Við kíktum í gær í elsta bæ bandaríkjana en hann var byggður 1513 og heitir Sant Augustine. Moli fékk að sjálfsögðu að fara með og fékk að labba um og skoða með okkur sem honum fanst ekkert smá gaman enda var líka fult af hundum sem hann hitti og var svo rólegur yfir því að ég var alveg að rifna úr stolti. Hann sá litla og stóra og svo MJÖG stóra hundam en ein maðurinn þarna var með tvo stóra einhvernvegin mustafa tík og rakka og var rakkinn með stæri hundum sem ég hef séð algjör hlunkur.
Við sáum gamlar kastalarústir, elsta skólann í Bandaríknunum sem var byggður úr tré, elstahúsið í bænum, hestvagna og markt fleira. Það var rosalega gaman að fara þangað og væri mikið gaman að fara þangað aftir fljótlega.
Við Moli fórum í góða göngu í gær þar sem hann varalveg með tunguna úti allan tíman þar sem hitinn er orðinn þó nokkur hérna. Ég reyndi að fá hann til að skokka smá með mér en það var soldið erfitt þar sem hann var orðinn svo þreittur enda búin að labba og hlaupa helling á undan því.
Í dag ætlum við svo að bóna og gera bílin okkar flottan þar sem húddið er orðið soldið slaft og eru pabbi og Davíð núna að kaupa bón og kaupa nýtt dekk á bílinn þannig að við erum þá með öll fjögur dekkin ný. St´rkarnir ætla svo að fara að vinna í bílnum meðan ég fer með Mola út að skokka og hreyfa sig.
Davíð fer líklega heim á morgun og þá er spurning hvort við förum í Holyland ég, pabbi og mamma meðan Davíð og Moli bíða heima en við sjáum til. Við höfum erum aftur farin að horfa á Lost en það er byrjað hérna úti, í Jepperty í kvöld eru bara biblíuspurningar sem er bara spennandi og svo er einn af mínum uppáhalds þáttum í kvöld Hels Kichen með Gordon Ramse þannig að sjónvarpið er að standa sig ;).
En nóg í bili bið að heylsa ykkur.
Guð blessi ykkur.
Allir að kvitta fyrir komuna :D
Moli að fíla sig í tætlur
Þarna erum við Moli hjá kastalarústunum í Sant Augusten
6 comments:
Ótrúlega skemmtinlegar myndir greinilega rosalega heitt ;)
Komnar bumbumyndir inn á flickr hjá mér ;)
Kristín
You lucky bastards
kv. Hlynur og Dísa
the squirrel! :(
vá það er greinilega orðið vel heitt bara stuttbuxur og stuttermabolur!! ahhh væri alveg til í að vera í hitanum ;)
kv af klakanum
Berglind
Moli ábyggilega eini Chihuahua hundurinn í heiminum sem hefur verið bæði í St. Augustine (elsta bæ Bandaríkjanna) og farið hringinn á Íslandi!
kv. Davíð
Já Moli er víðförull hundur og á eftir að fara víða á sinni æfi allavegana til Kanada ;).
En hitin hérna er misjafn enda enþá há vetur ef hækt er að kalla þetta vetur.
Post a Comment