Sunday, January 18, 2009

Pabbi og mamma komin :D !!!!

Þá er gamla settið ;D mætt á svæðið. Við náðum í þau út á völl um átta leitið en biðum í smá tíma með Mola fyrir utan þar sem þau þurftu að bíða lengi eftir hjólinu mínu en þau komu með það út til okkar. Moli ætlaði að tapa sér af gleði þegar hann sá afa og ömmu sín og var alveg í skýjunum þar til lagt var á stað heim í íbúðina þeirra þá slöknaði alveg á honum enda mikill spenningur búin að vera í gangi. Við spjölluðum aðeins áður en við skelltum okkur svá í háttin. Moli fékk svo að sofa uppí hjá afa og ömmu sín og fanst það bara kósý en mikil var gleðin þegar pabbi og mamma komu um morguninn ;).
Við fórum á Perkins í morgunmat sem gladdi Davíð minn mjög mikið og var hann óðekkur og fékk sér beikon ásamt öðru gúmmelaði ;), Moli fékk smá beikon hjá pabba sínum þannig að það fór ekki allt í mallan hans Davíð eða inn á æðarnar :S. Eftir morgunmatinn var svo farið í Kohls, Russ og Petco að skoða og eitthvað keyft. Eftir þá verslunartörn var svo farið upp í íbúð og pakkað niður því dóti sem við áttum eftir að taka með okkur og svo lagt afstað á Fabio Mola og pabba og mömmu bíl til að ná í Smoothe og svo bara keyrt afstað til St. Petersburg. Við Davíð smökkuðum svona smáköku sem hækt er að fá á Planet Smoothe en hún er svo kölluð Vegen smákaka s.s engar afurðir notaðar í hana sem koma frá dýrum og það merkilega við hana hún var bara ansi góð.
Þegar í íbúðina okkar var komið var drifið í því að ganga frá öllu því sem við mögulega gátum gengið frá og svo farið í Wal mart til að kaupa borð og stóla en ekki gekk það eftir óskum því þetta lið sem er að vinna þarna er gjörsamlega vita vonlaust en við reynum aftur á morgun því við funum alveg rosalega flott borð og stóla.
Núna erum við komin heim og erum búin að vera að ganga frá smá meira. pabbi búin að vera að hjálpa til við að fela snúrurnar hjá skrifborðinu hans Davíðs og ég búin að elda grænmetislasagna og browne. Núna fer að styttast í að við förum að halla okkur pabbi og mamma fá að prufukeyra sófan fyrst allra og hlökkum við til að sjá hvað þau hafa að segja um hann.
En meira á morgun, njótið myndana

Kv Fjóla, Davíð og Moli

Moli fékk að smakka kjúklinga vangi og varð hann alveg brjálaður í þá enda ekki við öðru að búast

Moli fékk svo íslenskt slátur mjöööög sáttur

Moli kominn í sófan til ömmu mjög sæll og þreyttur
Davíð að borða morgunmat á Perkins
við hjónin á Perkins fersk með appelsínusafan
Þarna er ég að tékka á Lasagniainu

Moli þreyttur á þessum endalausu Wal marts ferðum en samt finst honum þetta lumgst gaman ;)

Þarna er svo pabbi í snúruflækjuni sem er eitthvað allt annað en það núna mjög flott

2 comments:

Anonymous said...

Frábært að þau eru komin öruglega gott að fá mömmu sín og pabba í smá tíma :D

Kristín

Helga said...

Geggjað að þið fáið að hafa þau hjá ykkur, skil vel að Moli hafi verið ánægður að hitta þau. Mútt ætlar líka að reyna að heimsækja mig á þessari önn og ég get rétt ímyndað mér hvernig Fróði á eftir að bregðast við. Hún spurði mig reyndar í símann hvort hann væri ekki bara búinn að gleyma henni!!!
Bestustu kveðjur frá mér og Fróða alsheimersjúklingi